Sólin Sólin Rís 11:04 • sest 15:36 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:26 • Sest 25:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:34 • Síðdegis: 24:14 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:07 • Síðdegis: 18:03 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:04 • sest 15:36 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:26 • Sest 25:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:34 • Síðdegis: 24:14 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:07 • Síðdegis: 18:03 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaðan kemur orðið hundadagar?

JGÞ

Í íslenska almanakinu er orðið hundadagar notað yfir tímabilið frá 13. júlí til 23. ágúst en þeir voru áður taldir vera frá 23. júlí til 23. ágúst.

Rómverjar nefndu hundadaga dies caniculares og sóttu hugmyndina til Grikkja sem tengdu sumarhita tímabilsins við tilkomu Síríusar á morgunhimninum um sama leyti. Síríus er bjartasta stjarna stjörnumerkisins Stórahunds og kallaðist Canicula á latnesku alþýðumáli sem hefur verið þýtt sem Hundastjarna.

Latneska heitið dies caniculares merkir því bókstaflega 'dagar hundastjörnunnar' eða hundadagar.



Stjörnumerkið Stórihundur heitir Canis major á latínu. Hér sést hundastjarnan Sírius.

Nafnið hundadagar tengdist síðan stjórnartíð Jörgens Jörgensen hér á landi, sem varði frá 25. júní til 22. ágúst árið 1809 og Íslendingar kölluðu hann Jörund hundadagakonung. Árni Björnsson segir frá því í bókinni Saga daganna að:
Svo fast greyptist Jörundur í vitund þjóðarinnar og svo fjarlægur er uppruni dagaheitisins hundadagar að tíu heimildamenn þjóðháttadeildar víðsvegar af landinu könnuðust ekki við aðra skýringu en að tímabil væri kennt við stjórnartíð Jörundar hundadagakonungs. (190)
En viðurnefni Jörundar er semsagt tilkomið vegna þess að hann var við völd um það leyti sem hundadagar voru.

Heimildir og mynd:

Höfundur

Jón Gunnar Þorsteinsson

bókmenntafræðingur og ritstjóri Vísindavefsins

Útgáfudagur

3.9.2004

Spyrjandi

Sigursveinn Ingibergsson

Tilvísun

JGÞ. „Hvaðan kemur orðið hundadagar?“ Vísindavefurinn, 3. september 2004, sótt 8. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=4496.

JGÞ. (2004, 3. september). Hvaðan kemur orðið hundadagar? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=4496

JGÞ. „Hvaðan kemur orðið hundadagar?“ Vísindavefurinn. 3. sep. 2004. Vefsíða. 8. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=4496>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvaðan kemur orðið hundadagar?
Í íslenska almanakinu er orðið hundadagar notað yfir tímabilið frá 13. júlí til 23. ágúst en þeir voru áður taldir vera frá 23. júlí til 23. ágúst.

Rómverjar nefndu hundadaga dies caniculares og sóttu hugmyndina til Grikkja sem tengdu sumarhita tímabilsins við tilkomu Síríusar á morgunhimninum um sama leyti. Síríus er bjartasta stjarna stjörnumerkisins Stórahunds og kallaðist Canicula á latnesku alþýðumáli sem hefur verið þýtt sem Hundastjarna.

Latneska heitið dies caniculares merkir því bókstaflega 'dagar hundastjörnunnar' eða hundadagar.



Stjörnumerkið Stórihundur heitir Canis major á latínu. Hér sést hundastjarnan Sírius.

Nafnið hundadagar tengdist síðan stjórnartíð Jörgens Jörgensen hér á landi, sem varði frá 25. júní til 22. ágúst árið 1809 og Íslendingar kölluðu hann Jörund hundadagakonung. Árni Björnsson segir frá því í bókinni Saga daganna að:
Svo fast greyptist Jörundur í vitund þjóðarinnar og svo fjarlægur er uppruni dagaheitisins hundadagar að tíu heimildamenn þjóðháttadeildar víðsvegar af landinu könnuðust ekki við aðra skýringu en að tímabil væri kennt við stjórnartíð Jörundar hundadagakonungs. (190)
En viðurnefni Jörundar er semsagt tilkomið vegna þess að hann var við völd um það leyti sem hundadagar voru.

Heimildir og mynd:...