Sólin Sólin Rís 08:13 • sest 18:13 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 18:20 • Sest 00:24 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:43 • Síðdegis: 15:15 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 08:57 • Síðdegis: 21:43 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 08:13 • sest 18:13 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 18:20 • Sest 00:24 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:43 • Síðdegis: 15:15 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 08:57 • Síðdegis: 21:43 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver er sagan á bak við hinn gríska þurs Argos? Hverjar eru grunnheimildir?

Jón Gunnar Þorsteinsson

Argos hafði viðurnefnið panoptes á grísku, en það þýðir bókstaflega 'alsjáandi' enda var skrokkur hans alsettur 100 augum.

Í grískum goðsögum kemur hann mest við sögu í einu af mörgum framhjáhöldum Seifs.



Mynd af morði Argosar á fornum grískum vasa. Hermes leggur til Argosar og Íó í kvígulíki stendur hægra megin við. Skrokkur Argosar er alsettur augum.

Heru grunaði að Seifur væri ástfanginn af Íó, dóttur fljótsguðsins Ínakkosar. Seifur neitaði því og til að sýna áhugaleysi sitt á Íó breytti hann henni í hvíta kvígu, sumar sagnir herma reyndar að Hera hafi sjálf ummyndað Íó. Hera efaðist um tilfinningar Seifs og ákvað að koma Íó í kýrlíki í trygga gæslu hjá Argosi alsjáanda.

Skömmu seinna fékk Seifur Hermes sendiguð til að ná Íó úr gæslu Argosar. Hermes vissi að hann kæmist ekki undan augliti Argosar svo hann brá á það ráð að svæfa Argos með hljófæraleik, rota hann með stórum hnullungi og hálshöggva hann síðan.

Til að minnast þessa grimmilega morðs á gæslumanni Íóar, kom Hera augum Argosar fyrir á stéli páfuglsins um aldur og ævi.

Argos er einnig kunnur fyrir það að hafa drepið Ekídnu sem var hálf kona og hálfur snákur. Ekídna var eiginkona Tífons sem var oftast lýst sem fárviðri en stundum eins og eldspúandi dreka. Tífon og Ekídna áttu fjölmörg einkennileg afkvæmi, til dæmis hundinn Kerberos og Sfinxinn, enda voru þau engir venjulegir foreldrar. Argos kom að Ekídnu sofandi og drap hana.



Önnur mynd af morði Argosar. Hér sjást mun fleiri augu á líkama hans en á myndinni að ofan.

Heimildir um hinn hundraðeygða Argos er víða að finna, til dæmis á þeim vefsíðum sem hér eru tilteknar og í uppflettiritum um gríska goðafræði. Hægt er að lesa um Argos og Íó á íslensku í þýðingu Helga Hálfdanarsonar á leikritinu Prómeþeif eftir gríska leikritaskáldið Æskílos (um 525- um 456 f. Kr.)

Þar segir Íó af því hvernig hún ummyndast í kvígu og frá gæslumanni sínum Argosi sem fylgist jafnvel með henni þótt dauður sé:
Sá slóttugi hirðir hrellir mig,

er hundrað glyrnum hann á mig starir;

jafnvel þó dauður sé, hylur hann

hvergi jörðin; frá skuggadjúpum

rís hann og áfram eltir mig

örmagna fram um mararsanda. (569-74)
Einnig má lesa um Argos í Ummyndunum (1.624) rómverska silfurskáldsins Óvíds (43. f. Kr. - 17 e. Kr.)

Heimildir og myndir:

Höfundur

Jón Gunnar Þorsteinsson

bókmenntafræðingur og ritstjóri Vísindavefsins

Útgáfudagur

7.9.2004

Spyrjandi

Halldór Gunnarsson

Tilvísun

Jón Gunnar Þorsteinsson. „Hver er sagan á bak við hinn gríska þurs Argos? Hverjar eru grunnheimildir?“ Vísindavefurinn, 7. september 2004, sótt 13. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=4500.

Jón Gunnar Þorsteinsson. (2004, 7. september). Hver er sagan á bak við hinn gríska þurs Argos? Hverjar eru grunnheimildir? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=4500

Jón Gunnar Þorsteinsson. „Hver er sagan á bak við hinn gríska þurs Argos? Hverjar eru grunnheimildir?“ Vísindavefurinn. 7. sep. 2004. Vefsíða. 13. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=4500>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hver er sagan á bak við hinn gríska þurs Argos? Hverjar eru grunnheimildir?
Argos hafði viðurnefnið panoptes á grísku, en það þýðir bókstaflega 'alsjáandi' enda var skrokkur hans alsettur 100 augum.

Í grískum goðsögum kemur hann mest við sögu í einu af mörgum framhjáhöldum Seifs.



Mynd af morði Argosar á fornum grískum vasa. Hermes leggur til Argosar og Íó í kvígulíki stendur hægra megin við. Skrokkur Argosar er alsettur augum.

Heru grunaði að Seifur væri ástfanginn af Íó, dóttur fljótsguðsins Ínakkosar. Seifur neitaði því og til að sýna áhugaleysi sitt á Íó breytti hann henni í hvíta kvígu, sumar sagnir herma reyndar að Hera hafi sjálf ummyndað Íó. Hera efaðist um tilfinningar Seifs og ákvað að koma Íó í kýrlíki í trygga gæslu hjá Argosi alsjáanda.

Skömmu seinna fékk Seifur Hermes sendiguð til að ná Íó úr gæslu Argosar. Hermes vissi að hann kæmist ekki undan augliti Argosar svo hann brá á það ráð að svæfa Argos með hljófæraleik, rota hann með stórum hnullungi og hálshöggva hann síðan.

Til að minnast þessa grimmilega morðs á gæslumanni Íóar, kom Hera augum Argosar fyrir á stéli páfuglsins um aldur og ævi.

Argos er einnig kunnur fyrir það að hafa drepið Ekídnu sem var hálf kona og hálfur snákur. Ekídna var eiginkona Tífons sem var oftast lýst sem fárviðri en stundum eins og eldspúandi dreka. Tífon og Ekídna áttu fjölmörg einkennileg afkvæmi, til dæmis hundinn Kerberos og Sfinxinn, enda voru þau engir venjulegir foreldrar. Argos kom að Ekídnu sofandi og drap hana.



Önnur mynd af morði Argosar. Hér sjást mun fleiri augu á líkama hans en á myndinni að ofan.

Heimildir um hinn hundraðeygða Argos er víða að finna, til dæmis á þeim vefsíðum sem hér eru tilteknar og í uppflettiritum um gríska goðafræði. Hægt er að lesa um Argos og Íó á íslensku í þýðingu Helga Hálfdanarsonar á leikritinu Prómeþeif eftir gríska leikritaskáldið Æskílos (um 525- um 456 f. Kr.)

Þar segir Íó af því hvernig hún ummyndast í kvígu og frá gæslumanni sínum Argosi sem fylgist jafnvel með henni þótt dauður sé:
Sá slóttugi hirðir hrellir mig,

er hundrað glyrnum hann á mig starir;

jafnvel þó dauður sé, hylur hann

hvergi jörðin; frá skuggadjúpum

rís hann og áfram eltir mig

örmagna fram um mararsanda. (569-74)
Einnig má lesa um Argos í Ummyndunum (1.624) rómverska silfurskáldsins Óvíds (43. f. Kr. - 17 e. Kr.)

Heimildir og myndir: