Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hversu mikið vatn notar hver Íslendingur á ári að meðaltali?

Endurnýjanlegar ferskvatnsauðlindir Íslendinga eru umtalsverðar eða um 666.667 rúmmetrar á mann á ári. Til samanburðar eru vatnsauðlindir í mörgum Afríkuríkjum minni en 1000 rúmmetrar á mann á ári.

Helstu ferskvatnsbirgðir Íslendinga eru í jöklum en úrkoma er einnig veruleg við suðurströnd landsins eða allt að 3000 mm/ári. Þrátt fyrir þessar miklu vatnsauðlindir eru til svæði á Íslandi þar sem erfitt er að nálgast vatn. Einkum er þar um að ræða blágrýtissvæðin austast og norðvestast á landinu þar sem berggrunnurinn er mjög gamall, þéttur og vatnssnauður. Þannig eru til þéttbýlisstaðir á Íslandi þar sem vatnsskortur er viðvarandi vandamál og hreinsa verður yfirborðsvatn með sandsíum, ósoni eða útfjólubláu ljósi.

En hvað skyldi hver Íslendingur nota mikið vatn á ári að meðaltali?

Kaldavatnsnotkun er nokkuð mismunandi eftir svæðum og tegund iðnaðar á hverju svæði fyrir sig. Fiskvinnslur, rækjuvinnslur og mjólkurbú nota yfirleitt mjög mikið af köldu vatni og geta því haft veruleg áhrif á vatnsnotkun minni bæjarfélaga.

Í Reykjavík notar hver íbúi um 155 m3/ári eða um 155.000 lítra af köldu vatni á ári. Í Vestmannaeyjum þar sem drykkjarvatn er af skornum skammti notar hver íbúi hins vegar aðeins um 46 m3/ári af köldu vatni eða um þriðjungi minna en í Reykjavík. Þannig má reikna með að vatnsnotkun Íslendinga liggi einhversstaðar á bilinu 46–155 m3/ári á hvern íbúa. Þó gæti hún verið eitthvað hærri á stöku stað. Niðurstaðan er sú að vatnsnotkun á Íslandi er svipuð eða ögn hærri en á hinum Norðurlöndunum.

Heimildir og mynd:

Útgáfudagur

10.9.2004

Spyrjandi

Sigurður Rúnar

Höfundur

umhverfisfræðingur hjá Rannsóknarmiðstöð Íslands

Tilvísun

Ingibjörg E. Björnsdóttir. „Hversu mikið vatn notar hver Íslendingur á ári að meðaltali?“ Vísindavefurinn, 10. september 2004. Sótt 19. nóvember 2019. http://visindavefur.is/svar.php?id=4505.

Ingibjörg E. Björnsdóttir. (2004, 10. september). Hversu mikið vatn notar hver Íslendingur á ári að meðaltali? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=4505

Ingibjörg E. Björnsdóttir. „Hversu mikið vatn notar hver Íslendingur á ári að meðaltali?“ Vísindavefurinn. 10. sep. 2004. Vefsíða. 19. nóv. 2019. <http://visindavefur.is/svar.php?id=4505>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Hermann Þórisson

1952

Hermann Þórisson stundar rannsóknir í líkindafræði, einkum á sviði slembiferla og slembimála. Hann hefur meðal annars þróað hugtökin endurnýjun og jafnvægi og kannað eiginleika þeirra.