Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík

Hvað eru margir dropar af vatni í einum lítra?

Jón Gunnar Þorsteinsson

Það fer vitanlega eftir stærð dropanna hversu marga þarf til að mynda einn lítra af vatni.

Regndropar eru stærri en 0,5 mm í þvermál en nái þeir 4 millimetra þvermáli splundrast þeir yfirleitt í tvennt. Stundum geta þeir þó orðið allt að 6 millimetrar í þvermál en svo stórir dropar myndast ekki nema í mestu úrhellisrigningum. Dropar í úða eru á bilinu 0,2-0,5 millimetrar og það er því töluverður munur á minnstu úðadropum og stærstu regndropum.

En ef við gerum ráð fyrir að spyrjandi sé að spyrja um dropa sem koma úr dropateljara er einfalt að áætla hversu margir dropar eru í einum lítra af vatni.

Það þarf um 20 slíka dropa í einn millilítra og þar sem einn lítri er 1.000 millilítrar eru um 20.000 dropar í einum lítra.

Hægt er að lesa um lögun regndropa í svari við spurningunni Hvers vegna eru loftbólur alveg kúlulaga en ekki sívalningslaga eða í laginu eins og regndropar?

Höfundur

Jón Gunnar Þorsteinsson

bókmenntafræðingur og ritstjóri Vísindavefsins

Útgáfudagur

17.9.2004

Spyrjandi

Sigurður Svavarsson

Efnisorð

Tilvísun

Jón Gunnar Þorsteinsson. „Hvað eru margir dropar af vatni í einum lítra?“ Vísindavefurinn, 17. september 2004. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=4514.

Jón Gunnar Þorsteinsson. (2004, 17. september). Hvað eru margir dropar af vatni í einum lítra? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=4514

Jón Gunnar Þorsteinsson. „Hvað eru margir dropar af vatni í einum lítra?“ Vísindavefurinn. 17. sep. 2004. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=4514>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað eru margir dropar af vatni í einum lítra?
Það fer vitanlega eftir stærð dropanna hversu marga þarf til að mynda einn lítra af vatni.

Regndropar eru stærri en 0,5 mm í þvermál en nái þeir 4 millimetra þvermáli splundrast þeir yfirleitt í tvennt. Stundum geta þeir þó orðið allt að 6 millimetrar í þvermál en svo stórir dropar myndast ekki nema í mestu úrhellisrigningum. Dropar í úða eru á bilinu 0,2-0,5 millimetrar og það er því töluverður munur á minnstu úðadropum og stærstu regndropum.

En ef við gerum ráð fyrir að spyrjandi sé að spyrja um dropa sem koma úr dropateljara er einfalt að áætla hversu margir dropar eru í einum lítra af vatni.

Það þarf um 20 slíka dropa í einn millilítra og þar sem einn lítri er 1.000 millilítrar eru um 20.000 dropar í einum lítra.

Hægt er að lesa um lögun regndropa í svari við spurningunni Hvers vegna eru loftbólur alveg kúlulaga en ekki sívalningslaga eða í laginu eins og regndropar?...