Sólin Sólin Rís 07:44 • sest 18:47 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:24 • Síðdegis: 21:51 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:08 • Síðdegis: 15:39 í Reykjavík

Hvað er tannsteinn og hvers vegna myndast hann?

Tannheilsa.is

Í svari Höllu Sigurjóns við spurningunni Hvers vegna gerir tannkrem tennurnar hvítar og sykur þær svartar? segir meðal annars um tannsýklu:
Utan á tennur setjast óhreinindi og litur sem gera þær dökkar. Þar á meðal er tannsýklan sem er mjúkur, þunnur hjúpur, myndaður úr matarleifum, bakteríum, munnvatni og dauðum frumum, og límist utan á tennurnar. Þessi óhreinindi eru tilvalin fæða fyrir munnbakteríurnar til að fjölga sér og myndast þannig ákjósanleg gróðrarstía fyrir tannskemmdasýklana.
Tannsýkla sem fær að sitja óáreitt á tönnum safnar í sig kalsíum- og fosfatsöltum úr munnvatni og blóðvökva sem vætlar frá bólgnu holdi. Sýklan „kalkar“ og kallast þá tannsteinn.

Tannsteinn getur orðið mjög harður en er þó engu að síður það hrjúfur og gljúpur að í honum sitja ætíð sýklar og eiturefni frá þeim. Tannsteinn er því ertivaldur á sama hátt og tannsýkla, ekki þó vegna steinefnanna heldur vegna sýklanna og eiturefnanna.

Tannsteinn myndast bæði á krónuhluta tannanna og niðri í pokunum undir tannholdsbrúninni.

Þetta svar er að mestu fengið af heimasíðu Tannverndarráðs www.tannheilsa.is og birt með góðfúslegu leyfi. Á síðunni er að finna mikinn fróðleik um tennur og tannhirðu.

Skoðið einnig önnur svör á Vísindavefnum um tannheilsu, til dæmis:

Mynd: Hougangdental.com

Höfundur

heimasíða Tannverndarráðs

Útgáfudagur

21.9.2004

Spyrjandi

Trausti Kristinsson

Tilvísun

Tannheilsa.is. „Hvað er tannsteinn og hvers vegna myndast hann?“ Vísindavefurinn, 21. september 2004. Sótt 4. október 2023. http://visindavefur.is/svar.php?id=4522.

Tannheilsa.is. (2004, 21. september). Hvað er tannsteinn og hvers vegna myndast hann? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=4522

Tannheilsa.is. „Hvað er tannsteinn og hvers vegna myndast hann?“ Vísindavefurinn. 21. sep. 2004. Vefsíða. 4. okt. 2023. <http://visindavefur.is/svar.php?id=4522>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað er tannsteinn og hvers vegna myndast hann?
Í svari Höllu Sigurjóns við spurningunni Hvers vegna gerir tannkrem tennurnar hvítar og sykur þær svartar? segir meðal annars um tannsýklu:

Utan á tennur setjast óhreinindi og litur sem gera þær dökkar. Þar á meðal er tannsýklan sem er mjúkur, þunnur hjúpur, myndaður úr matarleifum, bakteríum, munnvatni og dauðum frumum, og límist utan á tennurnar. Þessi óhreinindi eru tilvalin fæða fyrir munnbakteríurnar til að fjölga sér og myndast þannig ákjósanleg gróðrarstía fyrir tannskemmdasýklana.
Tannsýkla sem fær að sitja óáreitt á tönnum safnar í sig kalsíum- og fosfatsöltum úr munnvatni og blóðvökva sem vætlar frá bólgnu holdi. Sýklan „kalkar“ og kallast þá tannsteinn.

Tannsteinn getur orðið mjög harður en er þó engu að síður það hrjúfur og gljúpur að í honum sitja ætíð sýklar og eiturefni frá þeim. Tannsteinn er því ertivaldur á sama hátt og tannsýkla, ekki þó vegna steinefnanna heldur vegna sýklanna og eiturefnanna.

Tannsteinn myndast bæði á krónuhluta tannanna og niðri í pokunum undir tannholdsbrúninni.

Þetta svar er að mestu fengið af heimasíðu Tannverndarráðs www.tannheilsa.is og birt með góðfúslegu leyfi. Á síðunni er að finna mikinn fróðleik um tennur og tannhirðu.

Skoðið einnig önnur svör á Vísindavefnum um tannheilsu, til dæmis:

Mynd: Hougangdental.com...