Sólin Sólin Rís 08:13 • sest 18:13 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 18:20 • Sest 00:24 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:43 • Síðdegis: 15:15 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 08:57 • Síðdegis: 21:43 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 08:13 • sest 18:13 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 18:20 • Sest 00:24 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:43 • Síðdegis: 15:15 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 08:57 • Síðdegis: 21:43 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaða efni eru snefilefni?

Sigríður Jónsdóttir

Snefilefni er þýðing á enska hugtakinu 'trace element' og er samheiti yfir nokkur frumefni sem finna má í mjög litlu magni í pöntu- og dýraríkinu. Til að geta flokkað frumefni sem snefilefni verður magn þess af heildarmagni frumefna lífverunnar að vera minna en 0,01%.

Þessi frumefni, sem flest eru málmar, eiga það sameiginlegt að hafa líffræðilega virkni, annað hvort ein og sér (þá sem jónir) eða komplexbundin í flóknari sameindum, svo sem prótínum. Þau gegna oftar en ekki afar mikilvægu hlutverki og skortur á þeim hefur í för með sér hörgulsjúkdóma sem geta jafnvel leitt til dauða ef ekkert er að gert.

Snefilefni fáum við úr fæðunni sem við neytum og þau má til dæmis flokka í þrjá flokka eftir virkni eða mikilvægi þeirra fyrir mannslíkamann:
  1. Frumefni sem eru lífsnauðsynleg fyrir mannslíkamann. Skortur á þeim leiðir til skilgreindra læknisfræðilegra sjúkdómseinkenna. Undir þennan flokk falla til dæmis járn, kopar, sink, króm, selen, kalsíum, magnesíum, litíum, kóbalt, mólybden, joð og flúor.
  2. Frumefni sem talin eru nauðsynleg fyrir mannslíkamann án þess að hlutverk þeirra sé þekkt til fullnustu. Þessum flokki tilheyra tin, nikkel, vanadíum, arsen og mangan
  3. Frumefni sem eru eitruð í miklu magni, eins og kadmíum, mólybden, blý, kvikasilfur, arsen, bór og tin.
Sum af snefilefnunum eru, eins og sést á þessari upptalningu, lífsnauðsynleg í litlu magni en eitur fyrir líkamann ef magn þeirra fer yfir ákveðin mörk. Stundum er jafnvel ekki vitað hvaða hlutverk þau hafa, aðeins að þau eru lífsnauðsynleg. Sem dæmi um þetta má líta á frumefni selen. Fram til ársins 1957 var litið á selen sem eitur en það ár uppgötvaðist líffræðileg virkni efnisins. Í dag eru þekkt nokkur lífefnahvörf þar sem selen er nauðsynlegur hlekkur í ferlinu.

Snefilefnin mætti einnig flokka niður eftir efnafræðilegri virkni þeirra í líkamanum, það er eftir því hvers eðlis efnahvarfið er sem snefilefnið á þátt í eða hvernig það er notað (til dæmis í bein).

Höfundur

Sigríður Jónsdóttir

efnafræðingur, Dr.rer.nat.

Útgáfudagur

23.9.2004

Spyrjandi

Ívar Grétarsson

Tilvísun

Sigríður Jónsdóttir. „Hvaða efni eru snefilefni?“ Vísindavefurinn, 23. september 2004, sótt 13. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=4526.

Sigríður Jónsdóttir. (2004, 23. september). Hvaða efni eru snefilefni? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=4526

Sigríður Jónsdóttir. „Hvaða efni eru snefilefni?“ Vísindavefurinn. 23. sep. 2004. Vefsíða. 13. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=4526>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvaða efni eru snefilefni?
Snefilefni er þýðing á enska hugtakinu 'trace element' og er samheiti yfir nokkur frumefni sem finna má í mjög litlu magni í pöntu- og dýraríkinu. Til að geta flokkað frumefni sem snefilefni verður magn þess af heildarmagni frumefna lífverunnar að vera minna en 0,01%.

Þessi frumefni, sem flest eru málmar, eiga það sameiginlegt að hafa líffræðilega virkni, annað hvort ein og sér (þá sem jónir) eða komplexbundin í flóknari sameindum, svo sem prótínum. Þau gegna oftar en ekki afar mikilvægu hlutverki og skortur á þeim hefur í för með sér hörgulsjúkdóma sem geta jafnvel leitt til dauða ef ekkert er að gert.

Snefilefni fáum við úr fæðunni sem við neytum og þau má til dæmis flokka í þrjá flokka eftir virkni eða mikilvægi þeirra fyrir mannslíkamann:
  1. Frumefni sem eru lífsnauðsynleg fyrir mannslíkamann. Skortur á þeim leiðir til skilgreindra læknisfræðilegra sjúkdómseinkenna. Undir þennan flokk falla til dæmis járn, kopar, sink, króm, selen, kalsíum, magnesíum, litíum, kóbalt, mólybden, joð og flúor.
  2. Frumefni sem talin eru nauðsynleg fyrir mannslíkamann án þess að hlutverk þeirra sé þekkt til fullnustu. Þessum flokki tilheyra tin, nikkel, vanadíum, arsen og mangan
  3. Frumefni sem eru eitruð í miklu magni, eins og kadmíum, mólybden, blý, kvikasilfur, arsen, bór og tin.
Sum af snefilefnunum eru, eins og sést á þessari upptalningu, lífsnauðsynleg í litlu magni en eitur fyrir líkamann ef magn þeirra fer yfir ákveðin mörk. Stundum er jafnvel ekki vitað hvaða hlutverk þau hafa, aðeins að þau eru lífsnauðsynleg. Sem dæmi um þetta má líta á frumefni selen. Fram til ársins 1957 var litið á selen sem eitur en það ár uppgötvaðist líffræðileg virkni efnisins. Í dag eru þekkt nokkur lífefnahvörf þar sem selen er nauðsynlegur hlekkur í ferlinu.

Snefilefnin mætti einnig flokka niður eftir efnafræðilegri virkni þeirra í líkamanum, það er eftir því hvers eðlis efnahvarfið er sem snefilefnið á þátt í eða hvernig það er notað (til dæmis í bein)....