Sólin Sólin Rís 04:20 • sest 22:46 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 22:56 • Sest 14:35 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:51 • Síðdegis: 23:16 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:39 • Síðdegis: 16:58 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 04:20 • sest 22:46 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 22:56 • Sest 14:35 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:51 • Síðdegis: 23:16 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:39 • Síðdegis: 16:58 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju kallast bilið sem myndast milli framtannanna í efra gómi „frekjuskarð“?

Guðrún Kvaran

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Frekjuskarð er skarð milli framtanna í efra gómi. Það er líka nefnt skáldaskarð en skáldaskarð er þó oftar haft um hökuskarð.



Hvaðan þessi heiti eru runnin er óvíst. Sú trú hefur fylgt hökuskarði að sá sem þannig fæðist verði skáldmæltur. Þangað er sótt orðið skáldaskarð. Hugsanlegt er að einhver ónafngreindur frekur karl eða frek kona hafi haft skarð milli framtanna og það síðan verið yfirfært á aðra sem þóttu frekir.

Merkingin 'frekjuskarð' (skarð milli tanna) hefur síðan færst yfir á orðið 'skáldaskarð' vegna þess að orðin enduðu bæði á -skarð.

Mynd: www.teethgap.com

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

23.9.2004

Spyrjandi

Sólrún Sigurgeirsdóttir

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Af hverju kallast bilið sem myndast milli framtannanna í efra gómi „frekjuskarð“?“ Vísindavefurinn, 23. september 2004, sótt 27. júlí 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=4527.

Guðrún Kvaran. (2004, 23. september). Af hverju kallast bilið sem myndast milli framtannanna í efra gómi „frekjuskarð“? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=4527

Guðrún Kvaran. „Af hverju kallast bilið sem myndast milli framtannanna í efra gómi „frekjuskarð“?“ Vísindavefurinn. 23. sep. 2004. Vefsíða. 27. júl. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=4527>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Af hverju kallast bilið sem myndast milli framtannanna í efra gómi „frekjuskarð“?
Frekjuskarð er skarð milli framtanna í efra gómi. Það er líka nefnt skáldaskarð en skáldaskarð er þó oftar haft um hökuskarð.



Hvaðan þessi heiti eru runnin er óvíst. Sú trú hefur fylgt hökuskarði að sá sem þannig fæðist verði skáldmæltur. Þangað er sótt orðið skáldaskarð. Hugsanlegt er að einhver ónafngreindur frekur karl eða frek kona hafi haft skarð milli framtanna og það síðan verið yfirfært á aðra sem þóttu frekir.

Merkingin 'frekjuskarð' (skarð milli tanna) hefur síðan færst yfir á orðið 'skáldaskarð' vegna þess að orðin enduðu bæði á -skarð.

Mynd: www.teethgap.com...