Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað verður um rótina þegar maður missir tönn?

Fyrsta fullorðinstönnin kemur við 6 ára aldurinn. Langoftast er það svokallaður sex ára jaxl sem kemur fyrir aftan barnatennurnar.

Hvorki sex ára jaxlinn né jaxlarnir þar fyrir aftan koma í staðinn fyrir barnatennur. Hins vegar myndast framtennur, augntennur og framjaxlar undir rótum eða á milli róta barnatannanna.

Eftir því sem þessar tennur þroskast og vaxa færast þær upp að yfirborði tannboganna og eyða smám saman rótum barnatannanna. Þegar líður að komutíma þessara tanna hafa rætur barnatannanna alveg eyðst og krónurnar losna og detta úr.Þetta svar er fengið af heimasíðu Tannverndarráðs www.tannheilsa.is og birt með góðfúslegu leyfi.

Mynd: South-African Dental Association

Útgáfudagur

27.9.2004

Spyrjandi

Viktoría Ómarsdóttir, f. 1991

Höfundur

heimasíða Tannverndarráðs

Tilvísun

Tannheilsa.is. „Hvað verður um rótina þegar maður missir tönn?“ Vísindavefurinn, 27. september 2004. Sótt 22. júlí 2019. http://visindavefur.is/svar.php?id=4532.

Tannheilsa.is. (2004, 27. september). Hvað verður um rótina þegar maður missir tönn? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=4532

Tannheilsa.is. „Hvað verður um rótina þegar maður missir tönn?“ Vísindavefurinn. 27. sep. 2004. Vefsíða. 22. júl. 2019. <http://visindavefur.is/svar.php?id=4532>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Anna Ingólfsdóttir

1952

Anna Ingólfsdóttir er prófessor í tölvunarfræði við HR og er einn af forstöðumönnum rannsóknaseturs í fræðilegri tölvunarfræði við sama skóla. Sérsvið Önnu er fræðileg tövunarfræði með áherslu á merkingafræði og réttleika gagnvirkra og samsíða hugbúnaðakerfa.