Í dag er skessujurtin mikið notuð í teblöndur auk þess sem efni úr henni eru notuð til meðferðar á ýmsum kvillum sem hrjá okkur mannfólkið. Sem dæmi má nefna nýrnasteina, malaríu, hálsbólgu, gigt, brjósthimnubólgu, þvagsýrugigt og tíðarverki.
Neysla á skessujurt á að örva matarlyst og hún þykir afar góð kryddjurt, en bragðið minnir um margt á blaðselju (sellerí). Víða í Evrópu er jurtin mikið notuð í ýmsar tegundir líkjöra, jurtabrennivín, sósur og súpur. Auk þess er algengt að steikja laufblöðin á pönnu ásamt ungum ferskum stilkum.
Þar sem jurtin hefur mjög þvaglosandi áhrif er mikilvægt að þeir sem neyta hennar í einhverjum mæli drekki mikið vatn. Þeim sem eru veikir fyrir hjarta eða í nýrum eða þjást af bólgum í þvagkerfi er bent á að neyta ekki skessujurtar nema að höfðu samráði við lækni. Það sama á við um ófrískar konur og konur með barn á brjósti.
Önnur svör um lækningajurtir á Vísindavefnum eftir Sigmund Guðbjarnason:- Er ætihvönn góð sem grasalyf og ef svo er, hvernig er hún þá matreidd?
- Hvernig planta er vallhumall (Achillea millefolium) og hvernig hefur hún verið notuð?
- An Online Encyclopaedia: The Umbelliferae Family of the British Isles
- Healthtouch.com
- Innvista.com
- Penn State, Department of Horticulture