Sólin Sólin Rís 06:37 • sest 20:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:16 • Síðdegis: 22:39 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:58 • Síðdegis: 16:38 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 06:37 • sest 20:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:16 • Síðdegis: 22:39 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:58 • Síðdegis: 16:38 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaða tungumál töluðu Föníkar?

JGÞ

Spurningin í heild sinni hljómaði svona:
Hvaða tungumál töluðu Föníkar (er að reyna að skrifa ritgerð)?
Fönikía nefndist semískt fornríki í Litlu-Asíu. Ríkið var á um 200 km langri sléttu fyrir botni Miðjarðarhafs, þar sem nú er Líbanon, Sýrland og Palestína.


Fönikía sést hér við botn Miðjarðarhafs en gullituðu landsvæðin annars staðar á kortinu tákna nýlendur Föníka. Ein af borgum Fönikíu hét Berytos en þar er núna borgin Beirút.

Heitið semítar er notað um þær þjóðir sem tala eða töluðu semísk mál. Samkvæmt Gamla testamentinu voru semítar afkomendur Sems sem var elsti sonur Nóa. Semísku málunum er skipt í tvennt:
  • austur-semísk mál sem eru öll útdauð
  • vestur-semísk mál, til dæmis hebreska og arameíska
Fönikíumenn töluðu fönikísku sem telst vera vestur-semískt mál eins og púnverska sem Karþagómenn töluðu.

Föníkar voru fyrstir til að nota stafróf þar sem hvert tákn stendur fyrir eitt hljóð.

Með því að smella á þennan tengil er hægt að hlusta á arameísku sem er náskyld fönikísku.

Heimildir og kort:

Höfundur

Jón Gunnar Þorsteinsson

bókmenntafræðingur og ritstjóri Vísindavefsins

Útgáfudagur

5.10.2004

Síðast uppfært

8.11.2018

Spyrjandi

Arnar Þór Kristjánsson, f. 1988

Tilvísun

JGÞ. „Hvaða tungumál töluðu Föníkar?“ Vísindavefurinn, 5. október 2004, sótt 10. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=4544.

JGÞ. (2004, 5. október). Hvaða tungumál töluðu Föníkar? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=4544

JGÞ. „Hvaða tungumál töluðu Föníkar?“ Vísindavefurinn. 5. okt. 2004. Vefsíða. 10. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=4544>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvaða tungumál töluðu Föníkar?
Spurningin í heild sinni hljómaði svona:

Hvaða tungumál töluðu Föníkar (er að reyna að skrifa ritgerð)?
Fönikía nefndist semískt fornríki í Litlu-Asíu. Ríkið var á um 200 km langri sléttu fyrir botni Miðjarðarhafs, þar sem nú er Líbanon, Sýrland og Palestína.


Fönikía sést hér við botn Miðjarðarhafs en gullituðu landsvæðin annars staðar á kortinu tákna nýlendur Föníka. Ein af borgum Fönikíu hét Berytos en þar er núna borgin Beirút.

Heitið semítar er notað um þær þjóðir sem tala eða töluðu semísk mál. Samkvæmt Gamla testamentinu voru semítar afkomendur Sems sem var elsti sonur Nóa. Semísku málunum er skipt í tvennt:
  • austur-semísk mál sem eru öll útdauð
  • vestur-semísk mál, til dæmis hebreska og arameíska
Fönikíumenn töluðu fönikísku sem telst vera vestur-semískt mál eins og púnverska sem Karþagómenn töluðu.

Föníkar voru fyrstir til að nota stafróf þar sem hvert tákn stendur fyrir eitt hljóð.

Með því að smella á þennan tengil er hægt að hlusta á arameísku sem er náskyld fönikísku.

Heimildir og kort: