Sólin Sólin Rís 06:43 • sest 20:03 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:43 • Síðdegis: 25:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:01 • Síðdegis: 19:24 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 06:43 • sest 20:03 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:43 • Síðdegis: 25:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:01 • Síðdegis: 19:24 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Geta anakondur étið menn í heilu lagi?

Jón Már Halldórsson

Hér er einnig svarað spurningunni:
Hvað vitið þið um anakondur?

Anakondur tilheyra ætt kyrkislanga (boidae) en innan hennar eru einnig aðrar stórvaxnar slöngur svo sem pítuslöngur og bóa-kyrkislöngur. Tvær tegundir kyrkislanga ganga undir heitinu anakonda. Sú stærri er yfirleitt nefnd risa anakondan eða græna anakondan (Eunectes murinus, e. giant anaconda, green anaconda) en sú minni kallast suðræna anakondan eða gula anakonda (Eunectes notaeus, e. yellow anaconda).

Í þessu svari verður fyrst og fremst fjallað um grænu anakonduna sem margir skriðdýrafræðingar hafa nefnt hina eiginlegu anakondu og er nær undantekningalaust átt við hana þegar minnst er á anakondur í ræðu eða riti.

Heimkynni hennar eru í Suður-Ameríku austan Andesfjalla, aðallega á vatnasviði Amazon og Orinocofljóts. Anakondur kunna best við sig í vatni en koma þó oft upp á þurrt land og sóla sig í trjám á árbökkum.



Græna anakondan er sannkallaður risi meðal slangna heimsins. Meðallengd hennar er um 6 metrar en mest getur hún orðið um 9 metrar. Þetta er svipuð lengd og mælst hefur hjá frænku hennar flekkjapítuslöngunni eða netslöngunni (Python reticulatus) en lengsta slanga sem fundist hefur er af þeirri tegund og mældist hún rúmir 11 metrar á lengd. Anakondur eru að jafnaði mun þyngri og sterklegri en netslöngur af sambærilegri lengd og geta orðið allt að 250 kg að þyngd. Gula anakondan verður að meðaltali um 3-4 metrar.



Anakondur eru ekki eitraðar frekar en aðrar stórvaxnar kyrkislöngur enda þurfa þær ekki á eitri að halda til að lama bráð sína. Þegar anakonda hefur náð taki á fórnarlambi sínu með kjaftinum þá vefur hún sér um það og kæfir hægt og örugglega.

Stærstu dýrin sem anakondan veiðir geta verið vel yfir 100 kg. Til eru frásagnir breskra landkönnuða frá 19. öld af því að anakondur hafi gleypt jagúar í heilu lagi en slík dýr eru ekki hluti af hefðbundinni fæðu slöngunnar. Helsta fæða hennar eru fenjasvín (capybara), tapírar, suður-amerísk villisvín (peccaríu-svín), dádýr og jafnvel cayman-krókódílar, skjaldbökur og fiskar. Hin síðari ár hefur það komið sífellt oftar fyrir að anakondur hafi gleypt sauðfé. Algengasta fæða yngri og minni einstaklinga eru mýs, fiskar, froskar og jafnvel hænur sem eru á vappi við árbakka. Anakondan er lengi að melta fæðuna og eftir stóra máltíð þarf hún ekki að nærast í nokkrar vikur heldur kemur sér fyrir á rólegum stað og heldur þar kyrru fyrir.

Líffræðingurinn Jesus Rivas hefur rannsakað anakondur frá 1992 og komist að ýmsu um líffræði þessara slangna sem áður var óþekkt. Meðal annars má nefna fyrirbæri sem hann kallaði „æxlunarbolta“ og samanstendur af tveimur til tólf karlslöngum sem eru samanvafðar utan um eina kvenslöngu. Slíkt háttarlag, sem er einhvers konar glíma um kvendýrið og getur staðið yfir í allt að fjórar vikur, hefur reynst vísindamönnunum ómetanlegt þegar þeir hafa þurft að safna þessum slöngum vegna rannsókna.



Meðgöngutími anakondunnar er yfirleitt um 6 mánuðir og kvendýrið gýtur kvikum ungum (viviparous) en verpir ekki eggjum líkt og flestar slöngutegundir (sjá svar sama höfundar við spurningunni Hvort verpa slöngur eggjum eða fæða lifandi afkvæmi?. Yfirleitt eru afkvæmin á bilinu 20-30 talsins en stærstu kvendýrin geta eignast yfir 100 unga. Ungarnir eru um 60 cm á lengd. Nokkrum klukkustundum eftir got eru þeir farnir að synda um og veiða sér smá skordýr og fiska til matar. Stór hluti unganna nær þó aldrei fullorðinsaldri heldur endar ævina í kjöftum annarra rándýra, svo sem cayman-krókódíla og annarra afræningja. Líkt og aðrar slöngur halda anakondur áfram að vaxa allt sitt líf. Þær ná kynþroska við 3-4 ára aldur en eftir það hægist mjög á vextinum.

Ýkjusögur um stærð anakondunnar og meint mannát þeirra hafa lengi verið vinsælar. Sem dæmi má nefna flökkusögu sem gekk á netinu fyrir skömmu af anakondu sem átti að hafa gleypt suður-amerískan dreng meðan hann svaf. Sagan var studd ljósmynd en þegar betur var rýnt í myndina sást að hún var ekki af anakondu heldur stórvaxinni tegund af ættkvíslinni Boa. Drengurinn átti að hvíla inni í skepnunni en greinilegt var að slangan hafði gleypt eitthvað annað. Önnur ljósmynd átti að sýna þegar slangan hafði verið opnuð og drengurinn dreginn út. Sú mynd var ekki í neinu samræmi við hina fyrri og greinilegt að hér var um fölsun að ræða.



Anakondur eru yfirleitt hræddar við menn líkt og svo mörg önnur dýr sem eiga að vera blóðþyrstar mannætur. Þegar anakonda veit af mönnum í nágrenni sínu er hún fljót að synda í burtu. Þó hefur það eflaust komið fyrir að þessar stórvöxnu kyrkislöngur hafi ráðist á menn og jafnvel drepið þá ef þeir hafa verið að þvælast á veiðisvæðum hennar.

Þessar flökkusögur um mannát anakondunnar eru lífseigar meðal íbúa Amazon- og Orinoco-svæðanna. Þar gerist það alltof oft að anakondur eru drepnar ef þær verða á vegi manna, enda teljast mannætur vera réttdræpar. Anakondum hefur fækkað mjög undanfarin 30 ár vegna veiða og vegna þess að búsvæði þeirra hafa verið eyðilögð. Tegundin er nú alfriðuð.

Myndir og frekari fróðleikur:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

8.10.2004

Spyrjandi

Jóhann Garðar Þorbjörnsson, f. 1988
Anna Kristín Atladóttir, f. 1989

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Geta anakondur étið menn í heilu lagi?“ Vísindavefurinn, 8. október 2004, sótt 12. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=4550.

Jón Már Halldórsson. (2004, 8. október). Geta anakondur étið menn í heilu lagi? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=4550

Jón Már Halldórsson. „Geta anakondur étið menn í heilu lagi?“ Vísindavefurinn. 8. okt. 2004. Vefsíða. 12. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=4550>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Geta anakondur étið menn í heilu lagi?
Hér er einnig svarað spurningunni:

Hvað vitið þið um anakondur?

Anakondur tilheyra ætt kyrkislanga (boidae) en innan hennar eru einnig aðrar stórvaxnar slöngur svo sem pítuslöngur og bóa-kyrkislöngur. Tvær tegundir kyrkislanga ganga undir heitinu anakonda. Sú stærri er yfirleitt nefnd risa anakondan eða græna anakondan (Eunectes murinus, e. giant anaconda, green anaconda) en sú minni kallast suðræna anakondan eða gula anakonda (Eunectes notaeus, e. yellow anaconda).

Í þessu svari verður fyrst og fremst fjallað um grænu anakonduna sem margir skriðdýrafræðingar hafa nefnt hina eiginlegu anakondu og er nær undantekningalaust átt við hana þegar minnst er á anakondur í ræðu eða riti.

Heimkynni hennar eru í Suður-Ameríku austan Andesfjalla, aðallega á vatnasviði Amazon og Orinocofljóts. Anakondur kunna best við sig í vatni en koma þó oft upp á þurrt land og sóla sig í trjám á árbökkum.



Græna anakondan er sannkallaður risi meðal slangna heimsins. Meðallengd hennar er um 6 metrar en mest getur hún orðið um 9 metrar. Þetta er svipuð lengd og mælst hefur hjá frænku hennar flekkjapítuslöngunni eða netslöngunni (Python reticulatus) en lengsta slanga sem fundist hefur er af þeirri tegund og mældist hún rúmir 11 metrar á lengd. Anakondur eru að jafnaði mun þyngri og sterklegri en netslöngur af sambærilegri lengd og geta orðið allt að 250 kg að þyngd. Gula anakondan verður að meðaltali um 3-4 metrar.



Anakondur eru ekki eitraðar frekar en aðrar stórvaxnar kyrkislöngur enda þurfa þær ekki á eitri að halda til að lama bráð sína. Þegar anakonda hefur náð taki á fórnarlambi sínu með kjaftinum þá vefur hún sér um það og kæfir hægt og örugglega.

Stærstu dýrin sem anakondan veiðir geta verið vel yfir 100 kg. Til eru frásagnir breskra landkönnuða frá 19. öld af því að anakondur hafi gleypt jagúar í heilu lagi en slík dýr eru ekki hluti af hefðbundinni fæðu slöngunnar. Helsta fæða hennar eru fenjasvín (capybara), tapírar, suður-amerísk villisvín (peccaríu-svín), dádýr og jafnvel cayman-krókódílar, skjaldbökur og fiskar. Hin síðari ár hefur það komið sífellt oftar fyrir að anakondur hafi gleypt sauðfé. Algengasta fæða yngri og minni einstaklinga eru mýs, fiskar, froskar og jafnvel hænur sem eru á vappi við árbakka. Anakondan er lengi að melta fæðuna og eftir stóra máltíð þarf hún ekki að nærast í nokkrar vikur heldur kemur sér fyrir á rólegum stað og heldur þar kyrru fyrir.

Líffræðingurinn Jesus Rivas hefur rannsakað anakondur frá 1992 og komist að ýmsu um líffræði þessara slangna sem áður var óþekkt. Meðal annars má nefna fyrirbæri sem hann kallaði „æxlunarbolta“ og samanstendur af tveimur til tólf karlslöngum sem eru samanvafðar utan um eina kvenslöngu. Slíkt háttarlag, sem er einhvers konar glíma um kvendýrið og getur staðið yfir í allt að fjórar vikur, hefur reynst vísindamönnunum ómetanlegt þegar þeir hafa þurft að safna þessum slöngum vegna rannsókna.



Meðgöngutími anakondunnar er yfirleitt um 6 mánuðir og kvendýrið gýtur kvikum ungum (viviparous) en verpir ekki eggjum líkt og flestar slöngutegundir (sjá svar sama höfundar við spurningunni Hvort verpa slöngur eggjum eða fæða lifandi afkvæmi?. Yfirleitt eru afkvæmin á bilinu 20-30 talsins en stærstu kvendýrin geta eignast yfir 100 unga. Ungarnir eru um 60 cm á lengd. Nokkrum klukkustundum eftir got eru þeir farnir að synda um og veiða sér smá skordýr og fiska til matar. Stór hluti unganna nær þó aldrei fullorðinsaldri heldur endar ævina í kjöftum annarra rándýra, svo sem cayman-krókódíla og annarra afræningja. Líkt og aðrar slöngur halda anakondur áfram að vaxa allt sitt líf. Þær ná kynþroska við 3-4 ára aldur en eftir það hægist mjög á vextinum.

Ýkjusögur um stærð anakondunnar og meint mannát þeirra hafa lengi verið vinsælar. Sem dæmi má nefna flökkusögu sem gekk á netinu fyrir skömmu af anakondu sem átti að hafa gleypt suður-amerískan dreng meðan hann svaf. Sagan var studd ljósmynd en þegar betur var rýnt í myndina sást að hún var ekki af anakondu heldur stórvaxinni tegund af ættkvíslinni Boa. Drengurinn átti að hvíla inni í skepnunni en greinilegt var að slangan hafði gleypt eitthvað annað. Önnur ljósmynd átti að sýna þegar slangan hafði verið opnuð og drengurinn dreginn út. Sú mynd var ekki í neinu samræmi við hina fyrri og greinilegt að hér var um fölsun að ræða.



Anakondur eru yfirleitt hræddar við menn líkt og svo mörg önnur dýr sem eiga að vera blóðþyrstar mannætur. Þegar anakonda veit af mönnum í nágrenni sínu er hún fljót að synda í burtu. Þó hefur það eflaust komið fyrir að þessar stórvöxnu kyrkislöngur hafi ráðist á menn og jafnvel drepið þá ef þeir hafa verið að þvælast á veiðisvæðum hennar.

Þessar flökkusögur um mannát anakondunnar eru lífseigar meðal íbúa Amazon- og Orinoco-svæðanna. Þar gerist það alltof oft að anakondur eru drepnar ef þær verða á vegi manna, enda teljast mannætur vera réttdræpar. Anakondum hefur fækkað mjög undanfarin 30 ár vegna veiða og vegna þess að búsvæði þeirra hafa verið eyðilögð. Tegundin er nú alfriðuð.

Myndir og frekari fróðleikur:...