Sólin Sólin Rís 09:35 • sest 16:47 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:54 • Sest 21:49 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:43 • Síðdegis: 23:23 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:07 • Síðdegis: 17:18 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:35 • sest 16:47 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:54 • Sest 21:49 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:43 • Síðdegis: 23:23 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:07 • Síðdegis: 17:18 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver er munurinn á að hafa i eða y í orði þar sem það heyrist ekkert öðruvísi?

Guðrún Kvaran

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Í elsta sérhljóðakerfi íslensku voru sérhljóðarnir i og y bornir fram á tvo vegu. Sérhljóðið i var þá borið fram líkt og í nú. Það er og var ókringt, það er varirnar eru ekki hringmyndaðar eins og til dæmis þegar u er borið fram. Sérhljóðið e var borið fram líkt og i nú. Sérhljóðið y aftur á móti var kringt eins og í dönsku, varirnar hringmyndaðar þegar það var myndað.



Þegar sérhljóð í íslensku voru sem flest voru þau 27 talsins, en strax á 12. öld fór þeim að fækka og hljóð að renna saman. Þegar kom fram á 15. öld afkringdust y, ý og tvíhljóðið ey, varinar voru ekki lengur hringmyndaðar, og þau féllu saman við i, í og ei. Gert er ráð fyrir að sú breyting hafi verið um garð gengin á 17. öld.

Þrátt fyrir þennan samruna hafa menn verið fastheldnir á y, ý og ey í stafsetningu. Í lok 19. aldar kom þó fram tillaga um að færa stafsetningu nær framburði en sú hugmynd var mjög í tísku í nágrannalöndunum um þær mundir. Árið 1889 flutti Björn M. Ólsen, síðar háskólarektur, þekktan fyrirlestur þar sem meðal annars kom fram að útrýma skyldi y, ý og z með öllu úr stafsetningu. Sjálfur tók hann þessa stafsetningu upp og ýmsir voru henni fylgjandi, en hún náði þó ekki að festast. Stuðningsmenn bókstafanna y og ý héldu því fram að fólk myndi glata tilfinningu fyrir uppruna orða ef þeir yrðu felldir brott í stafsetningu og sú skoðun er ríkjandi enn í dag.

Síðustu reglur um stafsetningu eru frá 1974. Áður en þær voru samþykktar heyrðust aftur raddir um að leggja niður að skrifa y, ý og z. Samþykki náðist um z en lítill hljómgrunnur varð við hinni tillögunni.

Mynd: SHJ

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

14.10.2004

Spyrjandi

Ingibjörg Stefanía Eiðsdóttir
Jón Aldar

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hver er munurinn á að hafa i eða y í orði þar sem það heyrist ekkert öðruvísi?“ Vísindavefurinn, 14. október 2004, sótt 8. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=4556.

Guðrún Kvaran. (2004, 14. október). Hver er munurinn á að hafa i eða y í orði þar sem það heyrist ekkert öðruvísi? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=4556

Guðrún Kvaran. „Hver er munurinn á að hafa i eða y í orði þar sem það heyrist ekkert öðruvísi?“ Vísindavefurinn. 14. okt. 2004. Vefsíða. 8. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=4556>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hver er munurinn á að hafa i eða y í orði þar sem það heyrist ekkert öðruvísi?
Í elsta sérhljóðakerfi íslensku voru sérhljóðarnir i og y bornir fram á tvo vegu. Sérhljóðið i var þá borið fram líkt og í nú. Það er og var ókringt, það er varirnar eru ekki hringmyndaðar eins og til dæmis þegar u er borið fram. Sérhljóðið e var borið fram líkt og i nú. Sérhljóðið y aftur á móti var kringt eins og í dönsku, varirnar hringmyndaðar þegar það var myndað.



Þegar sérhljóð í íslensku voru sem flest voru þau 27 talsins, en strax á 12. öld fór þeim að fækka og hljóð að renna saman. Þegar kom fram á 15. öld afkringdust y, ý og tvíhljóðið ey, varinar voru ekki lengur hringmyndaðar, og þau féllu saman við i, í og ei. Gert er ráð fyrir að sú breyting hafi verið um garð gengin á 17. öld.

Þrátt fyrir þennan samruna hafa menn verið fastheldnir á y, ý og ey í stafsetningu. Í lok 19. aldar kom þó fram tillaga um að færa stafsetningu nær framburði en sú hugmynd var mjög í tísku í nágrannalöndunum um þær mundir. Árið 1889 flutti Björn M. Ólsen, síðar háskólarektur, þekktan fyrirlestur þar sem meðal annars kom fram að útrýma skyldi y, ý og z með öllu úr stafsetningu. Sjálfur tók hann þessa stafsetningu upp og ýmsir voru henni fylgjandi, en hún náði þó ekki að festast. Stuðningsmenn bókstafanna y og ý héldu því fram að fólk myndi glata tilfinningu fyrir uppruna orða ef þeir yrðu felldir brott í stafsetningu og sú skoðun er ríkjandi enn í dag.

Síðustu reglur um stafsetningu eru frá 1974. Áður en þær voru samþykktar heyrðust aftur raddir um að leggja niður að skrifa y, ý og z. Samþykki náðist um z en lítill hljómgrunnur varð við hinni tillögunni.

Mynd: SHJ...