Þegar sérhljóð í íslensku voru sem flest voru þau 27 talsins, en strax á 12. öld fór þeim að fækka og hljóð að renna saman. Þegar kom fram á 15. öld afkringdust y, ý og tvíhljóðið ey, varinar voru ekki lengur hringmyndaðar, og þau féllu saman við i, í og ei. Gert er ráð fyrir að sú breyting hafi verið um garð gengin á 17. öld. Þrátt fyrir þennan samruna hafa menn verið fastheldnir á y, ý og ey í stafsetningu. Í lok 19. aldar kom þó fram tillaga um að færa stafsetningu nær framburði en sú hugmynd var mjög í tísku í nágrannalöndunum um þær mundir. Árið 1889 flutti Björn M. Ólsen, síðar háskólarektur, þekktan fyrirlestur þar sem meðal annars kom fram að útrýma skyldi y, ý og z með öllu úr stafsetningu. Sjálfur tók hann þessa stafsetningu upp og ýmsir voru henni fylgjandi, en hún náði þó ekki að festast. Stuðningsmenn bókstafanna y og ý héldu því fram að fólk myndi glata tilfinningu fyrir uppruna orða ef þeir yrðu felldir brott í stafsetningu og sú skoðun er ríkjandi enn í dag. Síðustu reglur um stafsetningu eru frá 1974. Áður en þær voru samþykktar heyrðust aftur raddir um að leggja niður að skrifa y, ý og z. Samþykki náðist um z en lítill hljómgrunnur varð við hinni tillögunni. Mynd: SHJ
Þegar sérhljóð í íslensku voru sem flest voru þau 27 talsins, en strax á 12. öld fór þeim að fækka og hljóð að renna saman. Þegar kom fram á 15. öld afkringdust y, ý og tvíhljóðið ey, varinar voru ekki lengur hringmyndaðar, og þau féllu saman við i, í og ei. Gert er ráð fyrir að sú breyting hafi verið um garð gengin á 17. öld. Þrátt fyrir þennan samruna hafa menn verið fastheldnir á y, ý og ey í stafsetningu. Í lok 19. aldar kom þó fram tillaga um að færa stafsetningu nær framburði en sú hugmynd var mjög í tísku í nágrannalöndunum um þær mundir. Árið 1889 flutti Björn M. Ólsen, síðar háskólarektur, þekktan fyrirlestur þar sem meðal annars kom fram að útrýma skyldi y, ý og z með öllu úr stafsetningu. Sjálfur tók hann þessa stafsetningu upp og ýmsir voru henni fylgjandi, en hún náði þó ekki að festast. Stuðningsmenn bókstafanna y og ý héldu því fram að fólk myndi glata tilfinningu fyrir uppruna orða ef þeir yrðu felldir brott í stafsetningu og sú skoðun er ríkjandi enn í dag. Síðustu reglur um stafsetningu eru frá 1974. Áður en þær voru samþykktar heyrðust aftur raddir um að leggja niður að skrifa y, ý og z. Samþykki náðist um z en lítill hljómgrunnur varð við hinni tillögunni. Mynd: SHJ
Útgáfudagur
14.10.2004
Spyrjandi
Ingibjörg Stefanía Eiðsdóttir
Jón Aldar
Tilvísun
Guðrún Kvaran. „Hver er munurinn á að hafa i eða y í orði þar sem það heyrist ekkert öðruvísi?“ Vísindavefurinn, 14. október 2004, sótt 8. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=4556.
Guðrún Kvaran. (2004, 14. október). Hver er munurinn á að hafa i eða y í orði þar sem það heyrist ekkert öðruvísi? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=4556
Guðrún Kvaran. „Hver er munurinn á að hafa i eða y í orði þar sem það heyrist ekkert öðruvísi?“ Vísindavefurinn. 14. okt. 2004. Vefsíða. 8. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=4556>.