Sólin Sólin Rís 06:34 • sest 20:13 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:29 • Sest 19:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:34 • Síðdegis: 21:50 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:24 • Síðdegis: 15:50 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 06:34 • sest 20:13 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:29 • Sest 19:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:34 • Síðdegis: 21:50 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:24 • Síðdegis: 15:50 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju eru vettlingar ekki kallaðir handklæði og öfugt?

Guðrún Kvaran

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Bæði orðin handklæði og vettlingur koma fyrir þegar í fornu máli. Vettlingur er smækkunarorð myndað með smækkunarviðskeytinu -lingur af vöttur sem notað var um hanska eða grófa vettlinga. Vöttur er gamalt orð í germönskum málum, en íslenska telst til þeirrar greinar sem nefnist norðurgermönsk mál. Dæmi um skyld orð eru til að mynda í öllum Norðurlandamálum, lágþýsku og hollensku, en í germönsk mál hafa þau borist sem tökuorð úr miðaldalatínu wantus. Íslenska orðið vettlingur sem merkir í raun 'lítill vöttur' er orðið til með innlendri orðmyndun.

Handklæði, um dúk til að þurrka sér á, á sér einnig samsvaranir í öðrum málum svo sem Norðurlandamálum og þýsku, til dæmis håndklæde í dönsku, handduk í sænsku og Handtuch í þýsku.

Uppruni og löng hefð hafa ráðið þeirri merkingu sem orðin hafa í íslensku.

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

24.5.2000

Spyrjandi

Sævar Þór Halldórsson, f. 1985

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Af hverju eru vettlingar ekki kallaðir handklæði og öfugt?“ Vísindavefurinn, 24. maí 2000, sótt 9. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=457.

Guðrún Kvaran. (2000, 24. maí). Af hverju eru vettlingar ekki kallaðir handklæði og öfugt? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=457

Guðrún Kvaran. „Af hverju eru vettlingar ekki kallaðir handklæði og öfugt?“ Vísindavefurinn. 24. maí. 2000. Vefsíða. 9. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=457>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Af hverju eru vettlingar ekki kallaðir handklæði og öfugt?
Bæði orðin handklæði og vettlingur koma fyrir þegar í fornu máli. Vettlingur er smækkunarorð myndað með smækkunarviðskeytinu -lingur af vöttur sem notað var um hanska eða grófa vettlinga. Vöttur er gamalt orð í germönskum málum, en íslenska telst til þeirrar greinar sem nefnist norðurgermönsk mál. Dæmi um skyld orð eru til að mynda í öllum Norðurlandamálum, lágþýsku og hollensku, en í germönsk mál hafa þau borist sem tökuorð úr miðaldalatínu wantus. Íslenska orðið vettlingur sem merkir í raun 'lítill vöttur' er orðið til með innlendri orðmyndun.

Handklæði, um dúk til að þurrka sér á, á sér einnig samsvaranir í öðrum málum svo sem Norðurlandamálum og þýsku, til dæmis håndklæde í dönsku, handduk í sænsku og Handtuch í þýsku.

Uppruni og löng hefð hafa ráðið þeirri merkingu sem orðin hafa í íslensku....