Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hverjir rannsaka eldgos?

Eldfjallafræði er þverfagleg fræðigrein þar sem vísindamenn með margvíslegan bakgrunn leggjast á eitt við rannsóknir á eldvirkni. Jarðvísindamenn eru stærsti hópurinn og þeir fást við rannsóknir á öllum hliðum eldgosa. Aðrir sem koma að rannsóknum eldgosa eru til dæmis líffræðingar, sagnfræðingar og læknar sem rannsaka meðal annars áhrif eldgosa á líf og samfélag.

Jarðeðlisfræðingar mæla jarðskjálfta og jarðskorpuhreyfingar samfara gosum til að meta með hvaða hætti kvikuhreyfingar eiga sér stað neðanjarðar. Ef eldgos kemur upp undir jökli þá rannsaka jökla- og vatnafræðingar bráðnun og viðbrögð jökulsins við gosinu, og hugsanleg jökulhlaup tengd þeim.Gosmökkurinn er rannsóknarefni veðurfræðinga, sem nota líkanreikninga til að skilja hegðun gosmakka og reyna þannig að meta hvar líkur eru á öskufalli og hvar þarf að bægja frá flugumferð. Hegðun eldgosa og gosefni, það er hraun og gjóska, eiginleikar þeirra og útbreiðsla eru rannsökuð af jarðfræðingum, sem til dæmis kortleggja dreifingu gosefna og rannsaka efnasamsetningu þeirra.Samstarf breiðs hóps vísindamanna við rannsóknir á eldgosum er líklegast til að skila mestum árangri og auknum skilningi á eðli eldgosa. Á Íslandi eru rannsóknir á eldgosum og afleiðingum þeirra meðal annars stundaðar á Jarðvísindastofnun Háskólans, Veðurstofu Íslands, hjá Íslenskum orkurannsóknum, Vatnamælingum Orkustofnunar og Náttúrufræðistofnun.

Á Vísindavefnum er að finna fleiri áhugaverð svör um eldgos, til dæmis:

Myndir:
  • Landvernd.is - ljósmyndari: Oddur Sigurðsson
  • Páll Imsland, Tímarit Háskóla Íslands, nr. 5, 5. árg. 1. tbl. 1990, bls. 91.

Útgáfudagur

25.10.2004

Spyrjandi

Þorsteinn Elías, f. 1991

Höfundur

Freysteinn Sigmundsson

Norræna eldfjallasetrinu, Jarðvísindastofnun Háskólans

Tilvísun

Freysteinn Sigmundsson. „Hverjir rannsaka eldgos?“ Vísindavefurinn, 25. október 2004. Sótt 14. október 2019. http://visindavefur.is/svar.php?id=4572.

Freysteinn Sigmundsson. (2004, 25. október). Hverjir rannsaka eldgos? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=4572

Freysteinn Sigmundsson. „Hverjir rannsaka eldgos?“ Vísindavefurinn. 25. okt. 2004. Vefsíða. 14. okt. 2019. <http://visindavefur.is/svar.php?id=4572>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Jóhannes Dagsson

1975

Jóhannes Dagsson er lektor við Listaháskóla Íslands. Rannsóknarsvið Jóhannesar liggur á mörkum hugspeki, málspeki og fagurfræði. Í rannsóknum sínum fæst hann við spurningar um merkingu og skynjun í samhengi listaverksins.