Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvor er hærra settur hershöfðingi eða flotaforingi?

Samkvæmt skilgreiningu orðabanka Íslenskrar málstöðvar er hershöfðingi:
Liðsforingi (fjögurra stjörnu) í land- og flugher, ofar að tign en undirhershöfðingi og neðar en marskálkur; stundum af æðstu tign og þá yfirmaður alls herafla í samvinnu við varnamálaráðherra og ríkisstjórn.
Í sömu heimild er flotaforingi skilgreindur svona:
sjóliðsforingi (fjögurra stjörnu) ofar að tign en varaaðmíráll og neðar en flotaaðmíráll.
Tignarstöðurnar hershöfðingi og flotaforingi samsvara flokki OF-9 innan NATO. Tignarstaðan OF-10 samsvarar marskálkum og flotaaðmírálum sem finna má í Bretlandi og Bandaríkjunum. Þær stöður eru alla jafna ekki veittar nema við sérstakar aðstæður, til að mynda þegar hernaðarástand ríkir.

Af þessu má ráða að báðar tignarstöðurnar eru jafnvígar innan sinna stofnana. Þar eru þær báðar að jafnaði æðstar. Vert er þó að benda á lokaskilgreininguna á hershöfðingja. Einstaka sinnum getur einstaklingur gegnt sæmdarheitinu hershöfðingi en samt sem áður verið æðsti herstjórnandi liðsafla viðkomandi lands. Í því tilfelli er hann þá klárlega hærra settur en flotaforingi. En þá hefur hann hlotið tign sem samsvarar flokki OF-10 og gegnt er af marskálkum og flotaaðmírálum.

Heimildir:

Útgáfudagur

26.10.2004

Spyrjandi

Ragnar Sveinn Guðlaugsson, f. 1995

Höfundur

sagnfræðingur

Tilvísun

Skúli Sæland. „Hvor er hærra settur hershöfðingi eða flotaforingi?“ Vísindavefurinn, 26. október 2004. Sótt 20. janúar 2019. http://visindavefur.is/svar.php?id=4575.

Skúli Sæland. (2004, 26. október). Hvor er hærra settur hershöfðingi eða flotaforingi? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=4575

Skúli Sæland. „Hvor er hærra settur hershöfðingi eða flotaforingi?“ Vísindavefurinn. 26. okt. 2004. Vefsíða. 20. jan. 2019. <http://visindavefur.is/svar.php?id=4575>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Ingibjörg Gunnarsdóttir

1974

Ingibjörg Gunnarsdóttir er prófessor í næringarfræði við Matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands og forstöðumaður Rannsóknastofu í næringarfræði við Háskóla Íslands og Landspítala. Ingibjörg hefur rannsakað áhrif næringar á meðgöngu á heilsu móður og tengsl næringar og vaxtar fyrstu ár ævinnar við heilsu allt fram á fullorðins ár.