Sólin Sólin Rís 03:37 • sest 23:15 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:00 • Síðdegis: 20:21 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:01 • Síðdegis: 14:02 í Reykjavík
Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Hafa fjölmiðlar áhrif á þróun íslenskrar tungu?

Guðrún Kvaran

Vissulega geta fjölmiðlar haft áhrif á málfar almennings bæði til ills og góðs en mikilvægt er að þeir sýni gott fordæmi í hvívetna. Þeir eiga að vera fyrirmynd um vandað mál. Allir, sem orðnir eru læsir, lesa eitthvað í dagblöðum nær daglega og allir hlusta á útvarp og/eða sjónvarp.

Ef við lítum fyrst á prentuðu fjölmiðlana, dagblöðin, þá getur lélegur frágangur og slæmur prófarkalestur, leitt til þess að lesendur, sem ekki eru sleipir í stafsetningu, verða enn óöruggari. Oft má til dæmis sjá að lýsingarorð í karlkyni þolfalli eru skrifuð með tveimur n-um, til dæmis allann daginn í stað allan daginn. Reglan er að lýsingarorð í karlkyni sem enda á -ur í nefnifalli fá endinguna -an í þolfalli, það er, eru skrifuð með einu n-i.

Annað dæmi, sem oft sést, er að -j- er sett inn í beygingarmyndir þar sem það á ekki að vera, til dæmis þótt þú deyjir, ef þú sæjir í stað þótt þú deyir, ef þú sæir. Þar er reglan sú að -j- kemur ekki fram í beygingu milli sérhljóða og -i-. Ef mikil brögð eru að stafsetningarvillum geta þær haft neikvæð áhrif á færni margra til að stafsetja rétt þar sem þeir líta að dagblöðin sem fyrirmyndir.

Bæði í blöðum og talmiðlum (útvarpi og sjónvarpi) sjást og heyrast rangar beygingarmyndir sem smám saman geta smitað út frá sér. Sem dæmi mætti nefna kvenkynsorð sem enda á -ing þegar þau standa í eignarfalli, til dæmis vegna sundrungu, vegna sameiningu. Endingin á að vera -ar, vegna sundrungar, vegna sameiningar þar sem forsetningin vegna stýrir eignarfalli. Ranga myndin heyrist og sést æ oftar sem verður til þess að fleiri taka hana upp og telja að hún hljóti að vera rétt.

Röng notkun orðasambanda og fastra orðatiltækja getur einnig haft neikvæð áhrif sem og ofnotkun einstakra orðasambanda. Oft getur verið betra að leita að nýju orðasambandi en að grípa til einhvers sem virðist „í tísku“. Hverjir kannast ekki við ofnotkun orðasambandsins að vera vel/illa í stakk búinn ‘vera vel/illa undirbúinn eða viðbúinn’ eða finna smörþefinn af einhverju ‘kenna á einhverju, þola óþægilegar afleiðngar einhvers’. Bæði eru þau ágæt séu þau notuð í réttu umhverfi en þau eiga ekki alltaf við.

Yfirleitt tekst fjölmiðlum vel að koma efni sínu til skila á vönduðu máli þótt alltaf megi gera betur. Mörg nýyrði koma til dæmis fyrst fyrir almennings sjónir eða heyrast í blöðum, útvarpi og sjónvarpi og ná því að hasla sér völl í stað erlendra tökuorða. Helst ber á óþarfa slettum í spjallþáttum sjónvarpsstöðvanna þar sem góð og gild íslensk orð mætti alveg eins nota með sama áhrifamætti .

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

26.10.2004

Spyrjandi

Birgitta Baldursdóttir

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hafa fjölmiðlar áhrif á þróun íslenskrar tungu?“ Vísindavefurinn, 26. október 2004. Sótt 26. maí 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=4577.

Guðrún Kvaran. (2004, 26. október). Hafa fjölmiðlar áhrif á þróun íslenskrar tungu? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=4577

Guðrún Kvaran. „Hafa fjölmiðlar áhrif á þróun íslenskrar tungu?“ Vísindavefurinn. 26. okt. 2004. Vefsíða. 26. maí. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=4577>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hafa fjölmiðlar áhrif á þróun íslenskrar tungu?
Vissulega geta fjölmiðlar haft áhrif á málfar almennings bæði til ills og góðs en mikilvægt er að þeir sýni gott fordæmi í hvívetna. Þeir eiga að vera fyrirmynd um vandað mál. Allir, sem orðnir eru læsir, lesa eitthvað í dagblöðum nær daglega og allir hlusta á útvarp og/eða sjónvarp.

Ef við lítum fyrst á prentuðu fjölmiðlana, dagblöðin, þá getur lélegur frágangur og slæmur prófarkalestur, leitt til þess að lesendur, sem ekki eru sleipir í stafsetningu, verða enn óöruggari. Oft má til dæmis sjá að lýsingarorð í karlkyni þolfalli eru skrifuð með tveimur n-um, til dæmis allann daginn í stað allan daginn. Reglan er að lýsingarorð í karlkyni sem enda á -ur í nefnifalli fá endinguna -an í þolfalli, það er, eru skrifuð með einu n-i.

Annað dæmi, sem oft sést, er að -j- er sett inn í beygingarmyndir þar sem það á ekki að vera, til dæmis þótt þú deyjir, ef þú sæjir í stað þótt þú deyir, ef þú sæir. Þar er reglan sú að -j- kemur ekki fram í beygingu milli sérhljóða og -i-. Ef mikil brögð eru að stafsetningarvillum geta þær haft neikvæð áhrif á færni margra til að stafsetja rétt þar sem þeir líta að dagblöðin sem fyrirmyndir.

Bæði í blöðum og talmiðlum (útvarpi og sjónvarpi) sjást og heyrast rangar beygingarmyndir sem smám saman geta smitað út frá sér. Sem dæmi mætti nefna kvenkynsorð sem enda á -ing þegar þau standa í eignarfalli, til dæmis vegna sundrungu, vegna sameiningu. Endingin á að vera -ar, vegna sundrungar, vegna sameiningar þar sem forsetningin vegna stýrir eignarfalli. Ranga myndin heyrist og sést æ oftar sem verður til þess að fleiri taka hana upp og telja að hún hljóti að vera rétt.

Röng notkun orðasambanda og fastra orðatiltækja getur einnig haft neikvæð áhrif sem og ofnotkun einstakra orðasambanda. Oft getur verið betra að leita að nýju orðasambandi en að grípa til einhvers sem virðist „í tísku“. Hverjir kannast ekki við ofnotkun orðasambandsins að vera vel/illa í stakk búinn ‘vera vel/illa undirbúinn eða viðbúinn’ eða finna smörþefinn af einhverju ‘kenna á einhverju, þola óþægilegar afleiðngar einhvers’. Bæði eru þau ágæt séu þau notuð í réttu umhverfi en þau eiga ekki alltaf við.

Yfirleitt tekst fjölmiðlum vel að koma efni sínu til skila á vönduðu máli þótt alltaf megi gera betur. Mörg nýyrði koma til dæmis fyrst fyrir almennings sjónir eða heyrast í blöðum, útvarpi og sjónvarpi og ná því að hasla sér völl í stað erlendra tökuorða. Helst ber á óþarfa slettum í spjallþáttum sjónvarpsstöðvanna þar sem góð og gild íslensk orð mætti alveg eins nota með sama áhrifamætti . ...