Sólin Sólin Rís 03:58 • sest 22:53 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:24 • Sest 03:47 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:47 • Síðdegis: 16:21 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:07 • Síðdegis: 22:30 í Reykjavík

Hvernig þróuðust spenar á spendýrum?

Jón Már Halldórsson

Eitt helsta einkennið sem skilur að spendýr og önnur hryggdýr er sá hæfileiki að geta alið ungviði sitt á næringarríkri mjólk sem framleidd er í spenum (e. mammary glands). Það er hins vegar afar erfitt að svara nákvæmlega spurningunni um hvernig spenarnir komu til í þróun þessa hóps dýra.

Ýmsar kenningar hafa komið fram um uppruna þeirra og er helst talið að þeir hafi þróast frá fitukirtlum, fráseytandi svitakirtlum eða toppseytandi kirtlum meðal cynodonta, sem fræðimenn telja að séu hlekkurinn milli skriðdýra og spendýra. Cynodontar höfðu ýmis einkenni bæði skriðdýra og spendýra en um þau dýr er fjallað í svari sama höfundar við spurningunni Hvert var fyrsta spendýrið?Eitt af þeim fjölmörgu atriðum sem greina spendýr frá áum þeirra skriðdýrunum eru fjölmargar gerðir útkirtla sem eru í húð spendýra og hafa meðal annars með hitastjórnun að gera (svitakirtlar). Talið er að fyrsti vísirinn að spenum hafi að öllum líkindum verið einhvers konar kirtill sem hafi seytt þunnfljótandi vökva í feld móðurinnar. Ungviðið sleikti upp þennan vökva og fékk þannig lífsnauðsynleg næringarefni. Þessi kirtill þróaðist seinna í mun flóknara kerfi kirtla sem opnuðust í sameiginlegan gang sem leiddi vökvan þaðan út. Út frá ýmsum þáttum í fósturþroska og lífeðlisfræði spena telja vísindamenn mjög líklegt að upprunalega hafi þetta verið toppseytandi svitakirtlar sem hafi ummyndast í mjólkurkirtla.Bæði legköku- og pokaspendýr hafa spena en hjá nefdýrum (monotremata) sem eru frumstæðasti og upprunalegasti flokkur spendýra hefur þróunin ekki gengið jafn langt og hjá hinum flokkunum tveimur. Nefdýr hafa ekki spena heldur seyta alls um 100 til 150 kirtilfrumur mjólkurkenndum vökva hver í sínu lagi. Staðsetning kirtilopanna er við þykk hár á ákveðnu svæði á bringu kvendýranna eða á svipuðum stað og fitukirtlar eru staðsettir í venjulegum feldi. Ungviðið sýgur því hár móður sinnar. Telja fræðimenn að þetta sé það sem næst kemst upprunalegri byggingu mjólkurkirtla hjá frumstæðum spendýrum fyrir rúmum 200 milljónum ára.

Myndir:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

27.10.2004

Spyrjandi

María Kristjánsdóttir, f. 1988

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvernig þróuðust spenar á spendýrum?“ Vísindavefurinn, 27. október 2004. Sótt 19. maí 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=4580.

Jón Már Halldórsson. (2004, 27. október). Hvernig þróuðust spenar á spendýrum? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=4580

Jón Már Halldórsson. „Hvernig þróuðust spenar á spendýrum?“ Vísindavefurinn. 27. okt. 2004. Vefsíða. 19. maí. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=4580>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvernig þróuðust spenar á spendýrum?
Eitt helsta einkennið sem skilur að spendýr og önnur hryggdýr er sá hæfileiki að geta alið ungviði sitt á næringarríkri mjólk sem framleidd er í spenum (e. mammary glands). Það er hins vegar afar erfitt að svara nákvæmlega spurningunni um hvernig spenarnir komu til í þróun þessa hóps dýra.

Ýmsar kenningar hafa komið fram um uppruna þeirra og er helst talið að þeir hafi þróast frá fitukirtlum, fráseytandi svitakirtlum eða toppseytandi kirtlum meðal cynodonta, sem fræðimenn telja að séu hlekkurinn milli skriðdýra og spendýra. Cynodontar höfðu ýmis einkenni bæði skriðdýra og spendýra en um þau dýr er fjallað í svari sama höfundar við spurningunni Hvert var fyrsta spendýrið?Eitt af þeim fjölmörgu atriðum sem greina spendýr frá áum þeirra skriðdýrunum eru fjölmargar gerðir útkirtla sem eru í húð spendýra og hafa meðal annars með hitastjórnun að gera (svitakirtlar). Talið er að fyrsti vísirinn að spenum hafi að öllum líkindum verið einhvers konar kirtill sem hafi seytt þunnfljótandi vökva í feld móðurinnar. Ungviðið sleikti upp þennan vökva og fékk þannig lífsnauðsynleg næringarefni. Þessi kirtill þróaðist seinna í mun flóknara kerfi kirtla sem opnuðust í sameiginlegan gang sem leiddi vökvan þaðan út. Út frá ýmsum þáttum í fósturþroska og lífeðlisfræði spena telja vísindamenn mjög líklegt að upprunalega hafi þetta verið toppseytandi svitakirtlar sem hafi ummyndast í mjólkurkirtla.Bæði legköku- og pokaspendýr hafa spena en hjá nefdýrum (monotremata) sem eru frumstæðasti og upprunalegasti flokkur spendýra hefur þróunin ekki gengið jafn langt og hjá hinum flokkunum tveimur. Nefdýr hafa ekki spena heldur seyta alls um 100 til 150 kirtilfrumur mjólkurkenndum vökva hver í sínu lagi. Staðsetning kirtilopanna er við þykk hár á ákveðnu svæði á bringu kvendýranna eða á svipuðum stað og fitukirtlar eru staðsettir í venjulegum feldi. Ungviðið sýgur því hár móður sinnar. Telja fræðimenn að þetta sé það sem næst kemst upprunalegri byggingu mjólkurkirtla hjá frumstæðum spendýrum fyrir rúmum 200 milljónum ára.

Myndir:...