Sólin Sólin Rís 04:02 • sest 22:49 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:53 • Sest 03:55 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:57 • Síðdegis: 15:39 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:24 • Síðdegis: 21:47 í Reykjavík
Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Hver er uppruni orðatiltækisins „of seint í rassinn gripið“?

Guðrún Kvaran

Orðatiltækið það er of seint í rassinn gripið er fremur nýtt í málinu og uppruni ekki alveg ljós. Það gæti tengst orðatiltækinu að grípa í rassinn á deginum sem þekkt er allt frá 17. öld í merkingunni ‘byrja á einhverju of seint’. Þá gæti hugsunin verið að of seint sé að grípa í rassinn á einhverjum, sem ná þurfi í, ef hann er þegar lagður af stað.

Í orðtakasafni Halldórs Halldórssonar, Íslenzkt orðtakasafn (1969:75-76), er giskað á að líkingin sé runnin frá tilraun til að bjarga drukknandi manni. Það er þá of seint að grípa í rassinn á manni sem þegar er sokkinn. Jón Friðjónsson giskar aftur á móti á í bók sinni Mergur málsins (1993:494) að líkingin kunni að vera dregin af því þegar einhver hefur gert í buxurnar. Mér þykir þó fyrri tilgátan sennilegri.

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

27.10.2004

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hver er uppruni orðatiltækisins „of seint í rassinn gripið“?“ Vísindavefurinn, 27. október 2004. Sótt 18. maí 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=4581.

Guðrún Kvaran. (2004, 27. október). Hver er uppruni orðatiltækisins „of seint í rassinn gripið“? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=4581

Guðrún Kvaran. „Hver er uppruni orðatiltækisins „of seint í rassinn gripið“?“ Vísindavefurinn. 27. okt. 2004. Vefsíða. 18. maí. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=4581>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hver er uppruni orðatiltækisins „of seint í rassinn gripið“?
Orðatiltækið það er of seint í rassinn gripið er fremur nýtt í málinu og uppruni ekki alveg ljós. Það gæti tengst orðatiltækinu að grípa í rassinn á deginum sem þekkt er allt frá 17. öld í merkingunni ‘byrja á einhverju of seint’. Þá gæti hugsunin verið að of seint sé að grípa í rassinn á einhverjum, sem ná þurfi í, ef hann er þegar lagður af stað.

Í orðtakasafni Halldórs Halldórssonar, Íslenzkt orðtakasafn (1969:75-76), er giskað á að líkingin sé runnin frá tilraun til að bjarga drukknandi manni. Það er þá of seint að grípa í rassinn á manni sem þegar er sokkinn. Jón Friðjónsson giskar aftur á móti á í bók sinni Mergur málsins (1993:494) að líkingin kunni að vera dregin af því þegar einhver hefur gert í buxurnar. Mér þykir þó fyrri tilgátan sennilegri.

...