Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Í Eyjafirði er áin Reistará og bær kenndur við hana. Af hverju dregur áin nafn sitt?

Reistará er nafn á á og bæ í Eyjafirði og kemur fram í Landnámabók (Íslenzk fornrit I:255-256). Í jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns 1713 er nafnið Ristará (X:118) en í sóknarlýsingu frá um 1840 er nafnið Reistará (Eyfirzk fræði II:110) og svo hefur verið í jarðabókum síðan.Merking árnafnsins er ef til vill 'hin hlykkjótta' dregið af orðinu reistur sem merkir 'snákur, ormur' (Ásgeir Blöndal Magnússon, Íslensk orðsifjabók, 751).

Þessi skýring á síður við örnefnið Reistarnúp sem fyrir kemur í Landnámabók (285) og á við Snartarstaðanúp í Öxarfirði. Þar er líka nýbýlið Reistarnes.

Í fornu máli var orðið reist (kv.) til í samsetningunni uppreist (= uppreisn) og er því líklegt að það sé í fyrri lið Reistarnúps skylt sagnorðinu rísa. Gæti núpurinn hafa heitið Reist upphaflega en orðinu núpur verið bætt við til skýringar.

Mynd: Mats: Íslandsmyndasafn © Mats Wibe Lund

Útgáfudagur

29.10.2004

Spyrjandi

Svavar Laxdal

Höfundur

Svavar Sigmundsson

fyrrv. forstöðumaður Örnefnastofnunar

Tilvísun

Svavar Sigmundsson. „Í Eyjafirði er áin Reistará og bær kenndur við hana. Af hverju dregur áin nafn sitt?“ Vísindavefurinn, 29. október 2004. Sótt 21. september 2019. http://visindavefur.is/svar.php?id=4584.

Svavar Sigmundsson. (2004, 29. október). Í Eyjafirði er áin Reistará og bær kenndur við hana. Af hverju dregur áin nafn sitt? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=4584

Svavar Sigmundsson. „Í Eyjafirði er áin Reistará og bær kenndur við hana. Af hverju dregur áin nafn sitt?“ Vísindavefurinn. 29. okt. 2004. Vefsíða. 21. sep. 2019. <http://visindavefur.is/svar.php?id=4584>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Elsa Eiríksdóttir

1975

Elsa Eiríksdóttir er dósent á Menntavísindasviði Háskóla Íslands. Rannsóknir hennar snúa að því hvernig fólk lærir verklega kunnáttu, hvernig yfirfærsla þekkingar og færni á sér stað og hvernig uppbygging náms og framsetning námsefnis getur haft þar áhrif.