Merking árnafnsins er ef til vill 'hin hlykkjótta' dregið af orðinu reistur sem merkir 'snákur, ormur' (Ásgeir Blöndal Magnússon, Íslensk orðsifjabók, 751). Þessi skýring á síður við örnefnið Reistarnúp sem fyrir kemur í Landnámabók (285) og á við Snartarstaðanúp í Öxarfirði. Þar er líka nýbýlið Reistarnes. Í fornu máli var orðið reist (kv.) til í samsetningunni uppreist (= uppreisn) og er því líklegt að það sé í fyrri lið Reistarnúps skylt sagnorðinu rísa. Gæti núpurinn hafa heitið Reist upphaflega en orðinu núpur verið bætt við til skýringar. Mynd: Mats: Íslandsmyndasafn © Mats Wibe Lund
Merking árnafnsins er ef til vill 'hin hlykkjótta' dregið af orðinu reistur sem merkir 'snákur, ormur' (Ásgeir Blöndal Magnússon, Íslensk orðsifjabók, 751). Þessi skýring á síður við örnefnið Reistarnúp sem fyrir kemur í Landnámabók (285) og á við Snartarstaðanúp í Öxarfirði. Þar er líka nýbýlið Reistarnes. Í fornu máli var orðið reist (kv.) til í samsetningunni uppreist (= uppreisn) og er því líklegt að það sé í fyrri lið Reistarnúps skylt sagnorðinu rísa. Gæti núpurinn hafa heitið Reist upphaflega en orðinu núpur verið bætt við til skýringar. Mynd: Mats: Íslandsmyndasafn © Mats Wibe Lund
Útgáfudagur
29.10.2004
Spyrjandi
Svavar Laxdal
Tilvísun
Svavar Sigmundsson. „Í Eyjafirði er áin Reistará og bær kenndur við hana. Af hverju dregur áin nafn sitt?“ Vísindavefurinn, 29. október 2004, sótt 14. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=4584.
Svavar Sigmundsson. (2004, 29. október). Í Eyjafirði er áin Reistará og bær kenndur við hana. Af hverju dregur áin nafn sitt? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=4584
Svavar Sigmundsson. „Í Eyjafirði er áin Reistará og bær kenndur við hana. Af hverju dregur áin nafn sitt?“ Vísindavefurinn. 29. okt. 2004. Vefsíða. 14. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=4584>.