Sólin Sólin Rís 11:08 • sest 15:33 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 09:59 • Sest 13:45 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:11 • Síðdegis: 17:22 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:25 • Síðdegis: 23:31 í Reykjavík
Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Hvort er rétt að segja Örfirisey eða Örfirsey?

Svavar Sigmundsson

Upprunalega hljóðaði spurningin svona?
Á Vísindavefnum er sagt Örfirisey en í símaskránni er skrifað Örfirsey. Hvort er rétt og hvers vegna?

Nafnmynd fyrrverandi eyjar við Reykjavík er Örfirisey. Hennar er getið í heimildum frá 1379 (Páll Líndal, Reykjavík. Sögustaður við Sund. 3. bindi, bls. 201).Á Breiðafirði eru nefndar Örfirseyjar (DI III:656) (1401) en Örfarsey í annál um árið 1663 (Annálar 1400-1800 III:221). Nú er nefnd Örfirisey (eða Öffursey) fyrir vestan Akurey (Árbók Ferðafélags Íslands 1989, bls. 80-81). Örfirsey er norðan Kollafjarðar í Strandasýslu en fyrir Melrakkasléttu í Norður-Þingeyjarsýslu er Örfiriseyja (DI:580) (1394). Í Orkneyjum er til sambærilegt heiti á eyjunni Orphir, sem nefnd er Örfjara í Orkneyinga sögu (Íslensk fornrit XXXIV:117-118).

Orðið örfiri merkir 'útfiri, breitt fjöruborð' (Ásgeir Blöndal Magnússon, Íslensk orðsifjabók, bls. 126-127) og er haft sem fyrri liður nafna á eyjum sem hægt er að ganga út í um fjöru. Ásgeir nefnir nokkrar nafnmyndir sem sýna að fólk hefur ekki skilið fyllilega orðið örfiri (Örfursey, Örfærisey, Öffursey og Effirsey).Ein þessara nafnmynda er Effersey, sem var algeng um Örfirisey við Reykjavík á síðari öldum. Af því er færeyska ættarnafnið Effersöe dregið. Sá sem bar það fyrstur var Jón Guðmundsson Effersöe, Íslendingur sem ílentist í Færeyjum eftir að hafa verið í þjónustu Jörundar hundadagakonungs, og kenndi sig við Örfirisey (Páll Eggert Ólason, Íslenzkar æviskrár III:85).

Myndir:
  • Páll Líndal: Reykjavík. Sögustaður við Sund, 3. bindi (R-Ö), Bókaútgáfan Örn og Örlygur, Reykjavík, bls. 201.
  • Mats: Íslandsmyndasafn © Mats Wibe Lund.

Höfundur

Svavar Sigmundsson

fyrrv. forstöðumaður Örnefnastofnunar

Útgáfudagur

1.11.2004

Spyrjandi

Ægir Hauksson

Tilvísun

Svavar Sigmundsson. „Hvort er rétt að segja Örfirisey eða Örfirsey?“ Vísindavefurinn, 1. nóvember 2004. Sótt 11. desember 2023. http://visindavefur.is/svar.php?id=4587.

Svavar Sigmundsson. (2004, 1. nóvember). Hvort er rétt að segja Örfirisey eða Örfirsey? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=4587

Svavar Sigmundsson. „Hvort er rétt að segja Örfirisey eða Örfirsey?“ Vísindavefurinn. 1. nóv. 2004. Vefsíða. 11. des. 2023. <http://visindavefur.is/svar.php?id=4587>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvort er rétt að segja Örfirisey eða Örfirsey?
Upprunalega hljóðaði spurningin svona?

Á Vísindavefnum er sagt Örfirisey en í símaskránni er skrifað Örfirsey. Hvort er rétt og hvers vegna?

Nafnmynd fyrrverandi eyjar við Reykjavík er Örfirisey. Hennar er getið í heimildum frá 1379 (Páll Líndal, Reykjavík. Sögustaður við Sund. 3. bindi, bls. 201).Á Breiðafirði eru nefndar Örfirseyjar (DI III:656) (1401) en Örfarsey í annál um árið 1663 (Annálar 1400-1800 III:221). Nú er nefnd Örfirisey (eða Öffursey) fyrir vestan Akurey (Árbók Ferðafélags Íslands 1989, bls. 80-81). Örfirsey er norðan Kollafjarðar í Strandasýslu en fyrir Melrakkasléttu í Norður-Þingeyjarsýslu er Örfiriseyja (DI:580) (1394). Í Orkneyjum er til sambærilegt heiti á eyjunni Orphir, sem nefnd er Örfjara í Orkneyinga sögu (Íslensk fornrit XXXIV:117-118).

Orðið örfiri merkir 'útfiri, breitt fjöruborð' (Ásgeir Blöndal Magnússon, Íslensk orðsifjabók, bls. 126-127) og er haft sem fyrri liður nafna á eyjum sem hægt er að ganga út í um fjöru. Ásgeir nefnir nokkrar nafnmyndir sem sýna að fólk hefur ekki skilið fyllilega orðið örfiri (Örfursey, Örfærisey, Öffursey og Effirsey).Ein þessara nafnmynda er Effersey, sem var algeng um Örfirisey við Reykjavík á síðari öldum. Af því er færeyska ættarnafnið Effersöe dregið. Sá sem bar það fyrstur var Jón Guðmundsson Effersöe, Íslendingur sem ílentist í Færeyjum eftir að hafa verið í þjónustu Jörundar hundadagakonungs, og kenndi sig við Örfirisey (Páll Eggert Ólason, Íslenzkar æviskrár III:85).

Myndir:
  • Páll Líndal: Reykjavík. Sögustaður við Sund, 3. bindi (R-Ö), Bókaútgáfan Örn og Örlygur, Reykjavík, bls. 201.
  • Mats: Íslandsmyndasafn © Mats Wibe Lund.
...