Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Hver eru 10 sjaldgæfustu nöfnin á Íslandi?

Erfitt er að segja til um hver séu 10 sjaldgæfustu nöfn á Íslandi. Sum nöfn, sem áður voru þekkt, eru að hverfa og ef til vill aðeins einn eða tveir sem bera þau nú. Sem dæmi mætti nefna Hinrika, Ingifríður, Jónadab. Í dag er vinsælt að leita óvenjulegra nafna og eru því til ýmis nöfn sem aðeins eru borin af einni persónu eða örfáum, til dæmis Hneta, Heiðlóa, Burkney, Jennþór, Svali. Ný nöfn verða oft vinsæl og breiðast fljótt út. Sem dæmi mætti nefna Burkni sem fyrst var notað á fimmta áratug aldarinnar. Nú heita á annan tug manna þessu nafni. Sömu sögu er að segja um nafnið Sól.

Útgáfudagur

24.5.2000

Spyrjandi

Fanney R. Elínardóttir, f. 1987

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hver eru 10 sjaldgæfustu nöfnin á Íslandi? “ Vísindavefurinn, 24. maí 2000. Sótt 12. desember 2019. http://visindavefur.is/svar.php?id=459.

Guðrún Kvaran. (2000, 24. maí). Hver eru 10 sjaldgæfustu nöfnin á Íslandi? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=459

Guðrún Kvaran. „Hver eru 10 sjaldgæfustu nöfnin á Íslandi? “ Vísindavefurinn. 24. maí. 2000. Vefsíða. 12. des. 2019. <http://visindavefur.is/svar.php?id=459>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Kristín Norðdahl

1956

Kristín Norðdahl er dósent í náttúrufræðimenntun við deild faggreinakennslu á Menntavísindasviði HÍ. Rannsóknir hennar beinast m.a. að hugmyndum leikskólabarna um náttúruna og hvernig má bregðast við þeim í skólastarfi.