Þjóðsagan um sveinana tvo sem fóru út á steinbogann yfir fossinum í Hvítá og féllu af honum í ána, er í Þjóðsögum Jóns Árnasonar (II:105). Þar segir að fossinn heiti síðan Barnafoss. Hugsanlegt er að nafnið Bjarnafoss hafi breyst í Barnafoss í framburði en síðan hafi þjóðsagan orðið til sem skýring á nafninu. Annar Barnafoss er til á landinu, í Skjálfandafljóti í landi Barnafells. Munnmæli segja að bærinn og fossinn dragi nafn af því að börn hafi drukknað í fossinum (Landið þitt Ísland, 1984, 1:69). Bjarnafoss er annars til á nokkrum stöðum á landinu. Um Bjarnafoss í landi Stóra-Hvarfs í Húnaþingi vestra er sagt að Bjarni nokkur hafi farist þar ofan um snjóbrú (Örnefnaskrá) og í Skaftártungu er Bjarnafoss neðan við Stangarhlaup þar sem mjóst var yfir ána (Örnefnaskrá). Mynd: Umhverfisstofnun
Þjóðsagan um sveinana tvo sem fóru út á steinbogann yfir fossinum í Hvítá og féllu af honum í ána, er í Þjóðsögum Jóns Árnasonar (II:105). Þar segir að fossinn heiti síðan Barnafoss. Hugsanlegt er að nafnið Bjarnafoss hafi breyst í Barnafoss í framburði en síðan hafi þjóðsagan orðið til sem skýring á nafninu. Annar Barnafoss er til á landinu, í Skjálfandafljóti í landi Barnafells. Munnmæli segja að bærinn og fossinn dragi nafn af því að börn hafi drukknað í fossinum (Landið þitt Ísland, 1984, 1:69). Bjarnafoss er annars til á nokkrum stöðum á landinu. Um Bjarnafoss í landi Stóra-Hvarfs í Húnaþingi vestra er sagt að Bjarni nokkur hafi farist þar ofan um snjóbrú (Örnefnaskrá) og í Skaftártungu er Bjarnafoss neðan við Stangarhlaup þar sem mjóst var yfir ána (Örnefnaskrá). Mynd: Umhverfisstofnun
Útgáfudagur
2.11.2004
Spyrjandi
Valgeir Ingólfsson
Tilvísun
Svavar Sigmundsson. „Hvers vegna heitir Barnafoss í Hvítá þessu nafni?“ Vísindavefurinn, 2. nóvember 2004, sótt 17. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=4591.
Svavar Sigmundsson. (2004, 2. nóvember). Hvers vegna heitir Barnafoss í Hvítá þessu nafni? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=4591
Svavar Sigmundsson. „Hvers vegna heitir Barnafoss í Hvítá þessu nafni?“ Vísindavefurinn. 2. nóv. 2004. Vefsíða. 17. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=4591>.