Sólin Sólin Rís 11:15 • sest 15:30 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:11 • Síðdegis: 17:36 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:33 • Síðdegis: 23:44 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:15 • sest 15:30 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:11 • Síðdegis: 17:36 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:33 • Síðdegis: 23:44 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er Kyoto-bókunin?

Jón Már Halldórsson

Kyoto-bókunin er bókun við rammasamning Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar, sem samþykkt var í japönsku borginni Kyoto í lok árs 1997. Markmið rammasamningsins er að koma í veg fyrir hættulega röskun á loftslagskerfinu af mannavöldum, og tryggja þannig að matvælaframleiðslu í heiminum verði ekki stefnt í hættu og að efnahagsþróun geti haldið áfram á sjálfbæran máta. Jafnframt er það markmið samningsins að stuðla að alþjóðlegri samvinnu um að auðvelda félagslega og efnahagslega aðlögun að loftslagsbreytingum.



Samkvæmt Kyoto-bókuninni þá skuldbinda ríki í viðauka 1, (iðnríki, þar á meðal Ísland) sig til að halda útstreymi sex svokallaðra gróðurhúsalofttegunda (CO2, CH4, N2O, SF6, PFC og HFC) á árunum 2008-2012 innan marka sem eru 5,2% lægri en heildarlosun þessara ríkja var árið 1990.

Eftir að ríki hefur skrifað undir bókunina verður ríkisstjórn viðkomandi lands að staðfesta undirskriftina. Kyoto-bókunin tekur gildi 90 dögum eftir að að minnsta kosti 55 aðildarríki bókunarinnar hafa staðfest hana, en þessi ríki verða jafnframt að bera ábyrgð á að minnsta kosti 55% af losun koltvíoxíðs (CO2) árið 1990. Í október 2004 ákvað rússneska þingið að samþykkja Kyoto-bókunina en Rússar bera ábyrgð á 17% af heildarlosun koltvíoxíðs. Þar með er ljóst að 55% markmiðinu hefur verið náð því áður höfðu 126 ríki sem samtals bera ábyrgð á losun 44,2% koltvíoxíðs fullgilt bókunina. Þess má geta að Bandaríkin ein og sér bera ábyrgð á rúmlega 35% af heildarlosun koltvíoxíðs en þau hafa ekki í hyggju að staðfesta bókunina.

Kyoto-bókunin tekur tillit til aðstæðna ríkja þegar losunarmörk voru sett og eru þau allt frá því að fela í sér 8% samdrátt miðað við árið 1990 og yfir í 10% aukningu. Evrópusambandið tekur á sig sameiginlega skuldbindingu upp á 8% samdrátt en ríki sambandsins semja um skiptingu á þessum samdrætti sín á milli. Fimm ríkjum, Portúgal, Grikklandi, Spáni, Írlandi og Svíþjóð, verður heimilt að auka losun, (til dæmis Portúgal um 27% og Grikkland um 25%) á meðan að önnur draga úr losun (Lúxemborg mest 28%). Mest munar um 21% samdrátt Þýskalands en það er því sem næst helmingurinn af öllum samdrætti innan ESB.



Ísland fullgilti Kyoto-bókunina þann 23. maí 2002. Það sem gerir smáþjóð eins og Íslandi erfitt með að hamla losun á gróðurhúsalofttegundum er hversu einstök verkefni geta haft mikil hlutfallsleg áhrif á heildarlosunina. Vegna þessa fól var í Kyoto-bókuninni sérstakt ákvæði (ákvörðun 14/CP.7) fyrir lítil hagkerfi sem kallað hefur verið íslenska ákvæðið.
Íslenska ákvæðið gerir ráð fyrir því að koltvíoxíðlosun frá nýrri stóriðju eða stækkun stóriðjuvera, sem hefur starfsemi eftir 1990 og leiðir til meira en 5% aukningar í losun á fyrsta skuldbindingar tímabili bókunarinnar (2008-2012), verði haldið utan við losunarskuldbindingar bókunarinnar eftir að losunarheimildir viðkomandi lands hafa verið fullnýttar. Ákvörðunin nær aðeins til þeirra ríkja sem losuðu minna en 0,05 % af heildarkoltvíoxíðlosun iðnríkjanna 1990. Auk þess voru sett ákveðin viðbótarskilyrði. Meðal annars er gerð krafa um notkun endurnýjanlegrar orku, að notkun hennar leiði til samdráttar í losun á heimsvísu, besta fáanlega tækni sé notuð og að bestu umhverfisvenjur séu viðhafðar við framleiðsluna.

Samkvæmt Kyoto-bókuninni og útfærslu hennar gagnvart Íslandi eru útstreymisheimildir Íslands tvíþættar: Í fyrsta lagi skal almennt útstreymi gróðurhúsalofttegunda frá Íslandi ekki aukast meira en sem nemur 10% frá árinu 1990, það er vera innan við 3.100 þúsund tonn koltvíoxíðígilda árlega að meðaltali 2008 til 2012. Í öðru lagi skal koltvíoxíðútstreymi frá nýrri stóriðju eftir árið 1990 ekki vera meiri en 1.600 þúsund tonn árlega að meðaltali árin 2008-2012.

Skoðið einnig önnur svör:

Heimildir og frekara lesefni um Kyoto-bókunina:Myndir: National Park Service

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

3.11.2004

Spyrjandi

Birgir Freyr

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvað er Kyoto-bókunin?“ Vísindavefurinn, 3. nóvember 2004, sótt 14. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=4592.

Jón Már Halldórsson. (2004, 3. nóvember). Hvað er Kyoto-bókunin? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=4592

Jón Már Halldórsson. „Hvað er Kyoto-bókunin?“ Vísindavefurinn. 3. nóv. 2004. Vefsíða. 14. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=4592>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er Kyoto-bókunin?
Kyoto-bókunin er bókun við rammasamning Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar, sem samþykkt var í japönsku borginni Kyoto í lok árs 1997. Markmið rammasamningsins er að koma í veg fyrir hættulega röskun á loftslagskerfinu af mannavöldum, og tryggja þannig að matvælaframleiðslu í heiminum verði ekki stefnt í hættu og að efnahagsþróun geti haldið áfram á sjálfbæran máta. Jafnframt er það markmið samningsins að stuðla að alþjóðlegri samvinnu um að auðvelda félagslega og efnahagslega aðlögun að loftslagsbreytingum.



Samkvæmt Kyoto-bókuninni þá skuldbinda ríki í viðauka 1, (iðnríki, þar á meðal Ísland) sig til að halda útstreymi sex svokallaðra gróðurhúsalofttegunda (CO2, CH4, N2O, SF6, PFC og HFC) á árunum 2008-2012 innan marka sem eru 5,2% lægri en heildarlosun þessara ríkja var árið 1990.

Eftir að ríki hefur skrifað undir bókunina verður ríkisstjórn viðkomandi lands að staðfesta undirskriftina. Kyoto-bókunin tekur gildi 90 dögum eftir að að minnsta kosti 55 aðildarríki bókunarinnar hafa staðfest hana, en þessi ríki verða jafnframt að bera ábyrgð á að minnsta kosti 55% af losun koltvíoxíðs (CO2) árið 1990. Í október 2004 ákvað rússneska þingið að samþykkja Kyoto-bókunina en Rússar bera ábyrgð á 17% af heildarlosun koltvíoxíðs. Þar með er ljóst að 55% markmiðinu hefur verið náð því áður höfðu 126 ríki sem samtals bera ábyrgð á losun 44,2% koltvíoxíðs fullgilt bókunina. Þess má geta að Bandaríkin ein og sér bera ábyrgð á rúmlega 35% af heildarlosun koltvíoxíðs en þau hafa ekki í hyggju að staðfesta bókunina.

Kyoto-bókunin tekur tillit til aðstæðna ríkja þegar losunarmörk voru sett og eru þau allt frá því að fela í sér 8% samdrátt miðað við árið 1990 og yfir í 10% aukningu. Evrópusambandið tekur á sig sameiginlega skuldbindingu upp á 8% samdrátt en ríki sambandsins semja um skiptingu á þessum samdrætti sín á milli. Fimm ríkjum, Portúgal, Grikklandi, Spáni, Írlandi og Svíþjóð, verður heimilt að auka losun, (til dæmis Portúgal um 27% og Grikkland um 25%) á meðan að önnur draga úr losun (Lúxemborg mest 28%). Mest munar um 21% samdrátt Þýskalands en það er því sem næst helmingurinn af öllum samdrætti innan ESB.



Ísland fullgilti Kyoto-bókunina þann 23. maí 2002. Það sem gerir smáþjóð eins og Íslandi erfitt með að hamla losun á gróðurhúsalofttegundum er hversu einstök verkefni geta haft mikil hlutfallsleg áhrif á heildarlosunina. Vegna þessa fól var í Kyoto-bókuninni sérstakt ákvæði (ákvörðun 14/CP.7) fyrir lítil hagkerfi sem kallað hefur verið íslenska ákvæðið.
Íslenska ákvæðið gerir ráð fyrir því að koltvíoxíðlosun frá nýrri stóriðju eða stækkun stóriðjuvera, sem hefur starfsemi eftir 1990 og leiðir til meira en 5% aukningar í losun á fyrsta skuldbindingar tímabili bókunarinnar (2008-2012), verði haldið utan við losunarskuldbindingar bókunarinnar eftir að losunarheimildir viðkomandi lands hafa verið fullnýttar. Ákvörðunin nær aðeins til þeirra ríkja sem losuðu minna en 0,05 % af heildarkoltvíoxíðlosun iðnríkjanna 1990. Auk þess voru sett ákveðin viðbótarskilyrði. Meðal annars er gerð krafa um notkun endurnýjanlegrar orku, að notkun hennar leiði til samdráttar í losun á heimsvísu, besta fáanlega tækni sé notuð og að bestu umhverfisvenjur séu viðhafðar við framleiðsluna.

Samkvæmt Kyoto-bókuninni og útfærslu hennar gagnvart Íslandi eru útstreymisheimildir Íslands tvíþættar: Í fyrsta lagi skal almennt útstreymi gróðurhúsalofttegunda frá Íslandi ekki aukast meira en sem nemur 10% frá árinu 1990, það er vera innan við 3.100 þúsund tonn koltvíoxíðígilda árlega að meðaltali 2008 til 2012. Í öðru lagi skal koltvíoxíðútstreymi frá nýrri stóriðju eftir árið 1990 ekki vera meiri en 1.600 þúsund tonn árlega að meðaltali árin 2008-2012.

Skoðið einnig önnur svör:

Heimildir og frekara lesefni um Kyoto-bókunina:Myndir: National Park Service...