Sólin Sólin Rís 08:16 • sest 18:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 18:07 • Sest 02:31 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:06 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:58 • Síðdegis: 22:28 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 08:16 • sest 18:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 18:07 • Sest 02:31 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:06 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:58 • Síðdegis: 22:28 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað eru amöbur?

Jón Már Halldórsson

Amöbur eru hópur innan ríkis frumdýra (protozoa) og tilheyrir fylkingu slímdýra (rhizopoda). Kunnasta tegund þessa hóps er Amoeba proteus sem er algeng í rotnandi gróðurleifum í tjörnum og votlendi.

Amöbur eru meðal stærstu einfrumunga sem þekktir eru og geta stærstu einstaklingarnir orðið á stærð við títuprjónshaus. Svo stórar amöbur sjást vel í ljóssmásjá og jafnvel má sjá helstu frumulíffærin til dæmis kjarnann og safabólur í umfryminu, hvort sem er fæðubólur eða herpibólur.



Amöbur eru kunnar fyrir þann hæfileika að geta myndað einhvers konar frumuútskot þegar þær ferðast um. Það gerist þannig að umfrymið flæðir fram í örþunna frumuhimnu amöbunnar og myndast þá útskot sem nefnast skinfótur (pseudopodia). Þessi aðferð til þess að ferðast um dregur nafn sitt af lífverunni og kallast amöbuhreyfingar.

Fæðunám amöbu fer þannig fram að þegar einhver lífræn ögn verður á vegi hennar, þá umlykur hún ögnina með umfrymi sínu og gleypir hana. Smáar og loftháðar lífverur líkt og amaban þurfa ekki á sérstökum öndunarfærum að halda því súrefnissameindir flæða frjálst yfir frumuhimnuna og koldíoxíð flæðir út.

Þegar umhverfið verður óhagstætt, til dæmis ef tjörnin sem amaban lifir í þornar upp, þá getur hún losað sig við mest allan vökva, tekið á sig hnattlaga form, umlukið sig ógagndræpum hjúpi (cyst) og lagst svo í dvala. Þegar umhverfisaðstæður verða hentugar að nýju þá einfaldlega losar hún sig við verndarhjúpinn, tekur í sig vökva og hefur sína venjubundnu fæðuleit og ferðalög að nýju.

Fjölmargar amöbutegundir lifa í mönnum. Sú þekktasta er án efa Entamoeba histolytica sem finnst í meltingavegi og veldur amöbublóðkreppusótt.



Myndir:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

4.11.2004

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvað eru amöbur?“ Vísindavefurinn, 4. nóvember 2004, sótt 14. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=4593.

Jón Már Halldórsson. (2004, 4. nóvember). Hvað eru amöbur? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=4593

Jón Már Halldórsson. „Hvað eru amöbur?“ Vísindavefurinn. 4. nóv. 2004. Vefsíða. 14. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=4593>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað eru amöbur?
Amöbur eru hópur innan ríkis frumdýra (protozoa) og tilheyrir fylkingu slímdýra (rhizopoda). Kunnasta tegund þessa hóps er Amoeba proteus sem er algeng í rotnandi gróðurleifum í tjörnum og votlendi.

Amöbur eru meðal stærstu einfrumunga sem þekktir eru og geta stærstu einstaklingarnir orðið á stærð við títuprjónshaus. Svo stórar amöbur sjást vel í ljóssmásjá og jafnvel má sjá helstu frumulíffærin til dæmis kjarnann og safabólur í umfryminu, hvort sem er fæðubólur eða herpibólur.



Amöbur eru kunnar fyrir þann hæfileika að geta myndað einhvers konar frumuútskot þegar þær ferðast um. Það gerist þannig að umfrymið flæðir fram í örþunna frumuhimnu amöbunnar og myndast þá útskot sem nefnast skinfótur (pseudopodia). Þessi aðferð til þess að ferðast um dregur nafn sitt af lífverunni og kallast amöbuhreyfingar.

Fæðunám amöbu fer þannig fram að þegar einhver lífræn ögn verður á vegi hennar, þá umlykur hún ögnina með umfrymi sínu og gleypir hana. Smáar og loftháðar lífverur líkt og amaban þurfa ekki á sérstökum öndunarfærum að halda því súrefnissameindir flæða frjálst yfir frumuhimnuna og koldíoxíð flæðir út.

Þegar umhverfið verður óhagstætt, til dæmis ef tjörnin sem amaban lifir í þornar upp, þá getur hún losað sig við mest allan vökva, tekið á sig hnattlaga form, umlukið sig ógagndræpum hjúpi (cyst) og lagst svo í dvala. Þegar umhverfisaðstæður verða hentugar að nýju þá einfaldlega losar hún sig við verndarhjúpinn, tekur í sig vökva og hefur sína venjubundnu fæðuleit og ferðalög að nýju.

Fjölmargar amöbutegundir lifa í mönnum. Sú þekktasta er án efa Entamoeba histolytica sem finnst í meltingavegi og veldur amöbublóðkreppusótt.



Myndir:...