Sólin Sólin Rís 08:01 • sest 18:27 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:43 • Síðdegis: 22:11 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:23 • Síðdegis: 16:13 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 08:01 • sest 18:27 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:43 • Síðdegis: 22:11 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:23 • Síðdegis: 16:13 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvernig lýsir sjúkdómurinn lupus sér?

Jórunn Frímannsdóttir

Hér er einnig svarað spurningunni:
Hvað getið þið sagt mér um sjúkdóm sem kallast Lupus eða Rheumatoid Arthritis?

Hér er í raun verið að spyrja um tvo sjúkdóma, annars vegar lupus (Systemic Lupus Erythematosus) sem oft er kallaður rauðir úlfar á íslensku og hins vegar iktsýki eða liðagigt (Rheumatoid Arthritis). Þegar hefur verið fjallað um iktsýki á Vísindavefnum og má skoða þau svör með því að smella á blálituðu orðin hér að ofan. Svarið hér á eftir er því eingöngu um rauða úlfa.

Rauðir úlfar eru sjálfsofnæmissjúkdómur og er talinn dæmigerður fyrir þann flokk sjúkdóma. Á latínu heitir sjúkdómurinn lupus erythematosus disseminatus. Lupus merkir úlfur og vísar til þess að sjúkdómurinn getur verið algjörlega óútreiknanlegur. Hann getur lagst á allflest líffærakerfi og vefi líkamans en oftast verða húð, liðir, nýru, slímhimna eða taugakerfið fyrir barðinu á rauðum úlfum. Jafnframt veldur hann stundum útbrotum í andliti sem minna á úlfsbit.

Útbrot í andliti af völdum rauðra úlfa.

Nýgengi sjúkdómsins er um það bil 4,5 ný tilfelli á 100.000 íbúa á ári og telja má að um 250 Íslendingar séu með þennan sjúkdóm. Rauðir úlfar eru tífalt algengari meðal kvenna en karla.

Orsakir rauðra úlfa eru óþekktar en talið er að nokkrir þættir geti verið að verki:
  • Erfðaþættir: Í sumum fjölskyldum eða ættum eru rauðir úlfar algengari en öðrum og þeir eru algengari hjá sumum þjóðum en öðrum. Einnig kemur sjúkdómurinn oftar fyrir hjá eineggja tvíburum en tvíeggja.
  • Umhverfisþættir: Vissar tegundir lyfja geta framkallað sjúkdómsástand sem líkist rauðum úlfum. Útfjólubláir geislar sólar eða frá ljósalömpum geta aukið virkni sjúkdómsins hjá sumum sjúklingum. Sýkingar auka hættuna á því að sjúkdómurinn blossi skyndilega upp.
  • Hormónaþættir: Eins og áður sagði eru rauðir úlfar algengari meðal kvenna en karla og eiga það til að brjótast út á meðgöngu eða meðan kona hefur barn á brjósti. Notkun getnaðarvarnataflna virðist ekki hafa áhrif á það hvort sjúkdómurinn brjótist út. Líklegt má telja að margir orsakaþættir þurfi að koma saman til þess að setja sjúkdóminn af stað.

Einkenni rauðra úlfa eru mjög misjöfn eftir einstaklingum sem gerir það að verkum að mjög erfitt reynist að greina sjúkdóminn á byrjunarstigi. Algengt er að einkennin birtist í mörgum vefjum eða líffærum samtímis eða hverju á fætur öðru. Rúmlega helmingur sjúklinga fær húðvandamál sem birtast í útbrotum þar sem húðin er óvarin fyrir birtu. Sumir sjúklingar verða fyrir hárlosi sem veldur því að þeir verða þunnhærðir og fá jafnvel skallabletti. Næstum því allir sem fá rauða úlfa finna fyrir verkjum eða stirðleika í liðamótum og um helmingur sjúklinga fær tímabundna liðabólgu. Skert nýrnastarfsemi gerir vart við sig hjá 30-40% sjúklinga. Algengt er að fólk með rauða úlfa fái hækkaðan blóðþrýsting og einnig geta rauðir úlfar leitt til brjósthimnubólgu og gollurshússbólgu (bólgu í hjartasekk). Um það bil tíundi hver sjúklingur finnur fyrir einkennum frá miðtaugakerfinu sem geta lýst sér í flogaköstum eða alvarlegum geðtruflunum. Sýkingarhætta er einnig meiri hjá fólki með rauða úlfa og á það bæði við um bakteríu- og veirusýkingar.

Útbrot á höndum af völdum rauðra úlfa.

Meðferðin við rauðum úlfum ræðst af virkni og útbreiðslusvæði sjúkdómsins og oft þarf að nota tvö eða fleiri lyf með mismunandi verkun. Sumir fá væga útgáfu af sjúkdómnum en öðrum reynist hann mjög þungbær.

Rauðir úlfar er langvinnur sjúkdómur sem liggur í dvala milli þess sem hann blossar upp og krefst þá jafnvel meðferðar á sjúkrahúsi. Tilhneigingin er sú að með aldrinum dragi úr virkni sjúkdómsins en þó eru þess mörg dæmi að hann blossi upp á ný eftir margra ára hlé, jafnvel með nýjum einkennum. Þótt stundum geti verið erfitt að ná tökum á sjúkdómseinkennunum, einkum hjá ungu fólki, þá er mikilvægt að hafa í huga að möguleikar á meðferð til lengri tíma litið eru mun betri nú en þeir voru fyrir örfáum árum.

Þetta svar er stytt útgáfa af umfjöllun Jórunnar Frímannsdóttur um rauða úlfa á Doktor.is og birt hér með góðfúslegu leyfi vefsetursins. Lesendum er bent á að skoða umfjöllunina í heild sinni til þess að fá nánari upplýsingar, til dæmis um meðhöndlun sjúkdómsins. Einnig má benda á umfjöllun Gerðar Gröndal sérfræðings í lyf- og gigtarsjúkdómum um rauða úlfa á Doktor.is.

Myndir: DermIS

Höfundur

hjúkrunarfræðingur og ritstjóri Doktor.is

Útgáfudagur

5.11.2004

Síðast uppfært

14.10.2020

Spyrjandi

Guðrún Olga Stefánsdóttir
Vilhjálmur Reyr Þórhallsson

Tilvísun

Jórunn Frímannsdóttir. „Hvernig lýsir sjúkdómurinn lupus sér?“ Vísindavefurinn, 5. nóvember 2004, sótt 9. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=4596.

Jórunn Frímannsdóttir. (2004, 5. nóvember). Hvernig lýsir sjúkdómurinn lupus sér? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=4596

Jórunn Frímannsdóttir. „Hvernig lýsir sjúkdómurinn lupus sér?“ Vísindavefurinn. 5. nóv. 2004. Vefsíða. 9. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=4596>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvernig lýsir sjúkdómurinn lupus sér?
Hér er einnig svarað spurningunni:

Hvað getið þið sagt mér um sjúkdóm sem kallast Lupus eða Rheumatoid Arthritis?

Hér er í raun verið að spyrja um tvo sjúkdóma, annars vegar lupus (Systemic Lupus Erythematosus) sem oft er kallaður rauðir úlfar á íslensku og hins vegar iktsýki eða liðagigt (Rheumatoid Arthritis). Þegar hefur verið fjallað um iktsýki á Vísindavefnum og má skoða þau svör með því að smella á blálituðu orðin hér að ofan. Svarið hér á eftir er því eingöngu um rauða úlfa.

Rauðir úlfar eru sjálfsofnæmissjúkdómur og er talinn dæmigerður fyrir þann flokk sjúkdóma. Á latínu heitir sjúkdómurinn lupus erythematosus disseminatus. Lupus merkir úlfur og vísar til þess að sjúkdómurinn getur verið algjörlega óútreiknanlegur. Hann getur lagst á allflest líffærakerfi og vefi líkamans en oftast verða húð, liðir, nýru, slímhimna eða taugakerfið fyrir barðinu á rauðum úlfum. Jafnframt veldur hann stundum útbrotum í andliti sem minna á úlfsbit.

Útbrot í andliti af völdum rauðra úlfa.

Nýgengi sjúkdómsins er um það bil 4,5 ný tilfelli á 100.000 íbúa á ári og telja má að um 250 Íslendingar séu með þennan sjúkdóm. Rauðir úlfar eru tífalt algengari meðal kvenna en karla.

Orsakir rauðra úlfa eru óþekktar en talið er að nokkrir þættir geti verið að verki:
  • Erfðaþættir: Í sumum fjölskyldum eða ættum eru rauðir úlfar algengari en öðrum og þeir eru algengari hjá sumum þjóðum en öðrum. Einnig kemur sjúkdómurinn oftar fyrir hjá eineggja tvíburum en tvíeggja.
  • Umhverfisþættir: Vissar tegundir lyfja geta framkallað sjúkdómsástand sem líkist rauðum úlfum. Útfjólubláir geislar sólar eða frá ljósalömpum geta aukið virkni sjúkdómsins hjá sumum sjúklingum. Sýkingar auka hættuna á því að sjúkdómurinn blossi skyndilega upp.
  • Hormónaþættir: Eins og áður sagði eru rauðir úlfar algengari meðal kvenna en karla og eiga það til að brjótast út á meðgöngu eða meðan kona hefur barn á brjósti. Notkun getnaðarvarnataflna virðist ekki hafa áhrif á það hvort sjúkdómurinn brjótist út. Líklegt má telja að margir orsakaþættir þurfi að koma saman til þess að setja sjúkdóminn af stað.

Einkenni rauðra úlfa eru mjög misjöfn eftir einstaklingum sem gerir það að verkum að mjög erfitt reynist að greina sjúkdóminn á byrjunarstigi. Algengt er að einkennin birtist í mörgum vefjum eða líffærum samtímis eða hverju á fætur öðru. Rúmlega helmingur sjúklinga fær húðvandamál sem birtast í útbrotum þar sem húðin er óvarin fyrir birtu. Sumir sjúklingar verða fyrir hárlosi sem veldur því að þeir verða þunnhærðir og fá jafnvel skallabletti. Næstum því allir sem fá rauða úlfa finna fyrir verkjum eða stirðleika í liðamótum og um helmingur sjúklinga fær tímabundna liðabólgu. Skert nýrnastarfsemi gerir vart við sig hjá 30-40% sjúklinga. Algengt er að fólk með rauða úlfa fái hækkaðan blóðþrýsting og einnig geta rauðir úlfar leitt til brjósthimnubólgu og gollurshússbólgu (bólgu í hjartasekk). Um það bil tíundi hver sjúklingur finnur fyrir einkennum frá miðtaugakerfinu sem geta lýst sér í flogaköstum eða alvarlegum geðtruflunum. Sýkingarhætta er einnig meiri hjá fólki með rauða úlfa og á það bæði við um bakteríu- og veirusýkingar.

Útbrot á höndum af völdum rauðra úlfa.

Meðferðin við rauðum úlfum ræðst af virkni og útbreiðslusvæði sjúkdómsins og oft þarf að nota tvö eða fleiri lyf með mismunandi verkun. Sumir fá væga útgáfu af sjúkdómnum en öðrum reynist hann mjög þungbær.

Rauðir úlfar er langvinnur sjúkdómur sem liggur í dvala milli þess sem hann blossar upp og krefst þá jafnvel meðferðar á sjúkrahúsi. Tilhneigingin er sú að með aldrinum dragi úr virkni sjúkdómsins en þó eru þess mörg dæmi að hann blossi upp á ný eftir margra ára hlé, jafnvel með nýjum einkennum. Þótt stundum geti verið erfitt að ná tökum á sjúkdómseinkennunum, einkum hjá ungu fólki, þá er mikilvægt að hafa í huga að möguleikar á meðferð til lengri tíma litið eru mun betri nú en þeir voru fyrir örfáum árum.

Þetta svar er stytt útgáfa af umfjöllun Jórunnar Frímannsdóttur um rauða úlfa á Doktor.is og birt hér með góðfúslegu leyfi vefsetursins. Lesendum er bent á að skoða umfjöllunina í heild sinni til þess að fá nánari upplýsingar, til dæmis um meðhöndlun sjúkdómsins. Einnig má benda á umfjöllun Gerðar Gröndal sérfræðings í lyf- og gigtarsjúkdómum um rauða úlfa á Doktor.is.

Myndir: DermIS

...