Sólin Sólin Rís 10:45 • sest 15:48 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:22 • Sest 00:26 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:15 • Síðdegis: 12:51 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:21 • Síðdegis: 19:19 í Reykjavík

Hvert er hlutverk safabólu?

Jón Már Halldórsson

Safabólur eru vökvafylltir dropar í umfrymi fruma og gegna þær margvíslegu hlutverki allt eftir sérhæfingu viðkomandi frumu.Ein gerð safabóla er fæðubóla sem sér um flutning hráefna frá yfirborði frumanna inn í „vinnslustöðvar“ í fryminu. Annað hlutverk safabólunnar er geymsla afurða sem fruman hefur framleitt. Dæmi um þetta eru bólur sem geyma fitu, vatn eða ensím. Einnig gegna safabólur mikilvægu hlutverki við að losa frumuna við úrgangsefni.

Safabólur eru yfirleitt mikið fyrirferðarmeiri í plöntufrumum en dýrsfrumum. Í plöntufrumum liggur safabólan gjarnan miðlægt og fyllir upp í mikinn hluta rýmisins innan frumuhimnunar þannig að kjarninn og önnur frumlíffæri ýtast til hliðar.Safabólur eru helsti geymslustaður fyrir vökva í plöntunni og hefur vatnsþrýstingur í þeim áhrif á hversu stinn eða lin plantan er. Ef safabóla er full af vökva þrýstir hún á frumvegginn og á þannig þátt í að gera plöntuna stinna en ef safabóla skreppur saman vegna vatnsskorts linast plantan og hangir.

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

11.11.2004

Spyrjandi

Sigrún Bjarnadóttir, f. 1988

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvert er hlutverk safabólu?“ Vísindavefurinn, 11. nóvember 2004. Sótt 1. desember 2022. http://visindavefur.is/svar.php?id=4605.

Jón Már Halldórsson. (2004, 11. nóvember). Hvert er hlutverk safabólu? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=4605

Jón Már Halldórsson. „Hvert er hlutverk safabólu?“ Vísindavefurinn. 11. nóv. 2004. Vefsíða. 1. des. 2022. <http://visindavefur.is/svar.php?id=4605>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvert er hlutverk safabólu?
Safabólur eru vökvafylltir dropar í umfrymi fruma og gegna þær margvíslegu hlutverki allt eftir sérhæfingu viðkomandi frumu.Ein gerð safabóla er fæðubóla sem sér um flutning hráefna frá yfirborði frumanna inn í „vinnslustöðvar“ í fryminu. Annað hlutverk safabólunnar er geymsla afurða sem fruman hefur framleitt. Dæmi um þetta eru bólur sem geyma fitu, vatn eða ensím. Einnig gegna safabólur mikilvægu hlutverki við að losa frumuna við úrgangsefni.

Safabólur eru yfirleitt mikið fyrirferðarmeiri í plöntufrumum en dýrsfrumum. Í plöntufrumum liggur safabólan gjarnan miðlægt og fyllir upp í mikinn hluta rýmisins innan frumuhimnunar þannig að kjarninn og önnur frumlíffæri ýtast til hliðar.Safabólur eru helsti geymslustaður fyrir vökva í plöntunni og hefur vatnsþrýstingur í þeim áhrif á hversu stinn eða lin plantan er. Ef safabóla er full af vökva þrýstir hún á frumvegginn og á þannig þátt í að gera plöntuna stinna en ef safabóla skreppur saman vegna vatnsskorts linast plantan og hangir.

...