Sólin Sólin Rís 03:49 • sest 23:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 22:41 • Sest 03:14 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:38 • Síðdegis: 18:00 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:46 • Síðdegis: 24:13 í Reykjavík

Hvað getið þið sagt mér um vefi dýra?

Jón Már Halldórsson

Hér er einnig svarað spurningunni:
Hvað er þekjuvefur?

Dýravefir eru yfirleitt flokkaðir í stoðvefi, þekjuvefi, blóð, taugavefi og vöðvavefi. Í þessu svari er athyglinni fyrst og fremst beint að stoðvefjum og þekjuvefjum en þegar hefur verið fjallað um vöðvavefi í svari sama höfundar við spurningunni Hvað getið þið sagt mér um vöðvavefi dýra? og um blóðvef í svari EDS við spurningunni Hvað er blóð? Umfjöllun um taugavef bíður betri tíma.

Helstu einkenni stoðvefja eru þau að oftast er mikið bil á milli frumnanna sem mynda vefina og er svæðið á milli þeirra fyllt með fljótandi eða föstum efnum, svokölluðum tengiefnum. Annað einkenni stoðvefja er að frumurnar eru frekar ósérhæfðar þannig að við ákveðnar aðstæður geta frumur í tilteknum vef breyst í aðra gerð stoðvefja. Stoðvefir eru í öllum líffærum á milli annarra vefja.

Hefð er fyrir því að skipta stoðvefjum upp í tvo flokka, lausan og fastan stoðvef, eftir gerð tengiefnisins á milli frumnanna. Í lausum stoðvef, öðru nafni bandvef, er mikið tengiefni á milli frumnanna í formi trefja. Síðan er hægt að flokka lausa stoðvefi frekar eftir innbyrðis hlutföllum ýmiss konar fruma og trefja. Einn slíkra flokka eru sinar sem hafa mjög hátt hlutfall trefja.

Í föstum stoðvefjum seyta frumurnar efnasamböndum, oftast ólífrænum, sem mynda föst tengiefni. Ef slíkur vefur er skoðaður í smásjá má sjá að frumurnar koma fyrir sem eins konar eyjur umluktar hörðu efni, tengiefninu. Dæmi um mjög áberandi fasta stoðvefi í hryggdýrum eru bein og brjósk en uppistaðan í beinum er tengiefnið kalsínfosfat.

Brjóskvefur af undirgerðinni hyalinbrjósk en hann finnst meðal annars í nefi og öndunarvegi spendýra. Á myndinni má sjá frumur umluktar brjóski.

Í þekjuvefjum falla frumurnar hins vegar þétt hver að annarri og mynda lög, ýmist eitt lag (einfaldur þekjuvefur) eða mörg (lagskiptur þekjuvefur) þar sem lögin liggja þétt hvert upp að öðru. Húðin er að stórum hluta dæmi lagskiptan þekjuvef (sjá nánar um húðina svari Stefáns S. Sigurðssonar við spurningunni Er húðin líffæri?) en þekjuvefi er einnig að finna inni í hárserkjum og húðkirtlum, innan á æðum, öndunarfærum, meltingarfærum, kynfærum og þvagfærum.

Til eru ýmis form þekjufruma, þær geta verið flatar eins og í himnum, teningslaga eins og í kirtilrásum eða staflaga eins og í meltingarvegi. Ólíkt stoðvefjum verða frumur í þekjuvef afar sérhæfðar þegar fullum þroska er náð og geta því ekki skipt um hlutverk ef eitthvað alvarlegt kemur fyrir í líkamsstarfsemi dýrsins.

Þó ekki sé fjallað um vöðvavef í þessu svari má geta þess að vöðvavefur er að öllu jöfnu fyrirferðarmesta vefjagerðin í hryggdýrum. Hjá mönnum er hlutfall vöðvavefjar allt að 65% af heildarlíkamsþyngdinni.

Vefjagerð magans.

Mismunandi vefir líkamanns raðast saman og mynda líffæri og líffærakerfi. Sem dæmi má nefna meltingarfærin. Í vegg meltingarfæris finnast að minnsta kosti sex vefir. Innsta lagið er svokölluð slíma sem er aðallega gerð úr einföldum þekjuvef með staflaga frumum. Næst slímunni er undirslíma sem gerð er úr bandvefjarlagi sem er ríkulegt af æðum og taugum. Utan um undirslímuna er vöðvahjúpur gerður úr tveimur lögum sléttra vöðva (innra hringvöðvalagi og ytra langvöðvalagi) en á milli þeirra er mikið af taugavef. Að síðustu er það ysta lagið sem nefnist varahjúpur. Hann samanstendur af tveimur lögum, hið innra er bandvefjarlag en hið ytra er einfalt lag flatra þekjufruma. Varahjúpur þessi umlykur meltingarfærin frá vélinda og allt niður að endaþarmi og rennur saman við þær himnur sem skorða meltingaveginn í líkamanum.

Myndir:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

15.11.2004

Spyrjandi

Sigurður Fannar
Sunna Sigurjónsdóttir

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvað getið þið sagt mér um vefi dýra?“ Vísindavefurinn, 15. nóvember 2004. Sótt 22. maí 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=4612.

Jón Már Halldórsson. (2004, 15. nóvember). Hvað getið þið sagt mér um vefi dýra? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=4612

Jón Már Halldórsson. „Hvað getið þið sagt mér um vefi dýra?“ Vísindavefurinn. 15. nóv. 2004. Vefsíða. 22. maí. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=4612>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað getið þið sagt mér um vefi dýra?
Hér er einnig svarað spurningunni:

Hvað er þekjuvefur?

Dýravefir eru yfirleitt flokkaðir í stoðvefi, þekjuvefi, blóð, taugavefi og vöðvavefi. Í þessu svari er athyglinni fyrst og fremst beint að stoðvefjum og þekjuvefjum en þegar hefur verið fjallað um vöðvavefi í svari sama höfundar við spurningunni Hvað getið þið sagt mér um vöðvavefi dýra? og um blóðvef í svari EDS við spurningunni Hvað er blóð? Umfjöllun um taugavef bíður betri tíma.

Helstu einkenni stoðvefja eru þau að oftast er mikið bil á milli frumnanna sem mynda vefina og er svæðið á milli þeirra fyllt með fljótandi eða föstum efnum, svokölluðum tengiefnum. Annað einkenni stoðvefja er að frumurnar eru frekar ósérhæfðar þannig að við ákveðnar aðstæður geta frumur í tilteknum vef breyst í aðra gerð stoðvefja. Stoðvefir eru í öllum líffærum á milli annarra vefja.

Hefð er fyrir því að skipta stoðvefjum upp í tvo flokka, lausan og fastan stoðvef, eftir gerð tengiefnisins á milli frumnanna. Í lausum stoðvef, öðru nafni bandvef, er mikið tengiefni á milli frumnanna í formi trefja. Síðan er hægt að flokka lausa stoðvefi frekar eftir innbyrðis hlutföllum ýmiss konar fruma og trefja. Einn slíkra flokka eru sinar sem hafa mjög hátt hlutfall trefja.

Í föstum stoðvefjum seyta frumurnar efnasamböndum, oftast ólífrænum, sem mynda föst tengiefni. Ef slíkur vefur er skoðaður í smásjá má sjá að frumurnar koma fyrir sem eins konar eyjur umluktar hörðu efni, tengiefninu. Dæmi um mjög áberandi fasta stoðvefi í hryggdýrum eru bein og brjósk en uppistaðan í beinum er tengiefnið kalsínfosfat.

Brjóskvefur af undirgerðinni hyalinbrjósk en hann finnst meðal annars í nefi og öndunarvegi spendýra. Á myndinni má sjá frumur umluktar brjóski.

Í þekjuvefjum falla frumurnar hins vegar þétt hver að annarri og mynda lög, ýmist eitt lag (einfaldur þekjuvefur) eða mörg (lagskiptur þekjuvefur) þar sem lögin liggja þétt hvert upp að öðru. Húðin er að stórum hluta dæmi lagskiptan þekjuvef (sjá nánar um húðina svari Stefáns S. Sigurðssonar við spurningunni Er húðin líffæri?) en þekjuvefi er einnig að finna inni í hárserkjum og húðkirtlum, innan á æðum, öndunarfærum, meltingarfærum, kynfærum og þvagfærum.

Til eru ýmis form þekjufruma, þær geta verið flatar eins og í himnum, teningslaga eins og í kirtilrásum eða staflaga eins og í meltingarvegi. Ólíkt stoðvefjum verða frumur í þekjuvef afar sérhæfðar þegar fullum þroska er náð og geta því ekki skipt um hlutverk ef eitthvað alvarlegt kemur fyrir í líkamsstarfsemi dýrsins.

Þó ekki sé fjallað um vöðvavef í þessu svari má geta þess að vöðvavefur er að öllu jöfnu fyrirferðarmesta vefjagerðin í hryggdýrum. Hjá mönnum er hlutfall vöðvavefjar allt að 65% af heildarlíkamsþyngdinni.

Vefjagerð magans.

Mismunandi vefir líkamanns raðast saman og mynda líffæri og líffærakerfi. Sem dæmi má nefna meltingarfærin. Í vegg meltingarfæris finnast að minnsta kosti sex vefir. Innsta lagið er svokölluð slíma sem er aðallega gerð úr einföldum þekjuvef með staflaga frumum. Næst slímunni er undirslíma sem gerð er úr bandvefjarlagi sem er ríkulegt af æðum og taugum. Utan um undirslímuna er vöðvahjúpur gerður úr tveimur lögum sléttra vöðva (innra hringvöðvalagi og ytra langvöðvalagi) en á milli þeirra er mikið af taugavef. Að síðustu er það ysta lagið sem nefnist varahjúpur. Hann samanstendur af tveimur lögum, hið innra er bandvefjarlag en hið ytra er einfalt lag flatra þekjufruma. Varahjúpur þessi umlykur meltingarfærin frá vélinda og allt niður að endaþarmi og rennur saman við þær himnur sem skorða meltingaveginn í líkamanum.

Myndir:...