Hvað er veggjatítla, hvernig lítur hún út, hvernig hagar hún sé, hvernig er hægt að útrýma henni og hverjir eru helstu sérfræðingar okkur um hana?Veggjatítla (Anobium punctatum) sem stundum er kölluð á ensku furniture beetle eða house borer, er skordýr af ætt bjalla (Coleoptera). Veggjatítlur eru brúnar að lit og staflaga og geta verið allbreytilegar að stærð. Nánari lýsingu á dýrinu er að finna í umfjöllun Erlings Ólafssonar skordýrafræðings á vef Náttúrufræðistofnunar Íslands:
Skjaldvængir eru tiltölulega langir, jafnbreiðir fram og aftur, hálsskjöldur er mjórri og kýldur upp í kryppu aftan til. Haus er kýttur inn undir hálsskjöldinn. Áberandi rákir með röð holupytta liggja langs eftir skjaldvængjunum, en undir þeim eru samanbrotnir flugvængir sem bjöllurnar geta gripið til á góðum stundum. Lirfurnar eru ljósir, linir, krepptir, fótstuttir ormar með harða, dekkri höfuðskel, fullvaxnar um 5-6 mm langar.

Veggjatítlur er útbreiddar um alla Evrópu. Þær hafa borist til Grænlands og einnig náð að festa rætur í vistkerfi Norður-Ameríku og í austanverðri Ástralíu. Með hjálp mannsins geta veggjatítlur lifað á svæðum sem væru þeim óbyggileg ef þær þyrftu að komast af í náttúrunni. Þar á meðal er Ísland sem er fyrir norðan þeirra náttúrlegu heimkynni. Á slíkum svæðum hafast þær við í híbýlum og viðarhúsgögnum.

- Veggjatítla (Anobium punctatum) eftir Erling Ólafsson á vef Náttúrufræðistofnunar Íslands.
- Pöddur: skordýr og áttfætlur, í ritstjórn Hrefnu Sigurjónsdóttur og Árna Einarssonar. Reykjavík: Landvernd, 1989.
- Holzfragen.de
- Safeguard Chemicals