Sólin Sólin Rís 05:36 • sest 21:19 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:44 • Sest 05:50 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:37 • Síðdegis: 17:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:57 • Síðdegis: 23:09 í Reykjavík

Hvað er veggjatítla?

Jón Már Halldórsson

Hér er einnig svarað spurningunni:
Hvað er veggjatítla, hvernig lítur hún út, hvernig hagar hún sé, hvernig er hægt að útrýma henni og hverjir eru helstu sérfræðingar okkur um hana?

Veggjatítla (Anobium punctatum) sem stundum er kölluð á ensku furniture beetle eða house borer, er skordýr af ætt bjalla (Coleoptera). Veggjatítlur eru brúnar að lit og staflaga og geta verið allbreytilegar að stærð. Nánari lýsingu á dýrinu er að finna í umfjöllun Erlings Ólafssonar skordýrafræðings á vef Náttúrufræðistofnunar Íslands:
Skjaldvængir eru tiltölulega langir, jafnbreiðir fram og aftur, hálsskjöldur er mjórri og kýldur upp í kryppu aftan til. Haus er kýttur inn undir hálsskjöldinn. Áberandi rákir með röð holupytta liggja langs eftir skjaldvængjunum, en undir þeim eru samanbrotnir flugvængir sem bjöllurnar geta gripið til á góðum stundum. Lirfurnar eru ljósir, linir, krepptir, fótstuttir ormar með harða, dekkri höfuðskel, fullvaxnar um 5-6 mm langar.


Veggjatítlur er útbreiddar um alla Evrópu. Þær hafa borist til Grænlands og einnig náð að festa rætur í vistkerfi Norður-Ameríku og í austanverðri Ástralíu.

Með hjálp mannsins geta veggjatítlur lifað á svæðum sem væru þeim óbyggileg ef þær þyrftu að komast af í náttúrunni. Þar á meðal er Ísland sem er fyrir norðan þeirra náttúrlegu heimkynni. Á slíkum svæðum hafast þær við í híbýlum og viðarhúsgögnum.

Lífsferill veggjatítla er þannig að fyrri hluta sumars (oftast í lok júní og snemma í júlí hér á landi) klekjast púpurnar sem eru inni í viðnum og út skríða bjöllur. Bjöllurnar naga sig upp að yfirborði viðarins og við það myndast götin sem hafa valdið eyðileggingu hjá þeim húseigendum sem hafa verið svo ólánsamir að lenda í þessum vágesti. Borgöt þessi eru venjulega um 1-2 mm í þvermál.

Fullorðinsstigið er stutt hjá veggjatítlum og varir aðeins um tvær vikur. Á þeim tíma makast dýrin og kvendýrin verpa eggjum sem oftast eru á bilinu 20-60 talsins. Kvendýrin velja sér sprungur eða göt í viðnum til þess að verpa í. Eggin klekjast út á 3-4 vikum og lirfurnar taka að éta sig inn í viðinn.

Vaxtartími lirfanna ræðst af ýmsum aðstæðum, svo sem viðartegund, hita- og rakastigi. Vaxtartíminn tekur nokkur ár en menn greinir þó á um hversu mörg þau eru. Sennilega líða á bilinu 3-8 ár þangað til lirfurnar púpa sig. Á meðan þær eru að vaxa éta þær sig um viðinn fram og til baka og aftur úr þeim gengur ómeltur fæðuúrgangur sem kemur fyrir sjónir eins og hvítur salli.

Reynslan hefur sýnt að veggjatítlur leggjast aðallega á nokkrar viðartegundir, svo sem barr- og lauftré en rannsóknir hafa þó sýnt að þroski þeirra er hvað hraðastur í furuviði, víði og hesli.

Kjörhitastig lirfanna er á bilinu 22-23°C en ef hitastigið fer yfir 28°C þrífast þær ekki. Þær þrífast hins vegar ágætlega við lægra hitastig en þá hægir þó verulega á vaxtarhraða og stöðvast vöxtur alveg við 14°C. Loftraki hefur afgerandi þýðingu, en beint samband er milli hans og vatnsinnihalds viðarins. Hagstæðust skilyrði skapast við 30% raka í viðnum, sem samsvarar 100% loftraka. Falli rakastig viðarins niður fyrir 11% stöðvast vöxtur lirfanna.

Veggjatítlur hafa nokkrum sinnum valdið miklu eignatjóni á mannvirkjum hér á landi. Hér verða ekki veittar ráðlegginga varðandi útrýmingu þessara dýra en ef grunur leikur á að veggjatítlur hafi búið um sig í tréverki húss þá er best að hafa samband við fagaðila, smiði og meindýraeyða.

Sá íslenski vísindamaður sem hefur skrifað mest um veggjatítlur er dr. Erling Ólafsson skordýrafræðingur og er áhugasömum lesendum bent á að kynna sér grein hans sem getið er í heimildalistanum hér að neðan.

Heimildir og myndir:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

22.11.2004

Spyrjandi

Hjörtur S. Steinason
Örn Torfason

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvað er veggjatítla?“ Vísindavefurinn, 22. nóvember 2004. Sótt 20. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=4622.

Jón Már Halldórsson. (2004, 22. nóvember). Hvað er veggjatítla? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=4622

Jón Már Halldórsson. „Hvað er veggjatítla?“ Vísindavefurinn. 22. nóv. 2004. Vefsíða. 20. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=4622>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað er veggjatítla?
Hér er einnig svarað spurningunni:

Hvað er veggjatítla, hvernig lítur hún út, hvernig hagar hún sé, hvernig er hægt að útrýma henni og hverjir eru helstu sérfræðingar okkur um hana?

Veggjatítla (Anobium punctatum) sem stundum er kölluð á ensku furniture beetle eða house borer, er skordýr af ætt bjalla (Coleoptera). Veggjatítlur eru brúnar að lit og staflaga og geta verið allbreytilegar að stærð. Nánari lýsingu á dýrinu er að finna í umfjöllun Erlings Ólafssonar skordýrafræðings á vef Náttúrufræðistofnunar Íslands:
Skjaldvængir eru tiltölulega langir, jafnbreiðir fram og aftur, hálsskjöldur er mjórri og kýldur upp í kryppu aftan til. Haus er kýttur inn undir hálsskjöldinn. Áberandi rákir með röð holupytta liggja langs eftir skjaldvængjunum, en undir þeim eru samanbrotnir flugvængir sem bjöllurnar geta gripið til á góðum stundum. Lirfurnar eru ljósir, linir, krepptir, fótstuttir ormar með harða, dekkri höfuðskel, fullvaxnar um 5-6 mm langar.


Veggjatítlur er útbreiddar um alla Evrópu. Þær hafa borist til Grænlands og einnig náð að festa rætur í vistkerfi Norður-Ameríku og í austanverðri Ástralíu.

Með hjálp mannsins geta veggjatítlur lifað á svæðum sem væru þeim óbyggileg ef þær þyrftu að komast af í náttúrunni. Þar á meðal er Ísland sem er fyrir norðan þeirra náttúrlegu heimkynni. Á slíkum svæðum hafast þær við í híbýlum og viðarhúsgögnum.

Lífsferill veggjatítla er þannig að fyrri hluta sumars (oftast í lok júní og snemma í júlí hér á landi) klekjast púpurnar sem eru inni í viðnum og út skríða bjöllur. Bjöllurnar naga sig upp að yfirborði viðarins og við það myndast götin sem hafa valdið eyðileggingu hjá þeim húseigendum sem hafa verið svo ólánsamir að lenda í þessum vágesti. Borgöt þessi eru venjulega um 1-2 mm í þvermál.

Fullorðinsstigið er stutt hjá veggjatítlum og varir aðeins um tvær vikur. Á þeim tíma makast dýrin og kvendýrin verpa eggjum sem oftast eru á bilinu 20-60 talsins. Kvendýrin velja sér sprungur eða göt í viðnum til þess að verpa í. Eggin klekjast út á 3-4 vikum og lirfurnar taka að éta sig inn í viðinn.

Vaxtartími lirfanna ræðst af ýmsum aðstæðum, svo sem viðartegund, hita- og rakastigi. Vaxtartíminn tekur nokkur ár en menn greinir þó á um hversu mörg þau eru. Sennilega líða á bilinu 3-8 ár þangað til lirfurnar púpa sig. Á meðan þær eru að vaxa éta þær sig um viðinn fram og til baka og aftur úr þeim gengur ómeltur fæðuúrgangur sem kemur fyrir sjónir eins og hvítur salli.

Reynslan hefur sýnt að veggjatítlur leggjast aðallega á nokkrar viðartegundir, svo sem barr- og lauftré en rannsóknir hafa þó sýnt að þroski þeirra er hvað hraðastur í furuviði, víði og hesli.

Kjörhitastig lirfanna er á bilinu 22-23°C en ef hitastigið fer yfir 28°C þrífast þær ekki. Þær þrífast hins vegar ágætlega við lægra hitastig en þá hægir þó verulega á vaxtarhraða og stöðvast vöxtur alveg við 14°C. Loftraki hefur afgerandi þýðingu, en beint samband er milli hans og vatnsinnihalds viðarins. Hagstæðust skilyrði skapast við 30% raka í viðnum, sem samsvarar 100% loftraka. Falli rakastig viðarins niður fyrir 11% stöðvast vöxtur lirfanna.

Veggjatítlur hafa nokkrum sinnum valdið miklu eignatjóni á mannvirkjum hér á landi. Hér verða ekki veittar ráðlegginga varðandi útrýmingu þessara dýra en ef grunur leikur á að veggjatítlur hafi búið um sig í tréverki húss þá er best að hafa samband við fagaðila, smiði og meindýraeyða.

Sá íslenski vísindamaður sem hefur skrifað mest um veggjatítlur er dr. Erling Ólafsson skordýrafræðingur og er áhugasömum lesendum bent á að kynna sér grein hans sem getið er í heimildalistanum hér að neðan.

Heimildir og myndir:...