Sólin Sólin Rís 06:43 • sest 20:03 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:43 • Síðdegis: 25:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:01 • Síðdegis: 19:24 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 06:43 • sest 20:03 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:43 • Síðdegis: 25:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:01 • Síðdegis: 19:24 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvernig eru maurabú og er hægt að búa þau til heima hjá sér?

Jón Már Halldórsson

Um 8.000 tegundir maura innan ættarinnar Formicidae hafa fundist á jörðinni. Maurar lifa um heim allan en langflestar tegundir eru í hitabeltinu, sérstaklega á regnskógasvæðunum. Allar maurategundir lifa í hópum eða nýlendum enda eru maurar svokölluð félagsskordýr. Samfélög þeirra eru vel skipulögð með skýrri verkskiptingu sem helgast af samfélagsstöðu mauranna. Flestar maurategundirnar gera sér bú þó sumir maurar geti lifað sem sníkjudýr á öðrum dýrum svo sem Monomorium salomonis.



Þverkurðarmynd af maurabúi undir gangstéttarhellu.

Maurabú geta verið af ótal gerðum. Sum eru neðanjarðar, oft undir steinum eða grafin niður í jarðveginn. Í heitum löndum er algengt að maurar geri sér bú undir gangstéttarhellum í bæjum. Aðrir maurar gera sér hreiður ofan jarðar og er byggingarefnið þá oftast sandur, möl eða efniviður úr trjám. Svokallaðir smíðamaurar (e. Carpenter ants, Camponotus spp.) sem eru algengir í Norður-Ameríku, gera sér hreiður í gömlu timbri. Aðrar tegundir, eins og vefaramaurar í regnskógum Afríku, gera sér bú með því að binda laufblöð saman með silkiþráðum. Að lokum má nefna tegundir af ættkvíslinni Dolichoderus sem lifa í Suður-Ameríku og gera sér bú með því að líma saman agnir úr saur dýra. Af þessu er ljóst að maurabú eru afar margvísleg og maurar nota mismunandi aðferðir við að gera þau.

Samfélög maura eru misstór, allt frá nokkrum dýrum upp í nokkrar milljónir einstaklinga. Í stórum búum trjámaura (Formica aquilonia) sem meðal annars finnast í Skotlandi, eru allt að 100 þúsund einstaklingar. Yfir vetrartímann halda þeir til í búinu en á vorin fara þeir á stjá.

Maurar eru nokkuð vinsælir sem gæludýr, sérstaklega í Norður-Ameríku. Fyrir börn sem hafa ofnæmi fyrir hárum katta eða hunda henta þeir ekki síður en búrfiskar.



Sumar maurategundir byggja stærðarinnar bú. Ekki er víst að allir væru ánægðir með svona maurabú heima hjá sér.

Í raun er ofureinfalt að gera maurabú í heimahúsi. Til þess þarf stórt glerbúr, til dæmis fiskabúr, maura, hentugan jarðveg og loks annað smærra glerbúr eða glerpípu. Byrja skal á því að setja minna glerbúrið í stærra glerbúrið. Þetta er gert til þess að fá mauranna til að byggja ganga í jarðveginum. Síðan er jarðvegurinn er settur í stóra búrið umhverfis smærra glerílátið. Rétt er að skilja eftir um 5 cm frá toppi ílátsins, en maurar eiga ekki að geta gengið upp glervegginn.

Því næst þarf að útvega sér maura. Sunnar á hnettinum er það ekki erfitt því maurar eru tiltölulega algeng skordýr. Þar er hægt að skreppa út með skóflu og reyna að veiða sem flesta maura með því að moka upp búi. Nauðsynlegt er að veiða einnig stærstu maurana sem oftast eru vængjaðir, það er að segja drottningarnar og egg þeirra.

Víða í gæludýraverslunum í Bandaríkjunum er hægt að kaupa maura. Höfundur þessa svars hefur ekki upplýsingar um framboð á maurum í gæludýraverslunum hér á landi, en aðeins ein maurategund finnst villt í íslenskri náttúru þó fleiri hafa fundist hér.

Þegar maurarnir eru komnir í búrið er hægt að gefa þeim brauðmylsnu vætta í sykurvatni eða hunangi. Ekki er nauðsynlegt að hafa vatn í búrinu þar sem maurar fá vökva einvörðungu úr fæðunni. Gott þykir þó að væta bómullarhnoðra með vatni og hafa í búrinu.

Til þess að maurarnir dafni vel þarf að hafa heimkynni þeirra innandyra sem líkust náttúrlegum heimkynnum þeirra. Ef hita- og rakastig og efnainnihald jarðvegsins er líkt því sem maurarnir eiga að venjarst þrífast þeir vel og geta veitt heimilisfólkinu ómælda ánægju. Það getur verið afar fróðlegt og gefandi að fylgjast með svo þróuðum félagsskordýrum við dagleg störf.

Heimildir, myndir og frekara lesefni um gerð maurabúa:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

29.11.2004

Spyrjandi

Friðrik Johnson

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvernig eru maurabú og er hægt að búa þau til heima hjá sér?“ Vísindavefurinn, 29. nóvember 2004, sótt 12. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=4635.

Jón Már Halldórsson. (2004, 29. nóvember). Hvernig eru maurabú og er hægt að búa þau til heima hjá sér? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=4635

Jón Már Halldórsson. „Hvernig eru maurabú og er hægt að búa þau til heima hjá sér?“ Vísindavefurinn. 29. nóv. 2004. Vefsíða. 12. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=4635>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvernig eru maurabú og er hægt að búa þau til heima hjá sér?
Um 8.000 tegundir maura innan ættarinnar Formicidae hafa fundist á jörðinni. Maurar lifa um heim allan en langflestar tegundir eru í hitabeltinu, sérstaklega á regnskógasvæðunum. Allar maurategundir lifa í hópum eða nýlendum enda eru maurar svokölluð félagsskordýr. Samfélög þeirra eru vel skipulögð með skýrri verkskiptingu sem helgast af samfélagsstöðu mauranna. Flestar maurategundirnar gera sér bú þó sumir maurar geti lifað sem sníkjudýr á öðrum dýrum svo sem Monomorium salomonis.



Þverkurðarmynd af maurabúi undir gangstéttarhellu.

Maurabú geta verið af ótal gerðum. Sum eru neðanjarðar, oft undir steinum eða grafin niður í jarðveginn. Í heitum löndum er algengt að maurar geri sér bú undir gangstéttarhellum í bæjum. Aðrir maurar gera sér hreiður ofan jarðar og er byggingarefnið þá oftast sandur, möl eða efniviður úr trjám. Svokallaðir smíðamaurar (e. Carpenter ants, Camponotus spp.) sem eru algengir í Norður-Ameríku, gera sér hreiður í gömlu timbri. Aðrar tegundir, eins og vefaramaurar í regnskógum Afríku, gera sér bú með því að binda laufblöð saman með silkiþráðum. Að lokum má nefna tegundir af ættkvíslinni Dolichoderus sem lifa í Suður-Ameríku og gera sér bú með því að líma saman agnir úr saur dýra. Af þessu er ljóst að maurabú eru afar margvísleg og maurar nota mismunandi aðferðir við að gera þau.

Samfélög maura eru misstór, allt frá nokkrum dýrum upp í nokkrar milljónir einstaklinga. Í stórum búum trjámaura (Formica aquilonia) sem meðal annars finnast í Skotlandi, eru allt að 100 þúsund einstaklingar. Yfir vetrartímann halda þeir til í búinu en á vorin fara þeir á stjá.

Maurar eru nokkuð vinsælir sem gæludýr, sérstaklega í Norður-Ameríku. Fyrir börn sem hafa ofnæmi fyrir hárum katta eða hunda henta þeir ekki síður en búrfiskar.



Sumar maurategundir byggja stærðarinnar bú. Ekki er víst að allir væru ánægðir með svona maurabú heima hjá sér.

Í raun er ofureinfalt að gera maurabú í heimahúsi. Til þess þarf stórt glerbúr, til dæmis fiskabúr, maura, hentugan jarðveg og loks annað smærra glerbúr eða glerpípu. Byrja skal á því að setja minna glerbúrið í stærra glerbúrið. Þetta er gert til þess að fá mauranna til að byggja ganga í jarðveginum. Síðan er jarðvegurinn er settur í stóra búrið umhverfis smærra glerílátið. Rétt er að skilja eftir um 5 cm frá toppi ílátsins, en maurar eiga ekki að geta gengið upp glervegginn.

Því næst þarf að útvega sér maura. Sunnar á hnettinum er það ekki erfitt því maurar eru tiltölulega algeng skordýr. Þar er hægt að skreppa út með skóflu og reyna að veiða sem flesta maura með því að moka upp búi. Nauðsynlegt er að veiða einnig stærstu maurana sem oftast eru vængjaðir, það er að segja drottningarnar og egg þeirra.

Víða í gæludýraverslunum í Bandaríkjunum er hægt að kaupa maura. Höfundur þessa svars hefur ekki upplýsingar um framboð á maurum í gæludýraverslunum hér á landi, en aðeins ein maurategund finnst villt í íslenskri náttúru þó fleiri hafa fundist hér.

Þegar maurarnir eru komnir í búrið er hægt að gefa þeim brauðmylsnu vætta í sykurvatni eða hunangi. Ekki er nauðsynlegt að hafa vatn í búrinu þar sem maurar fá vökva einvörðungu úr fæðunni. Gott þykir þó að væta bómullarhnoðra með vatni og hafa í búrinu.

Til þess að maurarnir dafni vel þarf að hafa heimkynni þeirra innandyra sem líkust náttúrlegum heimkynnum þeirra. Ef hita- og rakastig og efnainnihald jarðvegsins er líkt því sem maurarnir eiga að venjarst þrífast þeir vel og geta veitt heimilisfólkinu ómælda ánægju. Það getur verið afar fróðlegt og gefandi að fylgjast með svo þróuðum félagsskordýrum við dagleg störf.

Heimildir, myndir og frekara lesefni um gerð maurabúa:...