Vegna mikillar útbreiðslu hafa hlébarðar greinst í fjölmargar deilitegundir í tímans rás. Dýr sem tilheyra mismunandi deilitegundum geta verið mjög ólík að stærð, allt frá stórvöxnum dýrum, um 80-100 kg að þyngd, í vesturhluta Afríku og miðhluta Írans til smávaxnari einstaklinga sem vega um 20-30 kg í Sómalíu og á Jövu. Mismunandi umhverfisskilyrði hlébarða endurspeglast í ýmsum útlitseinkennum þeirra. Hlébarðar á köldum svæðum í suðaustur Rússlandi eru til dæmis mun loðnari en hlébarðar í þéttum skógum Vestur-Afríku og Indónesíu, á gresjulöndum Austur-Afríku eða á eyðimerkursvæðum í vestanverðri Asíu. Það hefur lengi verið talsverður ágreiningur meðal dýrafræðinga um það í hversu margar deilitegundir á að skipta Panthera pardus. Sumir fræðimenn vilja meina að það séu einungis sjö deilitegundir en aðrir telja þær vera allt að 35. Ágreiningurinn stendur aðallega um það hversu margar deilitegundir eru í Afríku. Margar rannsóknir hafa sýnt fram á að æxlunareinangrun mismunandi deilitegunda hefur sennilega verið ofmetin en eldri heimildir tilgreina allt að 11 deilitegundir í Afríku. Þær eru:
| Fræðiheiti | Svæði |
| Panthera pardus adersi | Zanzibar |
| Panthera pardus adusta | Eþíópía |
| Panthera pardus leopardus | Vestur-Afríka |
| Panthera pardus melanotica | Suður-Afríka |
| Panthera pardus nanopardus | Sómalía |
| Panthera pardus panthera | Alsír, Egyptaland |
| Panthera pardus pardus | Miðaustur-Afríka |
| Panthera pardus reichenowi | Kamerún |
| Panthera pardus ruwenzorli | Miðaustur-Afríka |
| Panthera pardus sindica | Suðvestur-Afríka |
| Panthera pardus suahelica | Austur-Afríka |
Að mati Peter Jacksons og fleiri dýrafræðinga eru deilitegundir hlébarðans í Afríku þessar:
| Fræðiheiti (almennt heiti) | Svæði |
| Panthera pardus panthera (Berba-hlébarðinn) | Alsír, Egyptaland |
| Panthera pardus pardus | Súdan, Eþíópía, Kenía |
| Panthera pardus leopardus | Vestur-Afríka |
| Fræðiheiti (almennt heiti) | Svæði |
| Panthera pardus delacouri | Indókína |
| Panthera pardus fusca | Frá Kasmír til Srí Lanka, Burma og Suður-Kína |
| Panthera pardus japonensis | Norður Kína (Mansjúría) |
| Panthera pardus jarvisi (Sinaí-hlébarðinn) | Sinaískaginn |
| Panthera pardus kotiya | Srí Lanka |
| Panthera pardus meas | Indónesía (Java) |
| Panthera pardus nimr (Arabíu-hlébarðinn) | Arabíuskagi |
| Panthera pardus orientalis (Amur-hlébarðinn) | Rússland (Ussuriland) |
| Panthera pardus pernigra | Kasmír, Sikkim til Nepal |
| Panthera pardus saxicolor (Persa-hlébarðinn) | Íran |
| Panthera pardus sindica | Pakistan (Sind til Balukistan) |
| Panthera pardus tulliana (Anatolíu-hlébarðinn) | Tyrkland (Anatolía) |
- Guggisberg, C. 1975. Wild Cats of the World. New York: Taplinger Publishing Company.
- Ýmsar greinar eftir Peter Jackson á Cat News.
- Uphyrkina O, Johnson WE, Quigley H, Miquelle D, Marker L, Bush M, O'Brien SJ. 2001. Phylogenetics, genome diversity and origin of modern leopard, Panthera pardus. Molecular Ecology (11):2617-33.
- The Cat Survival Trust
- Grant's Website