Sólin Sólin Rís 05:19 • sest 21:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:18 • Sest 04:56 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:08 • Síðdegis: 13:14 í Reykjavík

Ég hef verið að lesa um sérkennilegt skeldýr sem heitir 'geoduck' á ensku. Hvað heitir það á íslensku og finnst það hér?

Jón Már Halldórsson

Geoduck eða Panope generosa á fræðimáli hefur verið nefnd koddaskel á íslensku. Hún er ein af stærstu samlokum (bivalvia) sem finnast og sú stærsta sem grefur sig niður í jarðveg. Koddaskelin getur vegið allt að 5,4 kg og verið um 20 cm á lengd.

Náttúruleg heimkynni koddaskelja eru í norðanverðu Kyrrahafi, aðallega við strendur Kanada og fylkjanna Alaska, Bresku-Kólumbíu og Washington í Bandaríkjunum. Koddaskeljar finnast hins vegar ekki í norðanverðu Atlantshafi og þar af leiðandi ekki innan fiskveiðilögsögu Íslands.

Koddaskelin lifir niðurgrafin á sjávarbotninum og nærist á smáum lífverum. Þær geta orðið mjög gamlar, jafnvel yfir 100 ára. Útlit þeirra er nokkuð sérkennilegt og minnir óneitanlega á getnaðarlim karlmanns þar sem sogpípan (e. siphon) sem dýrið notar til að losa sig við sjó eftir að hafa síað fæðu úr honum, liggur út úr skelinni. Því geta koddaskeljar aldrei lokað samlokunni líkt og flest önnur skeldýr.


Nánar má lesa um samlokur í svari sama höfundar við spurningunni Hvað eru samlokur?

Mynd: Kelly M. Curtis

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

10.12.2004

Spyrjandi

Þórður Gunnarsson

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Ég hef verið að lesa um sérkennilegt skeldýr sem heitir 'geoduck' á ensku. Hvað heitir það á íslensku og finnst það hér?“ Vísindavefurinn, 10. desember 2004. Sótt 25. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=4654.

Jón Már Halldórsson. (2004, 10. desember). Ég hef verið að lesa um sérkennilegt skeldýr sem heitir 'geoduck' á ensku. Hvað heitir það á íslensku og finnst það hér? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=4654

Jón Már Halldórsson. „Ég hef verið að lesa um sérkennilegt skeldýr sem heitir 'geoduck' á ensku. Hvað heitir það á íslensku og finnst það hér?“ Vísindavefurinn. 10. des. 2004. Vefsíða. 25. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=4654>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Ég hef verið að lesa um sérkennilegt skeldýr sem heitir 'geoduck' á ensku. Hvað heitir það á íslensku og finnst það hér?
Geoduck eða Panope generosa á fræðimáli hefur verið nefnd koddaskel á íslensku. Hún er ein af stærstu samlokum (bivalvia) sem finnast og sú stærsta sem grefur sig niður í jarðveg. Koddaskelin getur vegið allt að 5,4 kg og verið um 20 cm á lengd.

Náttúruleg heimkynni koddaskelja eru í norðanverðu Kyrrahafi, aðallega við strendur Kanada og fylkjanna Alaska, Bresku-Kólumbíu og Washington í Bandaríkjunum. Koddaskeljar finnast hins vegar ekki í norðanverðu Atlantshafi og þar af leiðandi ekki innan fiskveiðilögsögu Íslands.

Koddaskelin lifir niðurgrafin á sjávarbotninum og nærist á smáum lífverum. Þær geta orðið mjög gamlar, jafnvel yfir 100 ára. Útlit þeirra er nokkuð sérkennilegt og minnir óneitanlega á getnaðarlim karlmanns þar sem sogpípan (e. siphon) sem dýrið notar til að losa sig við sjó eftir að hafa síað fæðu úr honum, liggur út úr skelinni. Því geta koddaskeljar aldrei lokað samlokunni líkt og flest önnur skeldýr.


Nánar má lesa um samlokur í svari sama höfundar við spurningunni Hvað eru samlokur?

Mynd: Kelly M. Curtis...