Sólin Sólin Rís 05:22 • sest 21:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:11 • Sest 05:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:38 • Síðdegis: 18:56 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:39 • Síðdegis: 12:46 í Reykjavík
Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Af hverju nota Íslendingar arabíska orðið fíll um skepnuna sem flestar nágrannaþjóðir nefna elephant?

Guðrún Kvaran

Norræna orðið yfir fílinn hefur sennilega borist með víkingum norður á bóginn. Vitað er að þeir ferðuðust langt suður í álfur meðal annars í því skyni að stunda verslun. Þá hafa þeir án efa kynnst fílabeini og arabíska heitinu fil á dýrinu. Í fornsænsku og gamalli dönsku var notað orðið fil en fíll í forníslensku eins og vel er þekkt. Giskað hefur verið á að orðið fildi? 'fílabein' í búlgörsku hafi ýtt undir notkun orðsins í norrænum málum.

Gríska heitið á fíl er eléphas (í eignarfalli eléphantos) og latneska heitið er elephantus. Uppruni þessara orða er talinn óviss. Germanir, þar á meðal Íslendingar, kynntust orðinu snemma en færðu það yfir á annað dýr, úlfaldann eins og hann heitir núna hjá okkur, en það orð er dregið af 'elephant'. Í Postulasögum segir til dæmis: „sæll Johannes hafði klæði vofin af hári þeirra kvikvenda, sem kameli heita ok vér köllum ulfalda“. Í gotnesku, austurgermönsku máli, er heiti úlfaldans ulbandus en í fornensku olfend(a) og fornháþýsku olbento.



Talið er að orðin hafi borist eftir ólíkum leiðum í norður- og vesturgermönsk mál. Enska og þýska týna niður merkingunni 'úlfaldi' en taka upp latneska orðið elephant/Elephant í merkingunni 'fíll'. Í Norðurlandamálum er einnig notað tökuorðið elefant í stað fil áður. Orðið yfir úlfalda er í skandínavískum málum kamel sem tekið var að láni úr lágþýsku kaml en það er aftur fengið að láni úr grísku kámelos. Íslendingar hafa hins vegar haldið sig við fílinn og úlfaldann.

Mynd: Fílar

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

15.12.2004

Spyrjandi

Ólafur Ísleifsson

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Af hverju nota Íslendingar arabíska orðið fíll um skepnuna sem flestar nágrannaþjóðir nefna elephant?“ Vísindavefurinn, 15. desember 2004. Sótt 24. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=4664.

Guðrún Kvaran. (2004, 15. desember). Af hverju nota Íslendingar arabíska orðið fíll um skepnuna sem flestar nágrannaþjóðir nefna elephant? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=4664

Guðrún Kvaran. „Af hverju nota Íslendingar arabíska orðið fíll um skepnuna sem flestar nágrannaþjóðir nefna elephant?“ Vísindavefurinn. 15. des. 2004. Vefsíða. 24. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=4664>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Af hverju nota Íslendingar arabíska orðið fíll um skepnuna sem flestar nágrannaþjóðir nefna elephant?
Norræna orðið yfir fílinn hefur sennilega borist með víkingum norður á bóginn. Vitað er að þeir ferðuðust langt suður í álfur meðal annars í því skyni að stunda verslun. Þá hafa þeir án efa kynnst fílabeini og arabíska heitinu fil á dýrinu. Í fornsænsku og gamalli dönsku var notað orðið fil en fíll í forníslensku eins og vel er þekkt. Giskað hefur verið á að orðið fildi? 'fílabein' í búlgörsku hafi ýtt undir notkun orðsins í norrænum málum.

Gríska heitið á fíl er eléphas (í eignarfalli eléphantos) og latneska heitið er elephantus. Uppruni þessara orða er talinn óviss. Germanir, þar á meðal Íslendingar, kynntust orðinu snemma en færðu það yfir á annað dýr, úlfaldann eins og hann heitir núna hjá okkur, en það orð er dregið af 'elephant'. Í Postulasögum segir til dæmis: „sæll Johannes hafði klæði vofin af hári þeirra kvikvenda, sem kameli heita ok vér köllum ulfalda“. Í gotnesku, austurgermönsku máli, er heiti úlfaldans ulbandus en í fornensku olfend(a) og fornháþýsku olbento.



Talið er að orðin hafi borist eftir ólíkum leiðum í norður- og vesturgermönsk mál. Enska og þýska týna niður merkingunni 'úlfaldi' en taka upp latneska orðið elephant/Elephant í merkingunni 'fíll'. Í Norðurlandamálum er einnig notað tökuorðið elefant í stað fil áður. Orðið yfir úlfalda er í skandínavískum málum kamel sem tekið var að láni úr lágþýsku kaml en það er aftur fengið að láni úr grísku kámelos. Íslendingar hafa hins vegar haldið sig við fílinn og úlfaldann.

Mynd: Fílar...