Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Tuttugu og átta tegundir kanína eru þekktar í heiminum í dag og tilheyra þær ættinni Leporidea ásamt hérum.
Stærsta villta kanínutegundin er norður-amerísk mýrarkanína af tegundinni Sylvilagus aquaticus. Hún getur orðið 53 cm á lengd og vegið nærri 3 kg.
Ræktaðar kanínur eða heimiliskanínur geta þó orðið stærri og er stærsta þekkta kanína heims hollensk heimiliskanína að nafni Roberto. Hann vegur 16 kg og er rúmur metri á lengd. Roberto þessi er af ræktunarafbrigði alikanína sem nefnist á ensku 'Continental giant rabbit'.
Þar sem stærstu villtu kanínurnar verða vart þyngri en venjulegur heimilisköttur teljast þær tæplega til risa. Ekki er þó hægt að útiloka að risakanínur hafi verið uppi fyrr á tímum.
Þess má að lokum geta að smávöxnustu kanínur heims eru norður-ameríska dvergkanínan og tegund sem finnst á eyjunni Santo Porto, sem er ein af eyjum Madeira-eyjaklasans í Atlantshafi. Einstaklingar þessara tegunda verða vart lengri en 25 cm og vega mest um 400 grömm.
Myndir:
Jón Már Halldórsson. „Eru til risakanínur? Hvaða kanínutegund er stærst?“ Vísindavefurinn, 20. desember 2004, sótt 6. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=4673.
Jón Már Halldórsson. (2004, 20. desember). Eru til risakanínur? Hvaða kanínutegund er stærst? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=4673
Jón Már Halldórsson. „Eru til risakanínur? Hvaða kanínutegund er stærst?“ Vísindavefurinn. 20. des. 2004. Vefsíða. 6. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=4673>.