Sólin Sólin Rís 07:46 • sest 18:45 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 10:16 • Sest 18:20 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:16 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:01 • Síðdegis: 13:16 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 07:46 • sest 18:45 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 10:16 • Sest 18:20 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:16 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:01 • Síðdegis: 13:16 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er hægt að stöðva útbreiðslu "brjáluðu býflugunnar" sem varð til hjá brasilískum vísindamönnum við kynblöndun?

Gísli Már Gíslason

Upphafleg spurning var sem hér segir:
Vísindamenn í Brasilíu létu suður-amerískt kyn af býflugu eiga afkvæmi með öðru býflugnakyni. Afkvæmið var brjáluð býfluga sem er hættuleg mönnum. Er hægt að stöðva útbreiðslu þessarar flugu?
"Brjáluðu" býflugurnar eru afleiðing af kynblöndun býflugna af afrísku og evrópsku undirtegundunum. Þeim var óvart sleppt í Brasilíu á sjötta áratugnum. Þær hafa oft verið nefndar drápsbýflugur í fjölmiðlum vegna þess að varnarhegðun þeirra er ofsafengnari en kynsystra þeirra frá Evrópu sem algengast er að nota til hunangsframleiðslu. Of mikið er oft gert úr hættunni af þeim enda eru þær ekki "brjálaðri" en afrískir forverar þeirra.

Spurningin á við um afrísku býfluguna, en það er sama tegund og evrópska býflugan (Apis mellifera), sem notuð er til að framleiða hunang og fræva plöntur. Aftur á móti er um aðra undirtegund að ræða. "Brjáluðu" býflugurnar eru almennt nefndar afrísku býflugurnar og eru afleiðing af kynblöndun býflugna af afrísku og evrópsku undirtegundunum. Þeim var óvart sleppt í Brasilíu á sjötta áratugnum. Þær hafa oft verið nefndar drápsbýflugur í fjölmiðlum vegna þess að varnarhegðun þeirra er ofsafengnari en kynsystra þeirra frá Evrópu sem algengast er að nota til hunangsframleiðslu.

Þær eru upprunnar í Suður-Afríku og eftir að þeim var sleppt í Suður-Brasilíu hafa þær dreift úr sér í suður til norðurhluta Argentínu og í norður um Mið-Ameríku til Norður-Ameríku. Þær bárust til Bandaríkjanna 1990, fyrst til Suður-Texas og síðan til Arizona og Nýju-Mexikó (1993), Kaliforníu (1994) og Nevada (1999). Býflugurnar eru um 18 mm langar, brúnar á lit með óskýr litamynstur. Þær mynda bú í sprungum og glufum. Einnig eru til flugur með skýrar svartar og gular rendur.

Afrísku býflugurnar verja sig með meira offorsi en systur þeirra í Evrópu og nægir oft að þær verði fyrir ónæði af mönnum og dýrum til að þær bregðist harkalega við. Þær verjast með sting á afturenda og stungurnar geta gengið nærri fólki sem hefur ofnæmi fyrir þeim. Þetta á einnig við um ungabörn, gamalmenni og þá sem eru fatlaðir og eiga erfitt með að flýja. Einnig geta stungurnar farið illa með húsdýr.

Afrísku býflugurnar mynda oftar sverma en evrópsku býflugurnar, það er að segja að drottningar eru oftar á ferðinni að mynda ný bú. Þær dreifa sér því hraðar en þær evrópsku. Of mikið hefur verið gert úr stungum þeirra og hættunni sem fylgir þeim. Samt eiga menn að vera á varðbergi, verði þær á vegi manna. Í Bandaríkjunum hafa hlotist 6 dauðsföll af þeim síðan þær bárust þangað. Það fyrsta var í ágúst 1993 og það seinasta í september síðastliðnum (1999). Í öllum tilfellum var það gamalt fólk (1 kona, 5 karlar) sem varð fyrir stungunum en þær vour oftast um eða yfir 40 talsins. Yngsti maðurinn var 66 ára og sá elsti 98 ára (meðalaldur 82,5 ár).

Myndin var fengin á slóðinni
http://cnas.ucr.edu/~ento/CAAHB/ahb-facts.html.

Höfundur

Gísli Már Gíslason

prófessor emeritus í líffræði við HÍ

Útgáfudagur

26.5.2000

Spyrjandi

Samúel André Barthelemy, f. 1990

Efnisorð

Tilvísun

Gísli Már Gíslason. „Er hægt að stöðva útbreiðslu "brjáluðu býflugunnar" sem varð til hjá brasilískum vísindamönnum við kynblöndun?“ Vísindavefurinn, 26. maí 2000, sótt 4. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=468.

Gísli Már Gíslason. (2000, 26. maí). Er hægt að stöðva útbreiðslu "brjáluðu býflugunnar" sem varð til hjá brasilískum vísindamönnum við kynblöndun? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=468

Gísli Már Gíslason. „Er hægt að stöðva útbreiðslu "brjáluðu býflugunnar" sem varð til hjá brasilískum vísindamönnum við kynblöndun?“ Vísindavefurinn. 26. maí. 2000. Vefsíða. 4. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=468>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Er hægt að stöðva útbreiðslu "brjáluðu býflugunnar" sem varð til hjá brasilískum vísindamönnum við kynblöndun?
Upphafleg spurning var sem hér segir:

Vísindamenn í Brasilíu létu suður-amerískt kyn af býflugu eiga afkvæmi með öðru býflugnakyni. Afkvæmið var brjáluð býfluga sem er hættuleg mönnum. Er hægt að stöðva útbreiðslu þessarar flugu?
"Brjáluðu" býflugurnar eru afleiðing af kynblöndun býflugna af afrísku og evrópsku undirtegundunum. Þeim var óvart sleppt í Brasilíu á sjötta áratugnum. Þær hafa oft verið nefndar drápsbýflugur í fjölmiðlum vegna þess að varnarhegðun þeirra er ofsafengnari en kynsystra þeirra frá Evrópu sem algengast er að nota til hunangsframleiðslu. Of mikið er oft gert úr hættunni af þeim enda eru þær ekki "brjálaðri" en afrískir forverar þeirra.

Spurningin á við um afrísku býfluguna, en það er sama tegund og evrópska býflugan (Apis mellifera), sem notuð er til að framleiða hunang og fræva plöntur. Aftur á móti er um aðra undirtegund að ræða. "Brjáluðu" býflugurnar eru almennt nefndar afrísku býflugurnar og eru afleiðing af kynblöndun býflugna af afrísku og evrópsku undirtegundunum. Þeim var óvart sleppt í Brasilíu á sjötta áratugnum. Þær hafa oft verið nefndar drápsbýflugur í fjölmiðlum vegna þess að varnarhegðun þeirra er ofsafengnari en kynsystra þeirra frá Evrópu sem algengast er að nota til hunangsframleiðslu.

Þær eru upprunnar í Suður-Afríku og eftir að þeim var sleppt í Suður-Brasilíu hafa þær dreift úr sér í suður til norðurhluta Argentínu og í norður um Mið-Ameríku til Norður-Ameríku. Þær bárust til Bandaríkjanna 1990, fyrst til Suður-Texas og síðan til Arizona og Nýju-Mexikó (1993), Kaliforníu (1994) og Nevada (1999). Býflugurnar eru um 18 mm langar, brúnar á lit með óskýr litamynstur. Þær mynda bú í sprungum og glufum. Einnig eru til flugur með skýrar svartar og gular rendur.

Afrísku býflugurnar verja sig með meira offorsi en systur þeirra í Evrópu og nægir oft að þær verði fyrir ónæði af mönnum og dýrum til að þær bregðist harkalega við. Þær verjast með sting á afturenda og stungurnar geta gengið nærri fólki sem hefur ofnæmi fyrir þeim. Þetta á einnig við um ungabörn, gamalmenni og þá sem eru fatlaðir og eiga erfitt með að flýja. Einnig geta stungurnar farið illa með húsdýr.

Afrísku býflugurnar mynda oftar sverma en evrópsku býflugurnar, það er að segja að drottningar eru oftar á ferðinni að mynda ný bú. Þær dreifa sér því hraðar en þær evrópsku. Of mikið hefur verið gert úr stungum þeirra og hættunni sem fylgir þeim. Samt eiga menn að vera á varðbergi, verði þær á vegi manna. Í Bandaríkjunum hafa hlotist 6 dauðsföll af þeim síðan þær bárust þangað. Það fyrsta var í ágúst 1993 og það seinasta í september síðastliðnum (1999). Í öllum tilfellum var það gamalt fólk (1 kona, 5 karlar) sem varð fyrir stungunum en þær vour oftast um eða yfir 40 talsins. Yngsti maðurinn var 66 ára og sá elsti 98 ára (meðalaldur 82,5 ár).

Myndin var fengin á slóðinni
http://cnas.ucr.edu/~ento/CAAHB/ahb-facts.html.

...