Sólin Sólin Rís 03:57 • sest 23:09 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:34 • Síðdegis: 17:59 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:41 • Síðdegis: 24:19 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 03:57 • sest 23:09 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:34 • Síðdegis: 17:59 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:41 • Síðdegis: 24:19 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvernig urðu Stóra- og Litlavíti hjá Þeistareykjum til?

Sigurður Steinþórsson

Þeistaraeykjabunga er dyngja, mynduð fyrir rúmlega 10.000 árum. Um dyngjur segir Þorleifur Einarsson í bók sinni Myndun og mótun lands (1991: 65):
Dyngjur eru flatir og reglulegir hraunskildir úr þunnum hraunlögum, sem myndast við flæðigos, er þunnfljótandi hraunkvika streymir upp um kringlótt gosop mánuðum eða árum saman. Þó má einnig vera að slíkir hraunskildir verði til við endurtekin gos úr kringlóttu gosopi. Sennilega hafa dyngjugosin í byrjun verið sprungugos en eldvirknin færst á einn stað er á gosin leið.

Hraunið sem myndaði Þeistareykjabungu rann allt úr toppgígnum, Stóravíti. Dyngjan er mjög flatvaxin (564 m) en gígbarmarnir efst eru brattir. Í gígnum hefur staðið hrauntjörn og úr henni runnið hraun ýmist út yfir barmana eða langar leiðir eftir hraunpípum.Nokkru sunnan við Stóravíti er Litlavíti sem er svonefndur fallgígur (e. pit crater). Slík fyrirbæri eru einkennandi fyrir dyngjur og var þeim fyrst lýst á Hawaii á 19. öld þar sem fallgígar eru nokkuð algengir. Eins og íslenska nafnið bendir til, myndast þeir þegar þakið yfir hraunrás hrynur.

Loks er Langavíti norðan í dyngjunni. Það er aflangur eldgígur sem frá rann hraun sem er talsvert yngra en dyngjan sjálf— liggur ofan á S-laginu svonefnda frá Öskju sem er um 10,000 ára.

Um dyngjur má til dæmis lesa í grein Sigurðar Þóararinssonar: Jarðeldasvæði á nútíma (Náttúra Íslands, 2. útg., Almenna bókafél., Rvk. 1982) en um fallgíga í grein Kristjáns Geirssonar: Fallgígar (Náttúrfræðingurinn 59: 93-102, 1989).

Mynd: Global Volcanism Program

Höfundur

Sigurður Steinþórsson

prófessor emeritus

Útgáfudagur

30.12.2004

Spyrjandi

Jón Ingi Sævarsson

Tilvísun

Sigurður Steinþórsson. „Hvernig urðu Stóra- og Litlavíti hjá Þeistareykjum til?“ Vísindavefurinn, 30. desember 2004, sótt 20. júlí 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=4688.

Sigurður Steinþórsson. (2004, 30. desember). Hvernig urðu Stóra- og Litlavíti hjá Þeistareykjum til? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=4688

Sigurður Steinþórsson. „Hvernig urðu Stóra- og Litlavíti hjá Þeistareykjum til?“ Vísindavefurinn. 30. des. 2004. Vefsíða. 20. júl. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=4688>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvernig urðu Stóra- og Litlavíti hjá Þeistareykjum til?
Þeistaraeykjabunga er dyngja, mynduð fyrir rúmlega 10.000 árum. Um dyngjur segir Þorleifur Einarsson í bók sinni Myndun og mótun lands (1991: 65):

Dyngjur eru flatir og reglulegir hraunskildir úr þunnum hraunlögum, sem myndast við flæðigos, er þunnfljótandi hraunkvika streymir upp um kringlótt gosop mánuðum eða árum saman. Þó má einnig vera að slíkir hraunskildir verði til við endurtekin gos úr kringlóttu gosopi. Sennilega hafa dyngjugosin í byrjun verið sprungugos en eldvirknin færst á einn stað er á gosin leið.

Hraunið sem myndaði Þeistareykjabungu rann allt úr toppgígnum, Stóravíti. Dyngjan er mjög flatvaxin (564 m) en gígbarmarnir efst eru brattir. Í gígnum hefur staðið hrauntjörn og úr henni runnið hraun ýmist út yfir barmana eða langar leiðir eftir hraunpípum.Nokkru sunnan við Stóravíti er Litlavíti sem er svonefndur fallgígur (e. pit crater). Slík fyrirbæri eru einkennandi fyrir dyngjur og var þeim fyrst lýst á Hawaii á 19. öld þar sem fallgígar eru nokkuð algengir. Eins og íslenska nafnið bendir til, myndast þeir þegar þakið yfir hraunrás hrynur.

Loks er Langavíti norðan í dyngjunni. Það er aflangur eldgígur sem frá rann hraun sem er talsvert yngra en dyngjan sjálf— liggur ofan á S-laginu svonefnda frá Öskju sem er um 10,000 ára.

Um dyngjur má til dæmis lesa í grein Sigurðar Þóararinssonar: Jarðeldasvæði á nútíma (Náttúra Íslands, 2. útg., Almenna bókafél., Rvk. 1982) en um fallgíga í grein Kristjáns Geirssonar: Fallgígar (Náttúrfræðingurinn 59: 93-102, 1989).

Mynd: Global Volcanism Program...