Sólin Sólin Rís 08:13 • sest 18:13 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 18:20 • Sest 00:24 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:43 • Síðdegis: 15:15 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 08:57 • Síðdegis: 21:43 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 08:13 • sest 18:13 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 18:20 • Sest 00:24 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:43 • Síðdegis: 15:15 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 08:57 • Síðdegis: 21:43 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Geymist "gosið" (koltvísýringurinn) betur í hálffullri gosflösku ef hún er pressuð saman þannig að lítið sem ekkert loft verði eftir í henni?

Benedikt G. Waage

Svarið er nei, því miður, og jafnvel þvert á móti! Plastið í flöskunni leitast við að ná upphaflegri lögun og við það dregst koltvíildi úr vökvanum upp í loftrýmið sem eftir er í flöskunni.

Margir kannast líklega við það að þurfa að henda stórum hluta þeirra gosdrykkja sem keyptir eru vegna þess að þeir eru orðnir flatir, það er að segja að allt koltvíildið (koldíoxíðið) er farið úr þeim. Hafa sumir gripið til þess ráðs að kreista flöskurnar saman til að lágmarka magn andrúmslofts inni í flöskunni og freista þess að geyma gosið lengur á þann veg. Því miður er það ekki vænlegt til árangurs.

Þegar gas er leyst upp í vökva, eins og koltvíildi í sódavatni til dæmis, þá myndast að lokum jafnvægi milli gasþrýstingsins í vökvanum og þrýstingsins sem sama gas skapar við yfirborð vökvans. Þetta jafnvægi kemur í veg fyrir að gosið fari úr lokaðri flösku en verður líka til þess að það hverfur smám saman þegar flaskan er opin.

Þegar plastflaska með gosdrykk er pressuð saman gefur það auga leið að minna er af andrúmslofti inni í henni en ella. Hins vegar leitar flaskan að nokkru leyti í upphaflega lögun á ný. Við það lækkar þrýstingurinn í loftrýminu og koltvíildi fer úr vökvanum upp í loftrýmið. Því má segja að undirþrýstingurinn, sem myndast við það að plastið leitar í upphaflega lögun, verði þess valdandi að "hrifsa burt" koltvíildið úr gosdrykknum, þveröfugt við væntingar. Þetta koltvíildi sleppur svo burt næst þegar við opnum flöskuna.

Til að fyrirbyggja að gosdrykkir verði flatir er ráð að kaupa ekki flöskur sem fyrirsjáanlegt er að þurfi að geyma mjög lengi, það er að segja að velja stærð flaskna eftir notkuninni. Einnig er mikilvægt að kæla gosdrykkina vel, því þannig minnkum við til muna það koltvíildi sem sleppur upp úr vökvanum. Til marks um þetta má nefna þegar við látum vatnsglas standa á borði og ná herbergishita. Þegar vatnið hitnar losnar loft greiðlega úr því. Sama máli gegnir um koltvíildiið í gosdrykknum.

Höfundur

framhaldsnemi í efnafræði við HÍ

Útgáfudagur

26.5.2000

Spyrjandi

Kári Erlingsson

Tilvísun

Benedikt G. Waage. „Geymist "gosið" (koltvísýringurinn) betur í hálffullri gosflösku ef hún er pressuð saman þannig að lítið sem ekkert loft verði eftir í henni?“ Vísindavefurinn, 26. maí 2000, sótt 13. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=469.

Benedikt G. Waage. (2000, 26. maí). Geymist "gosið" (koltvísýringurinn) betur í hálffullri gosflösku ef hún er pressuð saman þannig að lítið sem ekkert loft verði eftir í henni? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=469

Benedikt G. Waage. „Geymist "gosið" (koltvísýringurinn) betur í hálffullri gosflösku ef hún er pressuð saman þannig að lítið sem ekkert loft verði eftir í henni?“ Vísindavefurinn. 26. maí. 2000. Vefsíða. 13. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=469>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Geymist "gosið" (koltvísýringurinn) betur í hálffullri gosflösku ef hún er pressuð saman þannig að lítið sem ekkert loft verði eftir í henni?
Svarið er nei, því miður, og jafnvel þvert á móti! Plastið í flöskunni leitast við að ná upphaflegri lögun og við það dregst koltvíildi úr vökvanum upp í loftrýmið sem eftir er í flöskunni.

Margir kannast líklega við það að þurfa að henda stórum hluta þeirra gosdrykkja sem keyptir eru vegna þess að þeir eru orðnir flatir, það er að segja að allt koltvíildið (koldíoxíðið) er farið úr þeim. Hafa sumir gripið til þess ráðs að kreista flöskurnar saman til að lágmarka magn andrúmslofts inni í flöskunni og freista þess að geyma gosið lengur á þann veg. Því miður er það ekki vænlegt til árangurs.

Þegar gas er leyst upp í vökva, eins og koltvíildi í sódavatni til dæmis, þá myndast að lokum jafnvægi milli gasþrýstingsins í vökvanum og þrýstingsins sem sama gas skapar við yfirborð vökvans. Þetta jafnvægi kemur í veg fyrir að gosið fari úr lokaðri flösku en verður líka til þess að það hverfur smám saman þegar flaskan er opin.

Þegar plastflaska með gosdrykk er pressuð saman gefur það auga leið að minna er af andrúmslofti inni í henni en ella. Hins vegar leitar flaskan að nokkru leyti í upphaflega lögun á ný. Við það lækkar þrýstingurinn í loftrýminu og koltvíildi fer úr vökvanum upp í loftrýmið. Því má segja að undirþrýstingurinn, sem myndast við það að plastið leitar í upphaflega lögun, verði þess valdandi að "hrifsa burt" koltvíildið úr gosdrykknum, þveröfugt við væntingar. Þetta koltvíildi sleppur svo burt næst þegar við opnum flöskuna.

Til að fyrirbyggja að gosdrykkir verði flatir er ráð að kaupa ekki flöskur sem fyrirsjáanlegt er að þurfi að geyma mjög lengi, það er að segja að velja stærð flaskna eftir notkuninni. Einnig er mikilvægt að kæla gosdrykkina vel, því þannig minnkum við til muna það koltvíildi sem sleppur upp úr vökvanum. Til marks um þetta má nefna þegar við látum vatnsglas standa á borði og ná herbergishita. Þegar vatnið hitnar losnar loft greiðlega úr því. Sama máli gegnir um koltvíildiið í gosdrykknum....