Sólin Sólin Rís 03:42 • sest 23:23 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:28 • Sest 23:32 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:35 • Síðdegis: 13:20 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:50 • Síðdegis: 19:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 03:42 • sest 23:23 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:28 • Sest 23:32 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:35 • Síðdegis: 13:20 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:50 • Síðdegis: 19:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað ákvarðar bræðslumark frumefna og efnasambanda?

Ágúst Kvaran

Bræðslumark er það hitastig þar sem jafnvægi ríkir milli storkuhams (fastefnisfasa) og vökvafasa viðkomandi efnis. Bræðslumark er háð þrýstingi sem umleikur efnið.

Storka eða fast efni einkennist af reglubundinni niðurröðun efniseinda (sameinda eða frumeinda) í kristallsgrind. Slík kristallögun helst vegna tengja sem ríkja milli einda efnisins fyrir hitastig lægra en bræðslumark. Ef kristallur er hitaður upp eykst hreyfiorka efniseindanna. Þegar bræðslumarki er náð er hreyfiorkan jöfn tengiorkunni, kristallalögunin riðlast og sameindir geta breytt um innbyrðis afstöðu og myndað vökvafasa. Við hitastig umfram bræðslumark er efnið á vökvafasa þar til suðumarki er náð.Fasalínurit fyrir hreint efni sýnir með ferlum fyrir hvaða þrýsting og hitastig jafnvægi ríkir milli efnafasa. Dæmigert fasalínurit er á myndinni hér á eftir. Beina græna línan á myndinni er jafnvægisferillinn fyrir fastefnis- og vökvafasa. Af þessu línuriti sést að bræðslumark (Tb) hækkar með vaxandi þrýstingi, sem er algengast en þó ekki algilt. Oftast er tilgreint bræðslumark efna fyrir staðalþrýstinginn 1 bar.
Heimildir:

Höfundur

Ágúst Kvaran

prófessor emeritus í eðlisefnafræði við HÍ

Útgáfudagur

3.1.2005

Spyrjandi

Jóhannes Kristjánsson
Berglind Ösp Sveinsdóttir

Tilvísun

Ágúst Kvaran. „Hvað ákvarðar bræðslumark frumefna og efnasambanda?“ Vísindavefurinn, 3. janúar 2005, sótt 15. júlí 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=4693.

Ágúst Kvaran. (2005, 3. janúar). Hvað ákvarðar bræðslumark frumefna og efnasambanda? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=4693

Ágúst Kvaran. „Hvað ákvarðar bræðslumark frumefna og efnasambanda?“ Vísindavefurinn. 3. jan. 2005. Vefsíða. 15. júl. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=4693>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað ákvarðar bræðslumark frumefna og efnasambanda?
Bræðslumark er það hitastig þar sem jafnvægi ríkir milli storkuhams (fastefnisfasa) og vökvafasa viðkomandi efnis. Bræðslumark er háð þrýstingi sem umleikur efnið.

Storka eða fast efni einkennist af reglubundinni niðurröðun efniseinda (sameinda eða frumeinda) í kristallsgrind. Slík kristallögun helst vegna tengja sem ríkja milli einda efnisins fyrir hitastig lægra en bræðslumark. Ef kristallur er hitaður upp eykst hreyfiorka efniseindanna. Þegar bræðslumarki er náð er hreyfiorkan jöfn tengiorkunni, kristallalögunin riðlast og sameindir geta breytt um innbyrðis afstöðu og myndað vökvafasa. Við hitastig umfram bræðslumark er efnið á vökvafasa þar til suðumarki er náð.Fasalínurit fyrir hreint efni sýnir með ferlum fyrir hvaða þrýsting og hitastig jafnvægi ríkir milli efnafasa. Dæmigert fasalínurit er á myndinni hér á eftir. Beina græna línan á myndinni er jafnvægisferillinn fyrir fastefnis- og vökvafasa. Af þessu línuriti sést að bræðslumark (Tb) hækkar með vaxandi þrýstingi, sem er algengast en þó ekki algilt. Oftast er tilgreint bræðslumark efna fyrir staðalþrýstinginn 1 bar.
Heimildir:...