Sólin Sólin Rís 06:37 • sest 20:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:16 • Síðdegis: 22:39 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:58 • Síðdegis: 16:38 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 06:37 • sest 20:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:16 • Síðdegis: 22:39 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:58 • Síðdegis: 16:38 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvernig eru þeir sem hljóta fálkaorðuna valdir?

JGÞ

Samkvæmt 3. grein forsetabréfs um hina íslensku fálkaorðu ræður nefnd fimm manna málefnum orðunnar. Samkvæmt forsetabréfinu hljóta menn orðuna fyrir einhverja sérstaka verðleika og geta misst hana ef þeir gerast sekir um misferli. Annað segir ekki um það hverjir eiga að fá fálkaorðu.

Forseti Íslands kveður 4 menn til setu í nefndinni eftir tillögu forsætisráðherra og fimmta sætið í nefndinni er skipað af forsetaritara sem er orðuritari.

Forseti Íslands er stórmeistari orðunnar og hann fær tillögur frá orðunefnd um veitingu orðunnar en getur einnig við hátíðleg tækifæri veitt orðuna án tillagna orðunefndar.

Stig orðunnar eru fjögur:
  • stórkrossriddari
  • stórriddari með stjörnu
  • stórriddari
  • riddari
Og að auki er æðsta stig, en um það segir í 6. grein forsetabréfsins:
Við hátíðleg tækifæri ber stórmeistarinn, auk stórkrossstjörnunnar, merkið í gullnri keðju um hálsinn. [...] Keðjan, ásamt stórkrossstjörnunni, er jafnframt æðsta stig orðunnar, og ber stórmeistari það einn íslenskra manna. Stórmeistari getur sæmt þjóðhöfðingja annarra ríkja þessu stigi orðunnar.
Á fálkaorðunni eru þrjár áletranir:
  • Sigillum ordinis falconis Islandiæ (þ.e. innsigli fálkaorðu Íslands)
  • Eigi víkja (sem samkvæmt forsetabréfinu eru einkunnarorð Jóns Sigurðssonar)
  • 17. júní 1944
Í forsetabréfi um starfsháttu orðunefndar segir í 5. grein að sá sem er sæmdur fálkaorðunni í fyrsta sinn, skuli að jafnaði hljóta lægsta stig hennar.

Önnur heiðursmerki sem forseti Íslands veitir eru:

Mynd: ODM of Iceland: Icelandic Order of the Falcon

Höfundur

Jón Gunnar Þorsteinsson

bókmenntafræðingur og ritstjóri Vísindavefsins

Útgáfudagur

5.1.2005

Spyrjandi

Elín Eyfjörð

Tilvísun

JGÞ. „Hvernig eru þeir sem hljóta fálkaorðuna valdir?“ Vísindavefurinn, 5. janúar 2005, sótt 10. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=4698.

JGÞ. (2005, 5. janúar). Hvernig eru þeir sem hljóta fálkaorðuna valdir? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=4698

JGÞ. „Hvernig eru þeir sem hljóta fálkaorðuna valdir?“ Vísindavefurinn. 5. jan. 2005. Vefsíða. 10. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=4698>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvernig eru þeir sem hljóta fálkaorðuna valdir?
Samkvæmt 3. grein forsetabréfs um hina íslensku fálkaorðu ræður nefnd fimm manna málefnum orðunnar. Samkvæmt forsetabréfinu hljóta menn orðuna fyrir einhverja sérstaka verðleika og geta misst hana ef þeir gerast sekir um misferli. Annað segir ekki um það hverjir eiga að fá fálkaorðu.

Forseti Íslands kveður 4 menn til setu í nefndinni eftir tillögu forsætisráðherra og fimmta sætið í nefndinni er skipað af forsetaritara sem er orðuritari.

Forseti Íslands er stórmeistari orðunnar og hann fær tillögur frá orðunefnd um veitingu orðunnar en getur einnig við hátíðleg tækifæri veitt orðuna án tillagna orðunefndar.

Stig orðunnar eru fjögur:
  • stórkrossriddari
  • stórriddari með stjörnu
  • stórriddari
  • riddari
Og að auki er æðsta stig, en um það segir í 6. grein forsetabréfsins:
Við hátíðleg tækifæri ber stórmeistarinn, auk stórkrossstjörnunnar, merkið í gullnri keðju um hálsinn. [...] Keðjan, ásamt stórkrossstjörnunni, er jafnframt æðsta stig orðunnar, og ber stórmeistari það einn íslenskra manna. Stórmeistari getur sæmt þjóðhöfðingja annarra ríkja þessu stigi orðunnar.
Á fálkaorðunni eru þrjár áletranir:
  • Sigillum ordinis falconis Islandiæ (þ.e. innsigli fálkaorðu Íslands)
  • Eigi víkja (sem samkvæmt forsetabréfinu eru einkunnarorð Jóns Sigurðssonar)
  • 17. júní 1944
Í forsetabréfi um starfsháttu orðunefndar segir í 5. grein að sá sem er sæmdur fálkaorðunni í fyrsta sinn, skuli að jafnaði hljóta lægsta stig hennar.

Önnur heiðursmerki sem forseti Íslands veitir eru:

Mynd: ODM of Iceland: Icelandic Order of the Falcon...