Sólin Sólin Rís 06:57 • sest 19:45 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:50 • Sest 05:22 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:40 • Síðdegis: 17:56 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:49 • Síðdegis: 24:15 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 06:57 • sest 19:45 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:50 • Sest 05:22 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:40 • Síðdegis: 17:56 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:49 • Síðdegis: 24:15 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvert er eitraðasta dýr í heimi?

Páll Hersteinsson (1951-2011)

Eitraðasta dýr á jörðinni er talinn vera froskur á Choco-svæðinu í Kólumbíu sem nefna mætti "gullna eiturörvafroskinn" á íslensku (Phyllobates terribilis á latínu en Golden Poison Dart Frog á ensku). Vitað er um nokkra tugi tegunda af eiturörvafroskum í Mið- og Suður-Ameríku en sá gullni er tuttugu sinnum eitraðri en sá sem næstur kemur. Hann er mjög áberandi gulur á litinn og nokkuð stór, getur orðið meira en 30 sm langur. Gullni eiturörvafroskurinn lifir á termítum og öðru góðgæti á skógarbotninum og er á ferli að degi til enda þarf hann ekki að óttast áreitni rándýra. Eitrið er framleitt í húðinni og snerting ein og sér veldur mjög mikilli ertingu og jafnvel dauða. Þó er til ein tegund snáka sem hefur þróað ónæmi fyrir eitrinu og drepur þessa froskategund sér til matar.

Vitað er um nokkra tugi tegunda af eiturörvafroskum í Mið- og Suður-Ameríku en sá gullni er tuttugu sinnum eitraðri en sá sem næstur kemur.

Aðeins þarf 2-10 míkrógrömm af eitrinu til að drepa fullorðinn mann, en eitt míkrógramm er einn milljónasti úr grammi. Eitrið í húðinni á einum froski getur nægt til að drepa allt að 1500 manns! Indíánar í Kólumbíu nota þetta eitur til þess að veiða apa og fleiri dýr sér til matar, auk þess sem þeir notuðu það áður fyrr í ófriði við óvini sína. Til þess að ná eitrinu, veiða þeir einn svona frosk en gæta þess vitanlega að snerta hann ekki. Síðan hengja þeir hann á afturfótunum yfir litlum eldi og þegar froskurinn tekur að hitna, fer hann að "svitna" eitri. Þá nudda þeir örvaroddunum í eitrið. Ekki beinlínis mannúðleg aðferð!

Gullni eiturörvafroskurinn og aðrir skyldir froskar eru sérstakir að því leyti að þeir verpa ekki í vatn, heldur á jörðina. Faðirinn gætir eggjanna. Þegar þau klekjast út, skríða lirfurnar upp á bakið á föðurnum sem flytur þær síðan í nálægan poll, tjörn eða læk þar sem þær stækka og umbreytast að lokum í froska sem ganga á land.

Mynd:

Höfundur

Páll Hersteinsson (1951-2011)

prófessor í líffræði við HÍ

Útgáfudagur

7.2.2000

Síðast uppfært

20.12.2018

Spyrjandi

Birgir Smári Ársælsson, 14 ára

Tilvísun

Páll Hersteinsson (1951-2011). „Hvert er eitraðasta dýr í heimi?“ Vísindavefurinn, 7. febrúar 2000, sótt 17. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=47.

Páll Hersteinsson (1951-2011). (2000, 7. febrúar). Hvert er eitraðasta dýr í heimi? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=47

Páll Hersteinsson (1951-2011). „Hvert er eitraðasta dýr í heimi?“ Vísindavefurinn. 7. feb. 2000. Vefsíða. 17. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=47>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvert er eitraðasta dýr í heimi?
Eitraðasta dýr á jörðinni er talinn vera froskur á Choco-svæðinu í Kólumbíu sem nefna mætti "gullna eiturörvafroskinn" á íslensku (Phyllobates terribilis á latínu en Golden Poison Dart Frog á ensku). Vitað er um nokkra tugi tegunda af eiturörvafroskum í Mið- og Suður-Ameríku en sá gullni er tuttugu sinnum eitraðri en sá sem næstur kemur. Hann er mjög áberandi gulur á litinn og nokkuð stór, getur orðið meira en 30 sm langur. Gullni eiturörvafroskurinn lifir á termítum og öðru góðgæti á skógarbotninum og er á ferli að degi til enda þarf hann ekki að óttast áreitni rándýra. Eitrið er framleitt í húðinni og snerting ein og sér veldur mjög mikilli ertingu og jafnvel dauða. Þó er til ein tegund snáka sem hefur þróað ónæmi fyrir eitrinu og drepur þessa froskategund sér til matar.

Vitað er um nokkra tugi tegunda af eiturörvafroskum í Mið- og Suður-Ameríku en sá gullni er tuttugu sinnum eitraðri en sá sem næstur kemur.

Aðeins þarf 2-10 míkrógrömm af eitrinu til að drepa fullorðinn mann, en eitt míkrógramm er einn milljónasti úr grammi. Eitrið í húðinni á einum froski getur nægt til að drepa allt að 1500 manns! Indíánar í Kólumbíu nota þetta eitur til þess að veiða apa og fleiri dýr sér til matar, auk þess sem þeir notuðu það áður fyrr í ófriði við óvini sína. Til þess að ná eitrinu, veiða þeir einn svona frosk en gæta þess vitanlega að snerta hann ekki. Síðan hengja þeir hann á afturfótunum yfir litlum eldi og þegar froskurinn tekur að hitna, fer hann að "svitna" eitri. Þá nudda þeir örvaroddunum í eitrið. Ekki beinlínis mannúðleg aðferð!

Gullni eiturörvafroskurinn og aðrir skyldir froskar eru sérstakir að því leyti að þeir verpa ekki í vatn, heldur á jörðina. Faðirinn gætir eggjanna. Þegar þau klekjast út, skríða lirfurnar upp á bakið á föðurnum sem flytur þær síðan í nálægan poll, tjörn eða læk þar sem þær stækka og umbreytast að lokum í froska sem ganga á land.

Mynd:...