Sólin Sólin Rís 05:19 • sest 21:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:18 • Sest 04:56 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:08 • Síðdegis: 13:14 í Reykjavík

Hverjir voru samúræjar og hvaða hlutverki gegndu þeir?

Skúli Sæland

Yfirleitt er talað um samúræja sem meðlimi hermannastéttar í stéttskiptu þjóðfélagi Japans fram undir lok 19. aldar. Samurai þýddi upphaflega hermaður, bushi, af aðalsættum en náði brátt yfir alla meðlimi hermannastéttarinnar sem risu til valda á 12. öld og réðu ríkjum í Japan allt til ársins 1868 þegar völd þeirra voru afnumin á Meiji-stjórnartímabilinu. Uppruni orðsins samúræji, (samurai), er frá því fyrir Heian-tímabilið (794-1185) og merkir í sinni upphaflegu mynd „að þjóna“, (saburau). Samúræjar voru þá verðir keisarans og í þjónustu valdaætta. Heitið samúræi festist ekki í sessi fyrr en á 16. og 17. öld og þá í þeirri merkingu sem það þekkist nú.


Japanskt þjóðfélag var stéttskipt fram undir 1900. Efst trónaði fámennur háaðall, næst kom lágaðallinn, samúræjarnir, þar á eftir bændur og neðstir voru kaupmenn. Einstaklingar sem fæddir voru innan annarra stétta gátu þó orðið samúræjar vegna framúrskarandi framgöngu á vígvellinum. Lénsfyrirkomulag hófst með Heian-tímabilinu þegar keisarinn Kammu neyddist til koma á laggirnar herstjóraembætti, (shogun), og leita til öflugra valdaætta til að geta barið niður uppreisnir. Smám saman urðu samúræjarnir öflugri aðalstéttunum og með Heijan-uppreisninni árið 1180 þá kom Taira no Kiyomori á fyrstu stjórninni sem stjórnað var algerlega af samúræjum. Helstu valdaættirnar urðu fljótlega Minamoto, Taira, Fujiwara og Tachibana og síðar meir leituðust samúræjaættir við að auka virðingu sína með því að sýna fram á ættartengsl við þessa virtu forfeður.

Venjan var sú að elsti sonur leiðtogans tók við stjórn ættarinnar að honum látnum. Ef hann var látinn tók elsti sonur hans við. Væru engin börn þá tók elsti bróðir hans við völdum. Til að takast á við offjölgun ættarinnar eða mikið mannfall af völdum ófriðar og sjúkdóma þá studdust samúræjar yfirleitt við tvær aðferðir. Önnur var sú að ættirnar gátu fóstrað samúræja annarrar ættar. Ef möguleiki var að fóstra samúræja úr sterkari ætt eða mjög hæfileikaríkan þá var það hiklaust gert. Þetta var gert jafnvel þó að synir væru fyrir hendi til að taka við völdum. Hin aðferðin var Koukaku, „lækkun í tign“, sem fólst í því að hinir synirnir fengu ný ættarnöfn og gerðust lénsmenn eldri bróður síns, bændur eða jafnvel kaupmenn. Þetta dugði þó ekki alltaf og til að forðast innbyrðis deilur réðust samúræjættirnar gjarnan gegn hver annarri til að komast yfir landsvæði hvers annars. Í raun ríkti skálmöld og borgarastríð, (Sengoku jidai), frá því um miðja 15. öld allt fram á 17. öld.

Á Kamakura-tímabilinu (1192-1333) hófst þróun sérstakrar menningar samúræja sem byggði á hernaðarkunnáttu þeirra og stoltu æðruleysi. Undir áhrifum zenbúddisma á Muromachi-tímabilinu (1338-1573) urðu til merkar listgreinar og siðir, samanber tesiði og blómalist Japana. Zenbúddisminn hafði mikil áhrif á siðareglur samúræjanna og breytti sérstaklega viðhorfi þeirra gagnvart dauða og drápum. Samúræjinn átti að vera æðrulaus stríðsmaður sem fylgdi ströngum siðareglum. Þeir fengu síðar nafnið busjido sem útleggst sem „vegur stríðsmannsins“.Busjido lagði mesta áherslu á hugrekki, stolt og persónulega trúmennsku út yfir gröf og dauða. Til að forðast ósigur eða að blettur félli á heiður samúræjans var þeim gefinn kostur á sjálfsmorði, (seppuku), samkvæmt formföstum siðareglum með því að skera stóran hring á kviðarholið. Þess var krafist af samúræjanum að hann væri læs og skrifandi og kynni eitthvað í stærðfræði. Sömuleiðis var þess vænst að hann legði stund á aðrar listgreinar svo sem dans, go-tafl, bókmenntir, ljóðlist og tesiði. Síðar meir fóru þeir að leggja stund á fræðigreinar svo sem fornleifa-, grasa- og læknisfræði.

Einfaldleiki busjido leiddi til fjölda deilna um hversu strangt skyldi túlka busjido. Ef samúræja var til dæmis skipað að myrða saklausa, ætti hann þá að sýna trúnað og framkvæma skipunina? Eða ætti hann að vera réttsýnn og leyfa fólkinu að sleppa? Ef samúræji sem á fársjúka foreldra verður fyrir mikilli hneisu, á hann þá að verja heiður sinn með seppuku eða á hann að sýna hugrekki með því að lifa með skömm sinni og hugsa um foreldrana?

Mongólar gerðu tvær innrásir í Japan á 13. öld. Sú fyrri var skipuð tiltölulega fámennu innrásarliði en náði nærri að sigra samúræjaheri Japana því mjög skorti á samhæfingu þeirra. Samúræjarnir voru hins vegar viðbúnir þegar sameinaðir herir Mongóla, Kóreubúa og Kínverja gerðu aðra atlögu og náðu að valda innrásarhernum verulegum skaða áður en fellibylur, (Kamikaze), eyddi innrásarflotanum.


Einn frægasti herstjóri samúræja var Toyotomi Hideyoshi (1536-1598). Hann náði að sameina Japan á 16. öld.

Hernaðartækni og vopnabúnaður tók miklum framförum á 15. og 16. öld. Farið var að beita fjölmennum fótgönguliðssveitum, (ashigaru), sem samanstóðu af mönnum úr lágstéttum vopnuðum löngum spjótum, (nagayari). Samvinna riddara- og fótgönguliðs jókst og herirnir gátu orðið óhemjustórir, yfir eitt hundrað þúsund manns að stærð. Til viðbótar þessu beittu samúræjar ninjum til upplýsingaöflunar og launmorða. Með tilkomu byssna með kveikilás árið 1543 gerbyltist hernaðurinn og innan nokkurra ára voru Japanar farnir að fjöldaframleiða slíka riffla. Þeir náðu svo mikilli útbreiðslu að við lok lénsveldistímans voru nokkur hundruð þúsund slík vopn við lýði. Um líkt leyti gat spænski herinn, stærsti og öflugasti her Evrópu, „einungis“ náð saman þrjátíu þúsund manna herliði búnu nokkur þúsund rifflum.

Það má segja að allir hafi barist gegn öllum á 16. öld. Við upphaf Tokugawa-tímabilsins (1603-1867) voru samúræjar innan við 10 prósent þjóðarinnar. Samúræjum var nú meinað að giftast út fyrir stéttina og einungis þeim leyfðist að bera vopn. Flestir urðu þeir að gerast borgaralegir embættismenn eða taka upp viðskipti. Margar samúræjafjölskyldur urðu þó fjárvana á þessum tíma því samúræjarnir fengu einungis fastar greiðslur frá ríkinu. Busjidoið varð staðlað og samúræjar urðu fyrirmynd annarra í fágaðri framkomu.

Um miðja 19. öld gætti vaxandi spennu innan Japans. Með ásókn Vesturveldanna inn í Japan sprakk púðurtunnan og lágt settir, metnaðargjarnir og umbótasinnaðir samúræjarnir hófu uppreisn gegn ríkinu. Nýrri „upplýstri stjórn“ var komið á fót 1868. Meiji (1868-1912) var mikið framfaraspor fyrir Japan. Lénsfyrirkomulagið var afnumið árið 1871 og við það missti samúræjastéttin forréttindi sín og varð shizoku. Hún hélt hluta af launum sínum en mátti ekki lengur ganga um með sverð. Í kjölfarið risu fyrrum samúræjar nokkrum sinnum upp en uppreisnirnar voru fljótlega barðar niður af nýjum ríkisher Japans. Hins vegar urðu samúræjar alls ráðandi í stjórnkerfinu og sáu að mestu um opinbera stjórnsýslu. Ákveðið var að herinn byggðist á herkvaðningu en margir fyrrum samúræjar gerðust sjálfboðaliðar. Agi þeirra, þjálfun og hugarfar varð til þess að margir þeirra öðluðust foringjatign. Í stríðunum við Kínverja 1894 og Rússa 1904 unnu Japanar óvænt mikla sigra sem vöktu heimsathygli. Það má færa rök fyrir því að vera samúræjanna innan hersins hafi ráðið einhverju þar um, meðal annars vegna þess hve vel menntaðir þeir voru og þjálfaðir í herstjórn. Til að mynda leystist rússneski herinn upp þegar foringjarnir féllu. Vegna góðrar menntunar sinnar gerðust margir samúræjanna skiptinemar erlendis og síðar settu margir þeirra á stofn einkaskóla. Þeir gerðust líka rithöfundar og blaðamenn og stofnuðu dagblöð.


Katana-sverðið var tákn samúræjans og stolt hans.

Kunnustu vopn samúræjanna voru sverð hans, katana og wakizashi. Þeir gengu með bæði sverðin og kölluðust þau saman daisho, „langi og stutti“. Með uppfinningu járnsmiðsins Masamune á 14. öld varð til tækni sem fólst í samsetningu mismunandi laga mjúks og harðs járns. Þetta olli ótrúlegri skurðargetu sverðsins og styrkleika þrátt fyrir þrotlausa notkun. Margir halda því fram að sál samúræjans hafi verið falin í katana hans. Það má til sanns vegar færa því katana var stöðutákn samúræjans.

Vígsluathöfn fór fram við þrettán ára aldur, (genpuku), þar sem unglingnum var afhent wakizashi. Hann fékk fullorðinsnafn og varð samúræi. Nafnið var sett saman með því að sameina orðhluta, eitt kanji, úr nafni föður eða forföður og annan að eigin vali. Margir samúræjar völdu nöfn sem líktust frægum forfeðrum þeim til heiðurs og í von um að geta staðið undir nafnbótinni. Við þetta fékk samúræinn réttinn til að bera katana en sverðið var venjulega innsiglað með snúrum til að koma í veg fyrir ónauðsynlega beitingu þess.

Annað helsta vopn samúræjans var bogi, yumi, allt þar til byssur komu til sögunnar á 16. öld. Japanski boginn var sérstaklega stór og kraftmikill. Hann dró yfir 200 m og hægt var að skjóta í mark af 100 m færi. Yfirleitt var honum beitt fótgangandi en einnig var hægt að beita honum af hestbaki. Boginn réði úrslitum í misheppnuðum innrásum Mongóla í Japan. Á 15. öld varð spjót, yari, mjög vinsælt á vígvellinum því persónulegt hugrekki skipti minna máli þar sem bardagarnir urðu skipulagðari og yarið gaf notandanum betri möguleika gegn andstæðingi sem beitti einungis katana. Það er hins vegar umdeilt hvort samúræjar gerðu áhlaup á hestbaki. Hestarnir voru smærri en í dag og vafamál hversu vel þeir hafa getað borið brynvarinn samúræjann.

Hingað til hefur verið talið að samúræjar hefðu verið þungvopnað riddaralið. Fræðimenn telja nú aftur á móti að samúræjarnir hafi aðallega barist fótgangandi en notað hesta til að ferðast á milli staða, fylgjast með bardaga eða ráðast gegn andstæðingum sem voru óskipulagðir eða á flótta. Ein ástæða þess hve kveikjulásarifflar urðu vinsælir á vígvellinum á 16. öld var sú að samúræjarnir fengu greitt fyrir hvern felldan andstæðing og því munaði miklu að geta fellt þá af löngu færi. Þrátt fyrir þetta var herstjórn mikilvægur hluti af störfum samúræja og fóru sumir eingöngu með katanað til orrustu en treystu þá á að fylgismenn þeirra verðu þá á meðan þeir stjórnuðu bardaganum.

Siðir og frægð samúræjanna hafa orðið tilefni ótal kvikmynda. Frægastar eru eflaust myndir leikstjórans Akira Kurosawa: Sjö samúræjar, Yojimbo og Falda virkið. Af þessum er sú fyrstnefnda eflaust þekktust en George Lucas sótti mikið í smiðju Kurosawa, sérstaklega til Falda virkisins, þegar hann vann að gerð Stjörnustríðsmyndanna. Að auki hefur fjöldi bókmennta, sjónvarpsþátta og myndasagna notið góðs af orðspori samúræjanna.

Heimildir og myndir:

  • Norborg, Lars-Arne: Evrópa í hásæti. 1815-1870, Saga mannkyns. Ritröð AB, 11. bindi, ritstj. Knut Helle o.fl., Almenna bókafélagið, (Rvk 1987).
  • Simensen, Jarle: Vesturlönd vinna heiminn. 1870-1914, Saga mannkyns. Ritröð AB, 12. bindi, ritstj. Knut Helle o.fl., Almenna bókafélagið, (Rvk 1987).
  • Steensgaard, Niels: Hin víða veröld. 1350-1500, Saga mannkyns. Ritröð AB, 7. bindi, ritstj. Knut Helle o.fl., Almenna bókafélagið, (Rvk 1986).
  • Vefsetrið Wikipedia, the free encyclopedia: „Katana“, „Samurai“ og „Toyotomi Hideyoshi“
  • Vefsetrið Encyclopædia Brittannica: „Samurai“

Höfundur

Skúli Sæland

sagnfræðingur

Útgáfudagur

5.1.2005

Spyrjandi

Steinþór Kristjánsson

Tilvísun

Skúli Sæland. „Hverjir voru samúræjar og hvaða hlutverki gegndu þeir?“ Vísindavefurinn, 5. janúar 2005. Sótt 25. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=4700.

Skúli Sæland. (2005, 5. janúar). Hverjir voru samúræjar og hvaða hlutverki gegndu þeir? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=4700

Skúli Sæland. „Hverjir voru samúræjar og hvaða hlutverki gegndu þeir?“ Vísindavefurinn. 5. jan. 2005. Vefsíða. 25. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=4700>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hverjir voru samúræjar og hvaða hlutverki gegndu þeir?
Yfirleitt er talað um samúræja sem meðlimi hermannastéttar í stéttskiptu þjóðfélagi Japans fram undir lok 19. aldar. Samurai þýddi upphaflega hermaður, bushi, af aðalsættum en náði brátt yfir alla meðlimi hermannastéttarinnar sem risu til valda á 12. öld og réðu ríkjum í Japan allt til ársins 1868 þegar völd þeirra voru afnumin á Meiji-stjórnartímabilinu. Uppruni orðsins samúræji, (samurai), er frá því fyrir Heian-tímabilið (794-1185) og merkir í sinni upphaflegu mynd „að þjóna“, (saburau). Samúræjar voru þá verðir keisarans og í þjónustu valdaætta. Heitið samúræi festist ekki í sessi fyrr en á 16. og 17. öld og þá í þeirri merkingu sem það þekkist nú.


Japanskt þjóðfélag var stéttskipt fram undir 1900. Efst trónaði fámennur háaðall, næst kom lágaðallinn, samúræjarnir, þar á eftir bændur og neðstir voru kaupmenn. Einstaklingar sem fæddir voru innan annarra stétta gátu þó orðið samúræjar vegna framúrskarandi framgöngu á vígvellinum. Lénsfyrirkomulag hófst með Heian-tímabilinu þegar keisarinn Kammu neyddist til koma á laggirnar herstjóraembætti, (shogun), og leita til öflugra valdaætta til að geta barið niður uppreisnir. Smám saman urðu samúræjarnir öflugri aðalstéttunum og með Heijan-uppreisninni árið 1180 þá kom Taira no Kiyomori á fyrstu stjórninni sem stjórnað var algerlega af samúræjum. Helstu valdaættirnar urðu fljótlega Minamoto, Taira, Fujiwara og Tachibana og síðar meir leituðust samúræjaættir við að auka virðingu sína með því að sýna fram á ættartengsl við þessa virtu forfeður.

Venjan var sú að elsti sonur leiðtogans tók við stjórn ættarinnar að honum látnum. Ef hann var látinn tók elsti sonur hans við. Væru engin börn þá tók elsti bróðir hans við völdum. Til að takast á við offjölgun ættarinnar eða mikið mannfall af völdum ófriðar og sjúkdóma þá studdust samúræjar yfirleitt við tvær aðferðir. Önnur var sú að ættirnar gátu fóstrað samúræja annarrar ættar. Ef möguleiki var að fóstra samúræja úr sterkari ætt eða mjög hæfileikaríkan þá var það hiklaust gert. Þetta var gert jafnvel þó að synir væru fyrir hendi til að taka við völdum. Hin aðferðin var Koukaku, „lækkun í tign“, sem fólst í því að hinir synirnir fengu ný ættarnöfn og gerðust lénsmenn eldri bróður síns, bændur eða jafnvel kaupmenn. Þetta dugði þó ekki alltaf og til að forðast innbyrðis deilur réðust samúræjættirnar gjarnan gegn hver annarri til að komast yfir landsvæði hvers annars. Í raun ríkti skálmöld og borgarastríð, (Sengoku jidai), frá því um miðja 15. öld allt fram á 17. öld.

Á Kamakura-tímabilinu (1192-1333) hófst þróun sérstakrar menningar samúræja sem byggði á hernaðarkunnáttu þeirra og stoltu æðruleysi. Undir áhrifum zenbúddisma á Muromachi-tímabilinu (1338-1573) urðu til merkar listgreinar og siðir, samanber tesiði og blómalist Japana. Zenbúddisminn hafði mikil áhrif á siðareglur samúræjanna og breytti sérstaklega viðhorfi þeirra gagnvart dauða og drápum. Samúræjinn átti að vera æðrulaus stríðsmaður sem fylgdi ströngum siðareglum. Þeir fengu síðar nafnið busjido sem útleggst sem „vegur stríðsmannsins“.Busjido lagði mesta áherslu á hugrekki, stolt og persónulega trúmennsku út yfir gröf og dauða. Til að forðast ósigur eða að blettur félli á heiður samúræjans var þeim gefinn kostur á sjálfsmorði, (seppuku), samkvæmt formföstum siðareglum með því að skera stóran hring á kviðarholið. Þess var krafist af samúræjanum að hann væri læs og skrifandi og kynni eitthvað í stærðfræði. Sömuleiðis var þess vænst að hann legði stund á aðrar listgreinar svo sem dans, go-tafl, bókmenntir, ljóðlist og tesiði. Síðar meir fóru þeir að leggja stund á fræðigreinar svo sem fornleifa-, grasa- og læknisfræði.

Einfaldleiki busjido leiddi til fjölda deilna um hversu strangt skyldi túlka busjido. Ef samúræja var til dæmis skipað að myrða saklausa, ætti hann þá að sýna trúnað og framkvæma skipunina? Eða ætti hann að vera réttsýnn og leyfa fólkinu að sleppa? Ef samúræji sem á fársjúka foreldra verður fyrir mikilli hneisu, á hann þá að verja heiður sinn með seppuku eða á hann að sýna hugrekki með því að lifa með skömm sinni og hugsa um foreldrana?

Mongólar gerðu tvær innrásir í Japan á 13. öld. Sú fyrri var skipuð tiltölulega fámennu innrásarliði en náði nærri að sigra samúræjaheri Japana því mjög skorti á samhæfingu þeirra. Samúræjarnir voru hins vegar viðbúnir þegar sameinaðir herir Mongóla, Kóreubúa og Kínverja gerðu aðra atlögu og náðu að valda innrásarhernum verulegum skaða áður en fellibylur, (Kamikaze), eyddi innrásarflotanum.


Einn frægasti herstjóri samúræja var Toyotomi Hideyoshi (1536-1598). Hann náði að sameina Japan á 16. öld.

Hernaðartækni og vopnabúnaður tók miklum framförum á 15. og 16. öld. Farið var að beita fjölmennum fótgönguliðssveitum, (ashigaru), sem samanstóðu af mönnum úr lágstéttum vopnuðum löngum spjótum, (nagayari). Samvinna riddara- og fótgönguliðs jókst og herirnir gátu orðið óhemjustórir, yfir eitt hundrað þúsund manns að stærð. Til viðbótar þessu beittu samúræjar ninjum til upplýsingaöflunar og launmorða. Með tilkomu byssna með kveikilás árið 1543 gerbyltist hernaðurinn og innan nokkurra ára voru Japanar farnir að fjöldaframleiða slíka riffla. Þeir náðu svo mikilli útbreiðslu að við lok lénsveldistímans voru nokkur hundruð þúsund slík vopn við lýði. Um líkt leyti gat spænski herinn, stærsti og öflugasti her Evrópu, „einungis“ náð saman þrjátíu þúsund manna herliði búnu nokkur þúsund rifflum.

Það má segja að allir hafi barist gegn öllum á 16. öld. Við upphaf Tokugawa-tímabilsins (1603-1867) voru samúræjar innan við 10 prósent þjóðarinnar. Samúræjum var nú meinað að giftast út fyrir stéttina og einungis þeim leyfðist að bera vopn. Flestir urðu þeir að gerast borgaralegir embættismenn eða taka upp viðskipti. Margar samúræjafjölskyldur urðu þó fjárvana á þessum tíma því samúræjarnir fengu einungis fastar greiðslur frá ríkinu. Busjidoið varð staðlað og samúræjar urðu fyrirmynd annarra í fágaðri framkomu.

Um miðja 19. öld gætti vaxandi spennu innan Japans. Með ásókn Vesturveldanna inn í Japan sprakk púðurtunnan og lágt settir, metnaðargjarnir og umbótasinnaðir samúræjarnir hófu uppreisn gegn ríkinu. Nýrri „upplýstri stjórn“ var komið á fót 1868. Meiji (1868-1912) var mikið framfaraspor fyrir Japan. Lénsfyrirkomulagið var afnumið árið 1871 og við það missti samúræjastéttin forréttindi sín og varð shizoku. Hún hélt hluta af launum sínum en mátti ekki lengur ganga um með sverð. Í kjölfarið risu fyrrum samúræjar nokkrum sinnum upp en uppreisnirnar voru fljótlega barðar niður af nýjum ríkisher Japans. Hins vegar urðu samúræjar alls ráðandi í stjórnkerfinu og sáu að mestu um opinbera stjórnsýslu. Ákveðið var að herinn byggðist á herkvaðningu en margir fyrrum samúræjar gerðust sjálfboðaliðar. Agi þeirra, þjálfun og hugarfar varð til þess að margir þeirra öðluðust foringjatign. Í stríðunum við Kínverja 1894 og Rússa 1904 unnu Japanar óvænt mikla sigra sem vöktu heimsathygli. Það má færa rök fyrir því að vera samúræjanna innan hersins hafi ráðið einhverju þar um, meðal annars vegna þess hve vel menntaðir þeir voru og þjálfaðir í herstjórn. Til að mynda leystist rússneski herinn upp þegar foringjarnir féllu. Vegna góðrar menntunar sinnar gerðust margir samúræjanna skiptinemar erlendis og síðar settu margir þeirra á stofn einkaskóla. Þeir gerðust líka rithöfundar og blaðamenn og stofnuðu dagblöð.


Katana-sverðið var tákn samúræjans og stolt hans.

Kunnustu vopn samúræjanna voru sverð hans, katana og wakizashi. Þeir gengu með bæði sverðin og kölluðust þau saman daisho, „langi og stutti“. Með uppfinningu járnsmiðsins Masamune á 14. öld varð til tækni sem fólst í samsetningu mismunandi laga mjúks og harðs járns. Þetta olli ótrúlegri skurðargetu sverðsins og styrkleika þrátt fyrir þrotlausa notkun. Margir halda því fram að sál samúræjans hafi verið falin í katana hans. Það má til sanns vegar færa því katana var stöðutákn samúræjans.

Vígsluathöfn fór fram við þrettán ára aldur, (genpuku), þar sem unglingnum var afhent wakizashi. Hann fékk fullorðinsnafn og varð samúræi. Nafnið var sett saman með því að sameina orðhluta, eitt kanji, úr nafni föður eða forföður og annan að eigin vali. Margir samúræjar völdu nöfn sem líktust frægum forfeðrum þeim til heiðurs og í von um að geta staðið undir nafnbótinni. Við þetta fékk samúræinn réttinn til að bera katana en sverðið var venjulega innsiglað með snúrum til að koma í veg fyrir ónauðsynlega beitingu þess.

Annað helsta vopn samúræjans var bogi, yumi, allt þar til byssur komu til sögunnar á 16. öld. Japanski boginn var sérstaklega stór og kraftmikill. Hann dró yfir 200 m og hægt var að skjóta í mark af 100 m færi. Yfirleitt var honum beitt fótgangandi en einnig var hægt að beita honum af hestbaki. Boginn réði úrslitum í misheppnuðum innrásum Mongóla í Japan. Á 15. öld varð spjót, yari, mjög vinsælt á vígvellinum því persónulegt hugrekki skipti minna máli þar sem bardagarnir urðu skipulagðari og yarið gaf notandanum betri möguleika gegn andstæðingi sem beitti einungis katana. Það er hins vegar umdeilt hvort samúræjar gerðu áhlaup á hestbaki. Hestarnir voru smærri en í dag og vafamál hversu vel þeir hafa getað borið brynvarinn samúræjann.

Hingað til hefur verið talið að samúræjar hefðu verið þungvopnað riddaralið. Fræðimenn telja nú aftur á móti að samúræjarnir hafi aðallega barist fótgangandi en notað hesta til að ferðast á milli staða, fylgjast með bardaga eða ráðast gegn andstæðingum sem voru óskipulagðir eða á flótta. Ein ástæða þess hve kveikjulásarifflar urðu vinsælir á vígvellinum á 16. öld var sú að samúræjarnir fengu greitt fyrir hvern felldan andstæðing og því munaði miklu að geta fellt þá af löngu færi. Þrátt fyrir þetta var herstjórn mikilvægur hluti af störfum samúræja og fóru sumir eingöngu með katanað til orrustu en treystu þá á að fylgismenn þeirra verðu þá á meðan þeir stjórnuðu bardaganum.

Siðir og frægð samúræjanna hafa orðið tilefni ótal kvikmynda. Frægastar eru eflaust myndir leikstjórans Akira Kurosawa: Sjö samúræjar, Yojimbo og Falda virkið. Af þessum er sú fyrstnefnda eflaust þekktust en George Lucas sótti mikið í smiðju Kurosawa, sérstaklega til Falda virkisins, þegar hann vann að gerð Stjörnustríðsmyndanna. Að auki hefur fjöldi bókmennta, sjónvarpsþátta og myndasagna notið góðs af orðspori samúræjanna.

Heimildir og myndir:

  • Norborg, Lars-Arne: Evrópa í hásæti. 1815-1870, Saga mannkyns. Ritröð AB, 11. bindi, ritstj. Knut Helle o.fl., Almenna bókafélagið, (Rvk 1987).
  • Simensen, Jarle: Vesturlönd vinna heiminn. 1870-1914, Saga mannkyns. Ritröð AB, 12. bindi, ritstj. Knut Helle o.fl., Almenna bókafélagið, (Rvk 1987).
  • Steensgaard, Niels: Hin víða veröld. 1350-1500, Saga mannkyns. Ritröð AB, 7. bindi, ritstj. Knut Helle o.fl., Almenna bókafélagið, (Rvk 1986).
  • Vefsetrið Wikipedia, the free encyclopedia: „Katana“, „Samurai“ og „Toyotomi Hideyoshi“
  • Vefsetrið Encyclopædia Brittannica: „Samurai“...