Sólin Sólin Rís 11:04 • sest 15:36 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:26 • Sest 25:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:34 • Síðdegis: 24:14 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:07 • Síðdegis: 18:03 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:04 • sest 15:36 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:26 • Sest 25:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:34 • Síðdegis: 24:14 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:07 • Síðdegis: 18:03 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvers vegna er andefni lýst sem svo góðu eldsneyti í vísindaskáldskap?

Þorsteinn Vilhjálmsson

Upphafleg spurning var sem hér segir:
Ég horfi mikið á Star Trek en eins og við vitum eru þessir þættir byggðir meira og minna á kenningum. Ég var því að velta því fyrir mér hvers vegna andefni er svona gott eldsneyti og hvort það hafi verið búið til. Ennfremur var ég að spá hvað þessi "vörpun" sem mikið er talað um sé og hvaða kenning þetta er og hve hröð er vörpunin.
Með þessum texta er einnig svarað spurningu Andra Pálssonar, "Væri hægt að búa til vél sem gengi fyrir andefni?"

Höfundar vísindaskáldsagna og kvikmynda af sama tagi eru ekki einir um að hugsa sér andefni sem einhvers konar eldsneyti í geimferðum framtíðarinnar, því að vísindamenn hafa líka áhuga á þessu. Andefni verður að vísu ekki uppspretta nýrrar orku eins og kol eða olía af því að það kostar jafnmikla orku að búa það til og þá sem losnar þegar það eyðist.

Nánar er fjallað um andefni og eiginleika þess í svari sama höfundar við spurningunni Hvað er andefni?

Hugsum okkur tvær "flöskur," aðra með efni og hina með andefni, og jafnframt að við getum með einhverjum hætti hamið andefnið í sinni flösku. Síðan mundum við leiða efni og andefni saman og beisla orkulosunina. Þá gæti þetta orðið einhver öflugasti og skilvirkasti orkugjafi sem mönnum væri tiltækur, miðað við massa eldsneytisins. Í slíkum hreyfli mundi sem sé nokkurn veginn allur massi eldsneytisins breytast í hreyfiorku ljóseinda og léttra öreinda sem mynduðust. Hins vegar gæti vel farið svo að massi umbúðanna, "flöskunnar" sem þyrfti til að hemja andefnið, yrði svo mikill að þessi kostur þess sem eldsneytis kæmi fyrir lítið.

Úr þessu verður trúlega ekki skorið í náinni framtíð. Til þess þarf mikla þróun vísinda og tækni en sjálfsagt kemur einhvern tímann að því að menn geti svarað þessari spurningu!

Á þessari vefsíðu er sagt frá rannsóknum vísindamanna við Penn State háskólann í Bandaríkjunum á möguleikunum á því að nota andefni til að knýja geimför.

Svar við spurningunni um "vörpunina" verður að bíða betri tíma enda er okkur ekki fyllilega ljóst hvað við er átt.

Höfundur

Þorsteinn Vilhjálmsson

prófessor emeritus, ritstjóri Vísindavefsins 2000-2010 og ritstjóri Evrópuvefsins 2011

Útgáfudagur

28.5.2000

Spyrjandi

Valberg Már Sveinsson

Tilvísun

Þorsteinn Vilhjálmsson. „Hvers vegna er andefni lýst sem svo góðu eldsneyti í vísindaskáldskap?“ Vísindavefurinn, 28. maí 2000, sótt 8. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=471.

Þorsteinn Vilhjálmsson. (2000, 28. maí). Hvers vegna er andefni lýst sem svo góðu eldsneyti í vísindaskáldskap? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=471

Þorsteinn Vilhjálmsson. „Hvers vegna er andefni lýst sem svo góðu eldsneyti í vísindaskáldskap?“ Vísindavefurinn. 28. maí. 2000. Vefsíða. 8. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=471>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvers vegna er andefni lýst sem svo góðu eldsneyti í vísindaskáldskap?
Upphafleg spurning var sem hér segir:

Ég horfi mikið á Star Trek en eins og við vitum eru þessir þættir byggðir meira og minna á kenningum. Ég var því að velta því fyrir mér hvers vegna andefni er svona gott eldsneyti og hvort það hafi verið búið til. Ennfremur var ég að spá hvað þessi "vörpun" sem mikið er talað um sé og hvaða kenning þetta er og hve hröð er vörpunin.
Með þessum texta er einnig svarað spurningu Andra Pálssonar, "Væri hægt að búa til vél sem gengi fyrir andefni?"

Höfundar vísindaskáldsagna og kvikmynda af sama tagi eru ekki einir um að hugsa sér andefni sem einhvers konar eldsneyti í geimferðum framtíðarinnar, því að vísindamenn hafa líka áhuga á þessu. Andefni verður að vísu ekki uppspretta nýrrar orku eins og kol eða olía af því að það kostar jafnmikla orku að búa það til og þá sem losnar þegar það eyðist.

Nánar er fjallað um andefni og eiginleika þess í svari sama höfundar við spurningunni Hvað er andefni?

Hugsum okkur tvær "flöskur," aðra með efni og hina með andefni, og jafnframt að við getum með einhverjum hætti hamið andefnið í sinni flösku. Síðan mundum við leiða efni og andefni saman og beisla orkulosunina. Þá gæti þetta orðið einhver öflugasti og skilvirkasti orkugjafi sem mönnum væri tiltækur, miðað við massa eldsneytisins. Í slíkum hreyfli mundi sem sé nokkurn veginn allur massi eldsneytisins breytast í hreyfiorku ljóseinda og léttra öreinda sem mynduðust. Hins vegar gæti vel farið svo að massi umbúðanna, "flöskunnar" sem þyrfti til að hemja andefnið, yrði svo mikill að þessi kostur þess sem eldsneytis kæmi fyrir lítið.

Úr þessu verður trúlega ekki skorið í náinni framtíð. Til þess þarf mikla þróun vísinda og tækni en sjálfsagt kemur einhvern tímann að því að menn geti svarað þessari spurningu!

Á þessari vefsíðu er sagt frá rannsóknum vísindamanna við Penn State háskólann í Bandaríkjunum á möguleikunum á því að nota andefni til að knýja geimför.

Svar við spurningunni um "vörpunina" verður að bíða betri tíma enda er okkur ekki fyllilega ljóst hvað við er átt.

...