Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er til einhver skógur frá landnámsöld á Íslandi?

Birki (Betula pubescens) er eina innlenda trjátegundin sem hefur myndað skóga á Íslandi á núverandi hlýskeiði, eða síðustu 10.000 árin. Það hefur verið áætlað að birkiskógar og kjarr hafi þakið meira en fjórðung landsins við landnám eða um 28.000 km2, áætlaða útbreiðslu má sjá á myndinni hér fyrir neðan.Áætluð útbreiðsla birkiskóga við landnám, c. 28.000 km2.

Lítið er nú eftir af þessum skóglendum en þau þekja í dag um 1% af yfirborði landsins og að mestum hluta er um kjarr að ræða. Samvinna margra ólíkra þátta er meginástæðan fyrir skógareyðingunni, má þar nefna áhrif landnýtingar, veðurfar og jarðhræringar.Mynd 3. Útbreiðsla birkis á Íslandi í dag, c. 1000 km2.

Þar sem skógarleifar finnst enn í dag hefur líklega verið skógur eða skógarleifar allt frá landnámi, en ekki er hægt að segja að eiginlegur „landnámsskógur“ sé varðveittur þar sem birkiskógurinn endurnýjar sig frekar hratt. Birki verður sjaldan eldra en 150 ára gamalt. Þar sem skógurinn endurnýjar sig oft með rótarskotum getur verið að einstakir einstaklingar birkis séu margra alda gamlir, það er rótin getur hafa lifað í margar aldir.

Heimildir:
  • Snorri Sigurðsson 1977: Birki á Íslandi, útbreiðsla og ástand. Skógarmál bls. 146-172. Edda hf, Reykjavík.
  • Kortagerð: Bjarki Þór Kjartansson.

Útgáfudagur

13.1.2005

Spyrjandi

Aron Thorarensen

Höfundar

landfræðingur hjá Rannsóknastöð skógræktar, Mógilsá

Rannsóknastöð skógræktar, Mógilsá

Tilvísun

Bjarki Þór Kjartansson og Dr. Ólafur Eggertsson. „Er til einhver skógur frá landnámsöld á Íslandi?“ Vísindavefurinn, 13. janúar 2005. Sótt 25. janúar 2020. http://visindavefur.is/svar.php?id=4712.

Bjarki Þór Kjartansson og Dr. Ólafur Eggertsson. (2005, 13. janúar). Er til einhver skógur frá landnámsöld á Íslandi? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=4712

Bjarki Þór Kjartansson og Dr. Ólafur Eggertsson. „Er til einhver skógur frá landnámsöld á Íslandi?“ Vísindavefurinn. 13. jan. 2005. Vefsíða. 25. jan. 2020. <http://visindavefur.is/svar.php?id=4712>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Thor Aspelund

1969

Thor Aspelund er prófessor í líftölfræði í læknadeild Háskóla Íslands, við Miðstöð í lýðheilsuvísindum, og forstöðumaður Tölfræðiráðgjafar Heilbrigðisvísindasviðs. Thor hefur rannsakað áhrif áhættuþátta á hjarta- og æðasjúkdóma og sykursýki og hvernig er hægt að nota þá sem forspárþætti í áhættureiknum.