Sólin Sólin Rís 11:15 • sest 15:30 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:11 • Síðdegis: 17:36 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:33 • Síðdegis: 23:44 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:15 • sest 15:30 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:11 • Síðdegis: 17:36 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:33 • Síðdegis: 23:44 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Getið þið sagt mér allt um lípíð?

Þuríður Þorbjarnardóttir

Ekki er hægt að greina frá öllu um lípíð á þessum vettvangi þar sem slík umfjöllun myndi fylla mörg bókabindi. Lípíð eða fituefni er stór flokkur efna sem eiga það eitt sameiginlegt að vera vatnsfælin og leysast því ekki upp í vatni. Í þessum efnaflokki er fita (feiti og olíur, það er hörð og mjúk fita), vöx, fosfólípíð, sterar og fleira. Hér skal tekið fram að ekki er algilt á íslensku að kalla það sem á ensku heitir 'fats and oils' einu nafni fitu á íslensku og skipta þeim í feiti og olíur (eða harða og mjúka fitu) en verður það gert hér.

Fita er algengust lípíða. Hún er gerð úr tvenns konar sameindum - glýseróli og fitusýrum - enda kölluð glýserið á efnafræðimáli. Glýserólsameind telst til alkóhóla og inniheldur þrjú kolefnisatóm sem fitusýrurnar tengjast. Ef aðeins eitt kolefnisatóm er tengt fitusýru kallast efnið einglýseríð. Ef tvö eða öll þrjú kolefnisatómin tengjast fitusýrum er talað um tví- eða þríglýseríð. Í náttúrunni eru þríglýseríð langalgengust og mætti því með réttu kalla þau hina eiginlegu fitu.

Fitu má skipta í feiti og olíu eftir því í hvernig ástandi hún er við stofuhita þar sem feiti er á föstu formi á meðan olía er fljótandi. Munur á því hvort fitutegund er feiti eða olía er fólgin í þeim fitusýrum sem hún er gerð úr.


Fitusýra er nokkuð flókin sameind. Hún hefur vatnssækinn „haus“ og vatnsfælinn „hala“. Hali fitusýru er nokkuð langur og er meginuppistaða hans kolefniskeðja sem vetni og súrefni tengjast við. Fitusýrur skiptast í þrjár megingerðir eftir fjölda vetnisatóma, það er mettaðar, einómettaðar og fjölómettaðar, og fer fjöldi vetnisatóma eftir því hvort á milli kolefnisatómanna eru eingöngu einföld tengi eða hvort eitt eða fleiri tvítengi finnast þar.

Mettaðar fitusýrur eru mettaðar af öllu því vetni sem kolefniskeðjur þeirra geta mögulega tengst, enda engin tvítengi í þeim. Fita sem er aðallega með slíkar fitusýrur er hörð, samanber tólg og kókósfeiti.

Þar sem tvítengi kemur fyrir eru færri vetnisatóm tengd við kolefnisatómin. Tvítengi í kolefniskeðjum fitusýra fitusameinda valda beyglum í „hala“ fitusýrunnar sem gerir það að verkum að fitusameindir með slíkar fitusýrur pakkast ekki eins þétt saman. Kemur það fram í linari fitu, jafnvel fljótandi.


Gerð fitutegunda fer sem sagt eftir hlutfallinu á milli mettaðra og ómettaðra fitusýra í henni. Eftir því sem hlutfall fjölómettaðra fitusýra eykst miðað við fjölda mettaðra verður fitan linari.

Almennt gildir að dýrafita er frekar hörð en jurtafita lin. Þó eru til undantekningar frá þessu, til dæmis er lýsi fljótandi dýrafita en kókósfeiti er hörð jurtafita. Oft heyrist að mettuð fita sé óhollari en ómettuð þar sem svo virðist sem mettuð fita leiði frekar til hárrar blóðfitu en ómettuð, en það er undanfari æðakölkunar (sjá hér að neðan).

Fita er mjög mikilvægt orkuefni þar sem líkaminn notar hana sem eldsneyti við ýmsa orkufreka starfsemi, til dæmis vöxt og þroskun. Ennfremur eru þríglýseríð orkuforði og virðist vera nánast ótakmarkað hversu mikið er hægt að geyma af þeim í formi forðafitu undir húð. Þríglýseríð eru einnig notuð sem höggdeyfir í kringum lífsnauðsynleg líffæri og til hitaeinangrunar.

Vöx eru mjög lík glýseríðum að efnagerð. Þau eru gerð úr löngum mettuðum fitusýrum sem tengjast alkóhóli öðru en glýseróli. Þau geta verið upprunnin úr lífverum, bæði plöntum og dýrum, en einnig úr ólífrænum efnum og þá helst jarðefnum.

Fosfólípíð eru í raun sérstök gerð af tvíglýseríðum. Í hverri sameind eru tvær fitusýrur en tengd við þriðja kolefnisatómið er fosfathópur tengdur annarri sameind.

Fosfólípíð eru mjög mikilvægar sameindir. Þau eru bæði með vatnsfælinn og vatnssækinn hluta. Þetta gerir þeim kleift að raða sér upp í lag og mynda himnur. Dæmi um slíka himnu er þunna skánin sem myndast ofan á mjólk eftir að hún hefur verið soðin og síðan látin kólna. Þá raðast vatnssæknu hlutarnir ofan í mjólkina en þeir vatnsfælnu upp í loftið.

Allar frumuhimnur í lífheiminum eru að meginuppistöðu tvöfalt lag af fosfólípíðum. Á þennan hátt „ráða“ fosfólípíðin hvað fer inn í og út úr frumum. Fosfólípíðin eru því mjög mikilvæg byggingarefni í lífverum. Í þessu tvöfalda lípíðlagi finnast svo aðrar sameindir svo sem prótín.

Sterar eru sérstsakur flokkur lípíða og mjög mikilvægur. Þeir hafa allt aðra efnafræðilega byggingu en þau lípíð sem hefur verið fjallað um til þessa. Í stað fitusýra sem tengjast við alkóhól eru sterar með flókna hringabyggingu.

Þekktasti sterinn er kólesteról. Mannslíkaminn, nánar til tekið lifrin, myndar um 2 grömm af kólesteróli daglega. Þetta magn er um 85% af heildarmagni kólesteróls í blóði okkar en aðeins 15% koma úr fæðunni.


Kólesteról er notað sem hráefni í myndun sterahormóna eins og kynhormóna. Einnig eru efni í galli mynduð úr kólesteróli, svo og D-vítamín í húðinni þegar sól fellur á kólesteról þar. Kólesterólsameindir finnast líka í fosfólípíðlagi frumuhimna og gefa þeim vissa festu.

Margir aðrir flokkar fituefna eru til en aðeins skal nefna lípóprótín (stundum kölluð fituprótín) til viðbótar við það sem þegar er upp talið. Lípóprótín eru sérstakur flokkur efna gerður úr lípíðum og prótínum. Þau gegna hlutverki burðarefna í líkamanum og flytja meðal annars kólesteról og önnur fituleysanleg efni um líkamann með blóðrásinni.

Lípóprótín skiptast í tvo megin flokka eftir eðlisþyngd eða þéttleiki þeirra er. Annars vegar eru LDL (e. low density lipoprotein) og hins vegar HDL (e. high density lipoprotein). LDL eru oft kölluð vonda kólesterólið þar sem þau tengjast útfellingu kólesteróls innan á og í slagæðaveggi. Slíkt kallast fituhrörnun og er undanfari æðakölkunar. HDL eru góða kólesterólið, enda talið sjá um að flytja kólesteról úr blóðrásinni, auk þess sem það er þéttara í sér en LDL.

Önnur svör á Vísindavefnum um skyld efni: Heimildir og myndir:

Höfundur

Útgáfudagur

13.1.2005

Spyrjandi

Anton Friðriksson, f. 1987

Tilvísun

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Getið þið sagt mér allt um lípíð?“ Vísindavefurinn, 13. janúar 2005, sótt 14. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=4713.

Þuríður Þorbjarnardóttir. (2005, 13. janúar). Getið þið sagt mér allt um lípíð? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=4713

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Getið þið sagt mér allt um lípíð?“ Vísindavefurinn. 13. jan. 2005. Vefsíða. 14. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=4713>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Getið þið sagt mér allt um lípíð?
Ekki er hægt að greina frá öllu um lípíð á þessum vettvangi þar sem slík umfjöllun myndi fylla mörg bókabindi. Lípíð eða fituefni er stór flokkur efna sem eiga það eitt sameiginlegt að vera vatnsfælin og leysast því ekki upp í vatni. Í þessum efnaflokki er fita (feiti og olíur, það er hörð og mjúk fita), vöx, fosfólípíð, sterar og fleira. Hér skal tekið fram að ekki er algilt á íslensku að kalla það sem á ensku heitir 'fats and oils' einu nafni fitu á íslensku og skipta þeim í feiti og olíur (eða harða og mjúka fitu) en verður það gert hér.

Fita er algengust lípíða. Hún er gerð úr tvenns konar sameindum - glýseróli og fitusýrum - enda kölluð glýserið á efnafræðimáli. Glýserólsameind telst til alkóhóla og inniheldur þrjú kolefnisatóm sem fitusýrurnar tengjast. Ef aðeins eitt kolefnisatóm er tengt fitusýru kallast efnið einglýseríð. Ef tvö eða öll þrjú kolefnisatómin tengjast fitusýrum er talað um tví- eða þríglýseríð. Í náttúrunni eru þríglýseríð langalgengust og mætti því með réttu kalla þau hina eiginlegu fitu.

Fitu má skipta í feiti og olíu eftir því í hvernig ástandi hún er við stofuhita þar sem feiti er á föstu formi á meðan olía er fljótandi. Munur á því hvort fitutegund er feiti eða olía er fólgin í þeim fitusýrum sem hún er gerð úr.


Fitusýra er nokkuð flókin sameind. Hún hefur vatnssækinn „haus“ og vatnsfælinn „hala“. Hali fitusýru er nokkuð langur og er meginuppistaða hans kolefniskeðja sem vetni og súrefni tengjast við. Fitusýrur skiptast í þrjár megingerðir eftir fjölda vetnisatóma, það er mettaðar, einómettaðar og fjölómettaðar, og fer fjöldi vetnisatóma eftir því hvort á milli kolefnisatómanna eru eingöngu einföld tengi eða hvort eitt eða fleiri tvítengi finnast þar.

Mettaðar fitusýrur eru mettaðar af öllu því vetni sem kolefniskeðjur þeirra geta mögulega tengst, enda engin tvítengi í þeim. Fita sem er aðallega með slíkar fitusýrur er hörð, samanber tólg og kókósfeiti.

Þar sem tvítengi kemur fyrir eru færri vetnisatóm tengd við kolefnisatómin. Tvítengi í kolefniskeðjum fitusýra fitusameinda valda beyglum í „hala“ fitusýrunnar sem gerir það að verkum að fitusameindir með slíkar fitusýrur pakkast ekki eins þétt saman. Kemur það fram í linari fitu, jafnvel fljótandi.


Gerð fitutegunda fer sem sagt eftir hlutfallinu á milli mettaðra og ómettaðra fitusýra í henni. Eftir því sem hlutfall fjölómettaðra fitusýra eykst miðað við fjölda mettaðra verður fitan linari.

Almennt gildir að dýrafita er frekar hörð en jurtafita lin. Þó eru til undantekningar frá þessu, til dæmis er lýsi fljótandi dýrafita en kókósfeiti er hörð jurtafita. Oft heyrist að mettuð fita sé óhollari en ómettuð þar sem svo virðist sem mettuð fita leiði frekar til hárrar blóðfitu en ómettuð, en það er undanfari æðakölkunar (sjá hér að neðan).

Fita er mjög mikilvægt orkuefni þar sem líkaminn notar hana sem eldsneyti við ýmsa orkufreka starfsemi, til dæmis vöxt og þroskun. Ennfremur eru þríglýseríð orkuforði og virðist vera nánast ótakmarkað hversu mikið er hægt að geyma af þeim í formi forðafitu undir húð. Þríglýseríð eru einnig notuð sem höggdeyfir í kringum lífsnauðsynleg líffæri og til hitaeinangrunar.

Vöx eru mjög lík glýseríðum að efnagerð. Þau eru gerð úr löngum mettuðum fitusýrum sem tengjast alkóhóli öðru en glýseróli. Þau geta verið upprunnin úr lífverum, bæði plöntum og dýrum, en einnig úr ólífrænum efnum og þá helst jarðefnum.

Fosfólípíð eru í raun sérstök gerð af tvíglýseríðum. Í hverri sameind eru tvær fitusýrur en tengd við þriðja kolefnisatómið er fosfathópur tengdur annarri sameind.

Fosfólípíð eru mjög mikilvægar sameindir. Þau eru bæði með vatnsfælinn og vatnssækinn hluta. Þetta gerir þeim kleift að raða sér upp í lag og mynda himnur. Dæmi um slíka himnu er þunna skánin sem myndast ofan á mjólk eftir að hún hefur verið soðin og síðan látin kólna. Þá raðast vatnssæknu hlutarnir ofan í mjólkina en þeir vatnsfælnu upp í loftið.

Allar frumuhimnur í lífheiminum eru að meginuppistöðu tvöfalt lag af fosfólípíðum. Á þennan hátt „ráða“ fosfólípíðin hvað fer inn í og út úr frumum. Fosfólípíðin eru því mjög mikilvæg byggingarefni í lífverum. Í þessu tvöfalda lípíðlagi finnast svo aðrar sameindir svo sem prótín.

Sterar eru sérstsakur flokkur lípíða og mjög mikilvægur. Þeir hafa allt aðra efnafræðilega byggingu en þau lípíð sem hefur verið fjallað um til þessa. Í stað fitusýra sem tengjast við alkóhól eru sterar með flókna hringabyggingu.

Þekktasti sterinn er kólesteról. Mannslíkaminn, nánar til tekið lifrin, myndar um 2 grömm af kólesteróli daglega. Þetta magn er um 85% af heildarmagni kólesteróls í blóði okkar en aðeins 15% koma úr fæðunni.


Kólesteról er notað sem hráefni í myndun sterahormóna eins og kynhormóna. Einnig eru efni í galli mynduð úr kólesteróli, svo og D-vítamín í húðinni þegar sól fellur á kólesteról þar. Kólesterólsameindir finnast líka í fosfólípíðlagi frumuhimna og gefa þeim vissa festu.

Margir aðrir flokkar fituefna eru til en aðeins skal nefna lípóprótín (stundum kölluð fituprótín) til viðbótar við það sem þegar er upp talið. Lípóprótín eru sérstakur flokkur efna gerður úr lípíðum og prótínum. Þau gegna hlutverki burðarefna í líkamanum og flytja meðal annars kólesteról og önnur fituleysanleg efni um líkamann með blóðrásinni.

Lípóprótín skiptast í tvo megin flokka eftir eðlisþyngd eða þéttleiki þeirra er. Annars vegar eru LDL (e. low density lipoprotein) og hins vegar HDL (e. high density lipoprotein). LDL eru oft kölluð vonda kólesterólið þar sem þau tengjast útfellingu kólesteróls innan á og í slagæðaveggi. Slíkt kallast fituhrörnun og er undanfari æðakölkunar. HDL eru góða kólesterólið, enda talið sjá um að flytja kólesteról úr blóðrásinni, auk þess sem það er þéttara í sér en LDL.

Önnur svör á Vísindavefnum um skyld efni: Heimildir og myndir:...