Sólin Sólin Rís 05:36 • sest 21:19 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:44 • Sest 05:50 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:37 • Síðdegis: 17:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:57 • Síðdegis: 23:09 í Reykjavík

Eru til einhverjar þjóðsögur um tígrisdýr?

Jón Már Halldórsson

Upprunalega var einnig spurt um hvenær ár tígrisdýrsins var seinast og hve mörg dýr eru í kínverska almanakinu. Þeim spurningum er svarað í lok þessa svars.

Asíubúar eiga aragrúa þjóðsagna um tígrisdýr. All frá Indlandi og austur til Ussuri í Rússlandi, þar sem hið svokallaða síberíska tígrisdýr lifir, finnast sagnir um tígrisdýr. Ennfremur eru þekktar þjóðsögur frá þeim svæðum þar sem tígrisdýr lifðu áður, svo sem frá Jövu og Balí í Indónesíu, Armeníu og Afganistan.



Ein saga frá Indlandi greinir frá því hvernig tígrisdýrið fékk svörtu rendurnar sem prýða feld þess og er hún svohljóðandi:
„Arrrrrrrrr!“ rumdi ógurlega í appelsínugula tígrinum þegar hann elti álfa nokkra upp í tré. Álfarnir höfðu áður málað plönturnar og blómin í skóginum þeim litum sem við þekkjum. Á meðan þeir biðu eftir því að tígrisdýrið færi, þá ákváðu þeir að mála laufblöð trésins. Tígrisdýrið sat sem fastast við tréð og sofnaði loksins. Hugrakkasti álfurinn klifraði þá niður með gljáandi svarta málningu og pensil og málaði svartar rákir á mjúkan feld tígursins. Hálftíma síðar vaknaði tígurinn, leit upp í tréð og sá álfana þar enn. Hann hló að þeim, „vitlausu álfar“ sagði hann, „þið hefðuð getað flúið úr trénu á meðan ég svaf.“ Hann ákvað þá að skilja þá eftir uppi í trénu og gekk að tjörn einni þar skammt frá til að drekka. Þegar hann kom að tjörninni sá hann spegilmynd sína í vatninu og var brugðið. „Ég lít hræðilega út“, sagði hann og reyndi að skola rendurnar af sér en ekkert gekk. Eftir það skammaðist hann sín svo mikið að hann ákvað að halda til í dimmustu hlutum frumskógarins og elti aldrei framar skógarálfana.

Á ensku nefnist þessi þjóðsaga How the tiger got its stripes og hún er indversk að uppruna en er hér í lauslegri þýðingu höfundar þessa svars.

Frá Síberíu eru fjölmargar þjóðsögur um tígrisdýr og eru til ýmsar bækur með söfnum sagna frá þessu svæði. Þó einhverjar séu til á ensku eru þær flestar á rússnesku. Má þar til dæmis nefna rit sem inniheldur fyrst og fremst þjóðsögur Nanaí-fólksins sem lifir aðallega við Amurfljótið í Síberíu. Meðal þessa fólks hefur ekki verið síðri tígrisdýraátrúnaður en meðal þjóðanna á Indlandsskaga.

Udege-fólkið sem er önnur þjóð í hjarta skóganna í Ussurilandi (nú Rússlandi), telur tígrisdýr og skógarbirni vera forfeður sína.

Kóreubúar eiga líka sínar þjóðsögur um tígrisdýr og má til dæmis nefna bók sem tekin var saman og þýdd af Janie Jaehyan Park og nefnist á ensku The Tiger and the Dried Persimmon: A Korean Folk Tale. Í dag lifa tígrisdýr í Norður-Kóeru en voru áður mun algengari á Kóeruskaganum og eiga sér enn ríkan sess í þjóðtrú Kóreubúa.

Ótal þjóðsögur um tígrisdýr eru frá Kína og Indókína. Í mörgum héruðum Kína var til dæmis talið að hið ógurlega afl sem tígrisdýrið hefur, gæti fælt í burtu illa anda. Til vitnis um það voru styttur af tígrisdýrum settar umhverfis grafreit konungsins Ho Lu sem tilheyrði Wu-ættinni milli 513 og 494 fyrir Krists burð.

Í kínverska dagatalinu var ár tígrisdýrsins seinast árið 1998. Alls eru 12 dýr í kínverska almanakinu. Fyrir utan tígrisdýrið þá eru það rottan, uxinn, kanínan, snákurinn, hesturinn, sauðkindin, apinn, haninn, svínið og hundurinn. Eitt dýr í almanakinu er goðsögulegt, það er drekinn. Með því að smella hér hér má fræðast nánar um kínverska almanakið.

Mynd: exZOOberance

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

20.1.2005

Spyrjandi

Finnur Torfason

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Eru til einhverjar þjóðsögur um tígrisdýr? “ Vísindavefurinn, 20. janúar 2005. Sótt 20. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=4719.

Jón Már Halldórsson. (2005, 20. janúar). Eru til einhverjar þjóðsögur um tígrisdýr? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=4719

Jón Már Halldórsson. „Eru til einhverjar þjóðsögur um tígrisdýr? “ Vísindavefurinn. 20. jan. 2005. Vefsíða. 20. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=4719>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Eru til einhverjar þjóðsögur um tígrisdýr?
Upprunalega var einnig spurt um hvenær ár tígrisdýrsins var seinast og hve mörg dýr eru í kínverska almanakinu. Þeim spurningum er svarað í lok þessa svars.

Asíubúar eiga aragrúa þjóðsagna um tígrisdýr. All frá Indlandi og austur til Ussuri í Rússlandi, þar sem hið svokallaða síberíska tígrisdýr lifir, finnast sagnir um tígrisdýr. Ennfremur eru þekktar þjóðsögur frá þeim svæðum þar sem tígrisdýr lifðu áður, svo sem frá Jövu og Balí í Indónesíu, Armeníu og Afganistan.



Ein saga frá Indlandi greinir frá því hvernig tígrisdýrið fékk svörtu rendurnar sem prýða feld þess og er hún svohljóðandi:
„Arrrrrrrrr!“ rumdi ógurlega í appelsínugula tígrinum þegar hann elti álfa nokkra upp í tré. Álfarnir höfðu áður málað plönturnar og blómin í skóginum þeim litum sem við þekkjum. Á meðan þeir biðu eftir því að tígrisdýrið færi, þá ákváðu þeir að mála laufblöð trésins. Tígrisdýrið sat sem fastast við tréð og sofnaði loksins. Hugrakkasti álfurinn klifraði þá niður með gljáandi svarta málningu og pensil og málaði svartar rákir á mjúkan feld tígursins. Hálftíma síðar vaknaði tígurinn, leit upp í tréð og sá álfana þar enn. Hann hló að þeim, „vitlausu álfar“ sagði hann, „þið hefðuð getað flúið úr trénu á meðan ég svaf.“ Hann ákvað þá að skilja þá eftir uppi í trénu og gekk að tjörn einni þar skammt frá til að drekka. Þegar hann kom að tjörninni sá hann spegilmynd sína í vatninu og var brugðið. „Ég lít hræðilega út“, sagði hann og reyndi að skola rendurnar af sér en ekkert gekk. Eftir það skammaðist hann sín svo mikið að hann ákvað að halda til í dimmustu hlutum frumskógarins og elti aldrei framar skógarálfana.

Á ensku nefnist þessi þjóðsaga How the tiger got its stripes og hún er indversk að uppruna en er hér í lauslegri þýðingu höfundar þessa svars.

Frá Síberíu eru fjölmargar þjóðsögur um tígrisdýr og eru til ýmsar bækur með söfnum sagna frá þessu svæði. Þó einhverjar séu til á ensku eru þær flestar á rússnesku. Má þar til dæmis nefna rit sem inniheldur fyrst og fremst þjóðsögur Nanaí-fólksins sem lifir aðallega við Amurfljótið í Síberíu. Meðal þessa fólks hefur ekki verið síðri tígrisdýraátrúnaður en meðal þjóðanna á Indlandsskaga.

Udege-fólkið sem er önnur þjóð í hjarta skóganna í Ussurilandi (nú Rússlandi), telur tígrisdýr og skógarbirni vera forfeður sína.

Kóreubúar eiga líka sínar þjóðsögur um tígrisdýr og má til dæmis nefna bók sem tekin var saman og þýdd af Janie Jaehyan Park og nefnist á ensku The Tiger and the Dried Persimmon: A Korean Folk Tale. Í dag lifa tígrisdýr í Norður-Kóeru en voru áður mun algengari á Kóeruskaganum og eiga sér enn ríkan sess í þjóðtrú Kóreubúa.

Ótal þjóðsögur um tígrisdýr eru frá Kína og Indókína. Í mörgum héruðum Kína var til dæmis talið að hið ógurlega afl sem tígrisdýrið hefur, gæti fælt í burtu illa anda. Til vitnis um það voru styttur af tígrisdýrum settar umhverfis grafreit konungsins Ho Lu sem tilheyrði Wu-ættinni milli 513 og 494 fyrir Krists burð.

Í kínverska dagatalinu var ár tígrisdýrsins seinast árið 1998. Alls eru 12 dýr í kínverska almanakinu. Fyrir utan tígrisdýrið þá eru það rottan, uxinn, kanínan, snákurinn, hesturinn, sauðkindin, apinn, haninn, svínið og hundurinn. Eitt dýr í almanakinu er goðsögulegt, það er drekinn. Með því að smella hér hér má fræðast nánar um kínverska almanakið.

Mynd: exZOOberance...