Sólin Sólin Rís 09:04 • sest 18:20 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 12:35 • Sest 10:41 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:58 • Síðdegis: 17:25 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:23 • Síðdegis: 23:25 í Reykjavík

Hversu mörg eru öll dýr heimsins?

Gísli Már Gíslason

Ef átt er við tegundafjölda þá er því til að svara að þekktar eru 1,5 milljónir dýrategunda í heiminum um þessar mundir. Gera má ráð fyrir að flestar tegundir stærri dýra séu þekktar. Áætlanir benda til að heildarfjöldi tegunda geti verið milli 10 og 80 milljónir.


Skordýrafræðingurinn Terry Erwin safnaði liðdýrum (Arthropoda) af 19 trjám af tegundinni Luehea seemannii í regnskógi Panama, með því að dæla skordýraeitri upp með trjánum. Hann fann 1200 tegundir bjallna og áætlaði að 163 þeirra héldu sig einungis á þessari trjátegund. Næst áætlaði hann að um það bil 50 þúsundir trjátegunda væru í hitabeltinu og að sami fjöldi dýrategunda væri bundinn við hverja trjátegund.

Bjöllur eru 40% af liðdýrum í heiminum og þannig áætlaði hann heildarfjölda skordýrategunda í laufkrónunum. Útreikningar hans eru sem hér segir:

  1. Fjöldi bjöllutegunda á 19 L. seemanni trjám = 1200
  2. Tegundabundnar bjöllutegundir eru 13-14%, slíkar tegundir á L. seemannii trjám = 163
  3. Fjöldi hitabeltistrjátegunda er 50.000, fjöldi bjöllutegunda sem eru bundnar þessum trjátegundum = 8.150.000
  4. Bjöllur eru 40% allra liðdýra, heildarfjöldi liðdýra í hitabeltinu = 20.000.000
  5. Tvöfalt fleiri tegundir eru í laufþakinu en á jörðu niðri.
Heildarfjöldi liðdýrategunda í hitabeltinu er þá um 30.000.000

Skordýrafræðingar frá Breska náttúrugripasafninu hafa rannsakað hlutfall annnarra liðdýra og bjallna á Borneo og Sulawesi í Indónesíu og komist að því að Erwin vanmat fjölda annarra liðdýrategunda í laufþakinu. Þeir áætla að tegundafjöldi í heiminum geti verið á bilinu 10 til 80 milljónir.

Höfundur

Gísli Már Gíslason

prófessor emeritus í líffræði við HÍ

Útgáfudagur

29.5.2000

Spyrjandi

Arnar Jón Óskarsson

Efnisorð

Tilvísun

Gísli Már Gíslason. „Hversu mörg eru öll dýr heimsins?“ Vísindavefurinn, 29. maí 2000. Sótt 21. febrúar 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=472.

Gísli Már Gíslason. (2000, 29. maí). Hversu mörg eru öll dýr heimsins? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=472

Gísli Már Gíslason. „Hversu mörg eru öll dýr heimsins?“ Vísindavefurinn. 29. maí. 2000. Vefsíða. 21. feb. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=472>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hversu mörg eru öll dýr heimsins?
Ef átt er við tegundafjölda þá er því til að svara að þekktar eru 1,5 milljónir dýrategunda í heiminum um þessar mundir. Gera má ráð fyrir að flestar tegundir stærri dýra séu þekktar. Áætlanir benda til að heildarfjöldi tegunda geti verið milli 10 og 80 milljónir.


Skordýrafræðingurinn Terry Erwin safnaði liðdýrum (Arthropoda) af 19 trjám af tegundinni Luehea seemannii í regnskógi Panama, með því að dæla skordýraeitri upp með trjánum. Hann fann 1200 tegundir bjallna og áætlaði að 163 þeirra héldu sig einungis á þessari trjátegund. Næst áætlaði hann að um það bil 50 þúsundir trjátegunda væru í hitabeltinu og að sami fjöldi dýrategunda væri bundinn við hverja trjátegund.

Bjöllur eru 40% af liðdýrum í heiminum og þannig áætlaði hann heildarfjölda skordýrategunda í laufkrónunum. Útreikningar hans eru sem hér segir:

  1. Fjöldi bjöllutegunda á 19 L. seemanni trjám = 1200
  2. Tegundabundnar bjöllutegundir eru 13-14%, slíkar tegundir á L. seemannii trjám = 163
  3. Fjöldi hitabeltistrjátegunda er 50.000, fjöldi bjöllutegunda sem eru bundnar þessum trjátegundum = 8.150.000
  4. Bjöllur eru 40% allra liðdýra, heildarfjöldi liðdýra í hitabeltinu = 20.000.000
  5. Tvöfalt fleiri tegundir eru í laufþakinu en á jörðu niðri.
Heildarfjöldi liðdýrategunda í hitabeltinu er þá um 30.000.000

Skordýrafræðingar frá Breska náttúrugripasafninu hafa rannsakað hlutfall annnarra liðdýra og bjallna á Borneo og Sulawesi í Indónesíu og komist að því að Erwin vanmat fjölda annarra liðdýrategunda í laufþakinu. Þeir áætla að tegundafjöldi í heiminum geti verið á bilinu 10 til 80 milljónir....