Hugurinn afhjúpar möguleika sína til ótakmarkaðrar árvekni, handanlægrar árvekni, heildar-meðvitundar, með innhverfri íhugun - afhjúpar líflegt svið alls möguleika, þar sem hver kostur er náttúrulega til taks handa hinum meðvitaða huga. Hinn meðvitaði hugur vaknar til vitundar um óbundið eðli sitt, óendanlega möguleika sína. Innhverf íhugun opnar hinum meðvitaða huga leið til að botna í allri dýpt tilvistar sinnar - virkri og þögulli, punkti og óendanleik. Hún er ekki kennisetning, heimspeki, lífstíll eða trúarbrögð. Hún er reynsla, huglæg tækni sem maður stundar daglega í 15-20 mínútur.Þeir sem standa að kennslu og útbreiðslu tækninnar verða á stundum skáldmæltir og háfleygir, sem sjá má. En það gerir mál þeirra hvorki að heimspeki né trúarbókstaf. Samkvæmt Britannicu hafa lífeðlisfræðingar og sálfræðingar staðfest slakandi og lífgandi áhrif innhverfrar íhugunar á hug og líkama. Heimildir: Íslenska íhugunarfélagið og Britannica.com.
Sendu inn spurningu
Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Útgáfudagur
29.5.2000
Spyrjandi
Rakel
Tilvísun
HMH. „Hvað er innhverf íhugun? Er það trú eða ekki? Hefur það sérstaka heimspeki eða ekki?“ Vísindavefurinn, 29. maí 2000. Sótt 15. desember 2019. http://visindavefur.is/svar.php?id=473.
HMH. (2000, 29. maí). Hvað er innhverf íhugun? Er það trú eða ekki? Hefur það sérstaka heimspeki eða ekki? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=473
HMH. „Hvað er innhverf íhugun? Er það trú eða ekki? Hefur það sérstaka heimspeki eða ekki?“ Vísindavefurinn. 29. maí. 2000. Vefsíða. 15. des. 2019. <http://visindavefur.is/svar.php?id=473>.
Vísindadagatalið
Eyjólfur Ingi Ásgeirsson
1974
Eyjólfur Ingi Ásgeirsson er dósent við Tækni- og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík. Rannsóknir hans eru á sviði aðgerðarannsókna með áherslu á bestun, hermun og reiknirit.