Sólin Sólin Rís 06:49 • sest 19:56 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 20:38 • Sest 24:58 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:07 • Síðdegis: 15:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:22 • Síðdegis: 22:14 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 06:49 • sest 19:56 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 20:38 • Sest 24:58 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:07 • Síðdegis: 15:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:22 • Síðdegis: 22:14 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju finnst svona mikil olía í Írak og öðrum löndum við Persaflóa?

Sigurður Steinþórsson

„Ég skal drekka hvern einasta dropa af olíu sem kemur upp úr jörðinni hérna“ er haft eftir breskum jarðfræðingi sem var að kortleggja í Mið-Austurlöndum um aldamótin 1900. Sýnilega sá hann ekki fyrir þær ótrúlegu olíulindir sem þar hafa fundist síðan, enda voru engin merki um þær á yfirborðinu.

Í Írak (þá Mesópótamíu), sem nú er talið vera að minnsta kosti næst-olíuauðugasta svæði Mið-Austurlanda á eftir Sádi-Arabíu, hófst olíuleit árið 1902 en það var ekki fyrr en 1923 sem fyrsta olíusvæðið fannst þar. Þrátt fyrir tiltölulega frumstæða rannsókna- og bortækni, það er að segja eldri en frá um 1980, er árangur olíuborana þar í landi 72% — jafnhæstur í veröldinni — sem sýnir hve ótrúlega olíuauðugt landið er, enda gæti það í framtíðinni orðið mesti olíuframleiðandi jarðar.



Svæðið einkenna þykk setlög sem spanna 600 milljónir ára, frá kambríum til nútíma. Setlögunum má meðal annars skipta í svokallaða olíugeyma, til dæmis sandstein, og olíulása sem hindra olíu og gas í því að stíga til yfirborðsins og týnast, auk fellinga í setinu sem safna olíunni saman. Þrátt fyrir mismunandi aldur og jarðmyndanir eru olíusvæði nánast um landið allt. Samkvæmt nýjasta mati eru olíulindir Íraks 150-200 milljarðar (109) tunna og 3 trilljónir (1012) rúmmetra af jarðgasi.

Olíuauðugar setmyndanir Íraks — framburðarsvæðis ánna Efrat og Tígris — liggja á milli forkambrísks Arabíuskjaldarins í vestri og Zagrosfjalla í austri, en þau eru hluti Alpafellingarinnar. Setmyndanir þessar settust að hluta til í Tethys-hafi sem forðum opnaðist frá austri til vesturs þegar risameginlandið Pangea byrjaði að klofna fyrir 200 milljónum ára eða svo. Hafið náði frá vesturströnd Ameríku til austurstrandar Asíu og er Miðjarðarhaf helsta leif þess. Þessi setbunki er meira en 15 km þykkur og aldur hans spannar allt frá forkambríum til nútíma. Mestur hluti olíunnar (um 76%) er í jarðlögum frá krít en 24% eru í tertíerum lögum. Örlítill hluti finnst í eldri jarðlögum (0,1%), allt til ordóvisíum.

Skoðið einnig svörin:

Mynd: The Tribune

Höfundur

Sigurður Steinþórsson

prófessor emeritus

Útgáfudagur

28.1.2005

Síðast uppfært

13.11.2018

Spyrjandi

8. SR Grundaskóla

Tilvísun

Sigurður Steinþórsson. „Af hverju finnst svona mikil olía í Írak og öðrum löndum við Persaflóa?“ Vísindavefurinn, 28. janúar 2005, sótt 14. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=4732.

Sigurður Steinþórsson. (2005, 28. janúar). Af hverju finnst svona mikil olía í Írak og öðrum löndum við Persaflóa? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=4732

Sigurður Steinþórsson. „Af hverju finnst svona mikil olía í Írak og öðrum löndum við Persaflóa?“ Vísindavefurinn. 28. jan. 2005. Vefsíða. 14. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=4732>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Af hverju finnst svona mikil olía í Írak og öðrum löndum við Persaflóa?
„Ég skal drekka hvern einasta dropa af olíu sem kemur upp úr jörðinni hérna“ er haft eftir breskum jarðfræðingi sem var að kortleggja í Mið-Austurlöndum um aldamótin 1900. Sýnilega sá hann ekki fyrir þær ótrúlegu olíulindir sem þar hafa fundist síðan, enda voru engin merki um þær á yfirborðinu.

Í Írak (þá Mesópótamíu), sem nú er talið vera að minnsta kosti næst-olíuauðugasta svæði Mið-Austurlanda á eftir Sádi-Arabíu, hófst olíuleit árið 1902 en það var ekki fyrr en 1923 sem fyrsta olíusvæðið fannst þar. Þrátt fyrir tiltölulega frumstæða rannsókna- og bortækni, það er að segja eldri en frá um 1980, er árangur olíuborana þar í landi 72% — jafnhæstur í veröldinni — sem sýnir hve ótrúlega olíuauðugt landið er, enda gæti það í framtíðinni orðið mesti olíuframleiðandi jarðar.



Svæðið einkenna þykk setlög sem spanna 600 milljónir ára, frá kambríum til nútíma. Setlögunum má meðal annars skipta í svokallaða olíugeyma, til dæmis sandstein, og olíulása sem hindra olíu og gas í því að stíga til yfirborðsins og týnast, auk fellinga í setinu sem safna olíunni saman. Þrátt fyrir mismunandi aldur og jarðmyndanir eru olíusvæði nánast um landið allt. Samkvæmt nýjasta mati eru olíulindir Íraks 150-200 milljarðar (109) tunna og 3 trilljónir (1012) rúmmetra af jarðgasi.

Olíuauðugar setmyndanir Íraks — framburðarsvæðis ánna Efrat og Tígris — liggja á milli forkambrísks Arabíuskjaldarins í vestri og Zagrosfjalla í austri, en þau eru hluti Alpafellingarinnar. Setmyndanir þessar settust að hluta til í Tethys-hafi sem forðum opnaðist frá austri til vesturs þegar risameginlandið Pangea byrjaði að klofna fyrir 200 milljónum ára eða svo. Hafið náði frá vesturströnd Ameríku til austurstrandar Asíu og er Miðjarðarhaf helsta leif þess. Þessi setbunki er meira en 15 km þykkur og aldur hans spannar allt frá forkambríum til nútíma. Mestur hluti olíunnar (um 76%) er í jarðlögum frá krít en 24% eru í tertíerum lögum. Örlítill hluti finnst í eldri jarðlögum (0,1%), allt til ordóvisíum.

Skoðið einnig svörin:

Mynd: The Tribune...