Sólin Sólin Rís 05:15 • sest 21:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:18 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:36 • Síðdegis: 19:53 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:39 • Síðdegis: 13:42 í Reykjavík

Er hægt að fjarlægja eiturkirtla úr snákum og gera þá þannig tiltölulega meinlausa?

Jón Már Halldórsson

Já, það er hægt að fjarlægja eiturkirtlana með skurðaðgerð en ekki er þar með sagt að snákarnir verði meinlausir. Aðgerðin er ekki hættulaus því nauðsynlegt er að gera nokkuð stóran skurð á höfði snáksins. Lengi var þetta draumur snákaáhugamanna um allan heim, því hættulegustu snákar veraldar eru að margra mati einnig þeir glæsilegustu.

Í Ástralíu var framkvæmd aðgerð á tveimur tígrissnákum árið 1976. Ástralinn Dave Millar gerði þá tvær aðgerðir á hvorum snák fyrir sig og í hvert skipti fjarlægði hann annan tveggja eiturkirtla. Í fyrra skiptið kældi hann snákana niður og tókust aðgerðirnar vel og náðu snákarnir sér eftir aðgerðirnar. Í seinna skiptið voru þeir svæfðir með klóróformi og eftir aðgerðirnar komst sýking í sárið hjá öðrum þeirra og hann drapst en hinn jafnaði sig að fullu.


Tígríssnákur (Notechis scutatus).


Brottnám á eiturkirtlum snáka er talsvert stundað í Bandaríkjunum, meðal annars á skröltormum og nöðrum. Sérhæfðir dýralæknar framkvæma aðgerðirnar og selja síðan snákana til almennings, fyrirtækja og stofnana, eins og til dæmis dýragarða. Þetta er nokkuð stór atvinnugrein og fjöldi fyrirtækja vestra sérhæfir sig í aðgerðum og sölu á slíkum snákum.

Aðgerðirnar eru ekki án allrar áhættu en undirritaður hefur engar heimildir fyrir því hversu hátt hlutfall slíkra aðgerða heppnast.

Þess ber að geta að þrátt fyrir að eiturkirtlar snáks hafi verið fjarlægðir eru þeir enn með vígtennur. Ef þær eru teknar vaxa einfaldlega aðrar í staðinn. Menn þurfa þess vegna alltaf að sýna miklar varkárni nálægt snákum. Þó að búið sé að fjarlægja eiturkirtlana geta þeir verið árásargjarnir og bit þeirra eru oft alvarleg. Snákar án eiturkirtla eru þess vegna alls ekki meinlausir!

Einnig er mikilvægt að átta sig á því að snákar sem hafa ekki eiturkirtla geta af sér afkvæmi með eiturkirtla enda eru kirtlarnir teknir með skurðaðgerð.

Heimildir:
  • Hoser R. 2004. Surgical Removal of Venom Glands in Australian Elapid Snakes. The Crocodilian. Vol. 4 Issue 5: 18–31.

Mynd:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

11.2.2009

Spyrjandi

Kristján Tómas Kristjánsson

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Er hægt að fjarlægja eiturkirtla úr snákum og gera þá þannig tiltölulega meinlausa?“ Vísindavefurinn, 11. febrúar 2009. Sótt 26. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=47355.

Jón Már Halldórsson. (2009, 11. febrúar). Er hægt að fjarlægja eiturkirtla úr snákum og gera þá þannig tiltölulega meinlausa? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=47355

Jón Már Halldórsson. „Er hægt að fjarlægja eiturkirtla úr snákum og gera þá þannig tiltölulega meinlausa?“ Vísindavefurinn. 11. feb. 2009. Vefsíða. 26. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=47355>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Er hægt að fjarlægja eiturkirtla úr snákum og gera þá þannig tiltölulega meinlausa?
Já, það er hægt að fjarlægja eiturkirtlana með skurðaðgerð en ekki er þar með sagt að snákarnir verði meinlausir. Aðgerðin er ekki hættulaus því nauðsynlegt er að gera nokkuð stóran skurð á höfði snáksins. Lengi var þetta draumur snákaáhugamanna um allan heim, því hættulegustu snákar veraldar eru að margra mati einnig þeir glæsilegustu.

Í Ástralíu var framkvæmd aðgerð á tveimur tígrissnákum árið 1976. Ástralinn Dave Millar gerði þá tvær aðgerðir á hvorum snák fyrir sig og í hvert skipti fjarlægði hann annan tveggja eiturkirtla. Í fyrra skiptið kældi hann snákana niður og tókust aðgerðirnar vel og náðu snákarnir sér eftir aðgerðirnar. Í seinna skiptið voru þeir svæfðir með klóróformi og eftir aðgerðirnar komst sýking í sárið hjá öðrum þeirra og hann drapst en hinn jafnaði sig að fullu.


Tígríssnákur (Notechis scutatus).


Brottnám á eiturkirtlum snáka er talsvert stundað í Bandaríkjunum, meðal annars á skröltormum og nöðrum. Sérhæfðir dýralæknar framkvæma aðgerðirnar og selja síðan snákana til almennings, fyrirtækja og stofnana, eins og til dæmis dýragarða. Þetta er nokkuð stór atvinnugrein og fjöldi fyrirtækja vestra sérhæfir sig í aðgerðum og sölu á slíkum snákum.

Aðgerðirnar eru ekki án allrar áhættu en undirritaður hefur engar heimildir fyrir því hversu hátt hlutfall slíkra aðgerða heppnast.

Þess ber að geta að þrátt fyrir að eiturkirtlar snáks hafi verið fjarlægðir eru þeir enn með vígtennur. Ef þær eru teknar vaxa einfaldlega aðrar í staðinn. Menn þurfa þess vegna alltaf að sýna miklar varkárni nálægt snákum. Þó að búið sé að fjarlægja eiturkirtlana geta þeir verið árásargjarnir og bit þeirra eru oft alvarleg. Snákar án eiturkirtla eru þess vegna alls ekki meinlausir!

Einnig er mikilvægt að átta sig á því að snákar sem hafa ekki eiturkirtla geta af sér afkvæmi með eiturkirtla enda eru kirtlarnir teknir með skurðaðgerð.

Heimildir:
  • Hoser R. 2004. Surgical Removal of Venom Glands in Australian Elapid Snakes. The Crocodilian. Vol. 4 Issue 5: 18–31.

Mynd:...