Sólin Sólin Rís 11:02 • sest 15:37 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:37 • Sest 23:27 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:30 • Síðdegis: 23:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:04 • Síðdegis: 17:00 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:02 • sest 15:37 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:37 • Sest 23:27 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:30 • Síðdegis: 23:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:04 • Síðdegis: 17:00 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er flugvél lengi að fljúga kringum jörðina?

Snorri Björn Gunnarsson

Þann 14. desember árið 1986 tókst flugvélin Voyager á loft í Kaliforníu í Bandaríkjunum í þeim tilgangi að fljúga umhverfis jörðina án millilendingar og án þess að taka eldsneyti á flugi. Voyager var sérsmíðuð fyrir þetta verkefni, drifin áfram af tveimur skrúfuhreyflum og höfð eins létt og mögulegt var. Í áhöfninni voru aðeins tveir flugmenn þau Dick Rutan og Jeana Yeager.

Eftir að hafa lagt að baki 40.212 km umhverfis jörðina lenti Voyager heilu á höldnu á sama stað og hún hafði farið á loft og tók ferðin 9 daga, 3 mínútur og 44 sekúndur.

Þetta var stór viðburður í sögu flugsins því Voyager var fyrsta flugvélin sem flaug kringum hnöttinn án millilendingar og eldsneytistöku. Áður höfðu flugvélar flogið umhverfis jörðina án millilendingar en þær höfðu alltaf þurft að taka eldsneyti á flugi.



Voyager á flugi.

Fyrsta flugið án millilendingar var farið árið 1949 og tók það rétt rúmlega 94 klukkustundir. Þar var um að ræða vél frá bandaríska flughernum af gerðinni Boeing B-50 Superfortress og var hún með 13 manna áhöfn. Til þess að komast allan hringinn þurfti vélin að taka eldsneyti 4 sinnum á flugi. Flugtími herflugvéla umhverfis jörðina styttist mikið á næstu árum eftir þetta og árið 1957 fóru vélar á vegum Bandaríkjahers þessa leið á 45 klukkustundum og 19 mínútum. Ekki tókst að afla upplýsinga um hversu lengi hraðskreiðustu herþotur eru að fara umhverfis jörðina í dag eða hversu oft þær þurfa að taka eldsneyti á leiðinni.

Farþegaflugvélar hafa ekki nægilegt flugdrægi (flugdrægi flugvéla segir til um hversu langt vélin getur farið án þess að taka eldsneyti) til þess að komast umhverfis jörðina. Þar sem farþegaflugvélar taka ekki eldsneyti á flugi heldur verða að millilenda til þess verður því að leggja saman flugtíma á milli áfangastaða til þess að fá út hversu lengi þær eru umhverfis hnöttinn.

Hins vegar má til gamans setja upp einfaldað dæmi og reikna út hversu lengi það tæki Boeing 757, sömu gerðar og Flugleiðir nota, að fljúga umhverfis jörðina, að því gefnu að hún hefði nægilegt flugdrægi og þyrfti því aldrei að millilenda.

Meðalhæð farþegaflugvéla í millilandaflugi er um 35.000 fet eða um 10,7 km. Reyndar er þetta ekki föst tala en til einföldunar skulum við gefa okkur að fjarlægðin sé alltaf sú saman. Þessari fjarlægð þarf að bæta við radíus jarðar sem er 6.400 km og þá fáum við út 6.410,7 km. Vegalengdin (s) sem þarf að fljúga er því ummál hrings með þennan radíus (6.410,7) og flugleiðin er því 40.279 km.

Meðalhraði (v) Boeing 757 flugvélar er um 980 km/klst. Tíminn (t) sem það tekur Boeing 757 að fljúga umhverfis jörðina er því
s/v = t (vegalengd/hraða = tími)
sem í okkar dæmi er 40.279 km/980 km/klst = 41,1 eða 41 klukkustund og 6 mínútur.

Rétt er að ítreka að þetta dæmi á sér ekki stoð í raunveruleikanum þar sem farþegavélar verða að millilenda til þess að taka eldsneyti. Til dæmis er meðalflugdrægi Boeing 757 eins og notuð er í þessu dæmi 3.215 sjómílur eða 5.954 km. Slík vél þyrfti því að millilenda að minnsta kosti 7 sinnum til að taka eldsneyti á þessari leið.

Eins eru breytur í dæminu mjög einfaldaðar og einungis notast við meðal flughæð og meðalhraða flugvélar. Þegar reikna á út hversu lengi flugvél er á milli staða í raunveruleikanum skiptir hraði flugvélar miðað við jörðu máli en hann er afleiðing af flughraða, flughæð og háloftavindum. Einnig hefur snúningur jarðar áhrif á niðurstöðuna.

Heimildir:

Höfundur

Útgáfudagur

2.2.2005

Spyrjandi

Friðjón Júlíusson, f. 1988

Tilvísun

Snorri Björn Gunnarsson. „Hvað er flugvél lengi að fljúga kringum jörðina?“ Vísindavefurinn, 2. febrúar 2005, sótt 7. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=4737.

Snorri Björn Gunnarsson. (2005, 2. febrúar). Hvað er flugvél lengi að fljúga kringum jörðina? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=4737

Snorri Björn Gunnarsson. „Hvað er flugvél lengi að fljúga kringum jörðina?“ Vísindavefurinn. 2. feb. 2005. Vefsíða. 7. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=4737>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er flugvél lengi að fljúga kringum jörðina?
Þann 14. desember árið 1986 tókst flugvélin Voyager á loft í Kaliforníu í Bandaríkjunum í þeim tilgangi að fljúga umhverfis jörðina án millilendingar og án þess að taka eldsneyti á flugi. Voyager var sérsmíðuð fyrir þetta verkefni, drifin áfram af tveimur skrúfuhreyflum og höfð eins létt og mögulegt var. Í áhöfninni voru aðeins tveir flugmenn þau Dick Rutan og Jeana Yeager.

Eftir að hafa lagt að baki 40.212 km umhverfis jörðina lenti Voyager heilu á höldnu á sama stað og hún hafði farið á loft og tók ferðin 9 daga, 3 mínútur og 44 sekúndur.

Þetta var stór viðburður í sögu flugsins því Voyager var fyrsta flugvélin sem flaug kringum hnöttinn án millilendingar og eldsneytistöku. Áður höfðu flugvélar flogið umhverfis jörðina án millilendingar en þær höfðu alltaf þurft að taka eldsneyti á flugi.



Voyager á flugi.

Fyrsta flugið án millilendingar var farið árið 1949 og tók það rétt rúmlega 94 klukkustundir. Þar var um að ræða vél frá bandaríska flughernum af gerðinni Boeing B-50 Superfortress og var hún með 13 manna áhöfn. Til þess að komast allan hringinn þurfti vélin að taka eldsneyti 4 sinnum á flugi. Flugtími herflugvéla umhverfis jörðina styttist mikið á næstu árum eftir þetta og árið 1957 fóru vélar á vegum Bandaríkjahers þessa leið á 45 klukkustundum og 19 mínútum. Ekki tókst að afla upplýsinga um hversu lengi hraðskreiðustu herþotur eru að fara umhverfis jörðina í dag eða hversu oft þær þurfa að taka eldsneyti á leiðinni.

Farþegaflugvélar hafa ekki nægilegt flugdrægi (flugdrægi flugvéla segir til um hversu langt vélin getur farið án þess að taka eldsneyti) til þess að komast umhverfis jörðina. Þar sem farþegaflugvélar taka ekki eldsneyti á flugi heldur verða að millilenda til þess verður því að leggja saman flugtíma á milli áfangastaða til þess að fá út hversu lengi þær eru umhverfis hnöttinn.

Hins vegar má til gamans setja upp einfaldað dæmi og reikna út hversu lengi það tæki Boeing 757, sömu gerðar og Flugleiðir nota, að fljúga umhverfis jörðina, að því gefnu að hún hefði nægilegt flugdrægi og þyrfti því aldrei að millilenda.

Meðalhæð farþegaflugvéla í millilandaflugi er um 35.000 fet eða um 10,7 km. Reyndar er þetta ekki föst tala en til einföldunar skulum við gefa okkur að fjarlægðin sé alltaf sú saman. Þessari fjarlægð þarf að bæta við radíus jarðar sem er 6.400 km og þá fáum við út 6.410,7 km. Vegalengdin (s) sem þarf að fljúga er því ummál hrings með þennan radíus (6.410,7) og flugleiðin er því 40.279 km.

Meðalhraði (v) Boeing 757 flugvélar er um 980 km/klst. Tíminn (t) sem það tekur Boeing 757 að fljúga umhverfis jörðina er því
s/v = t (vegalengd/hraða = tími)
sem í okkar dæmi er 40.279 km/980 km/klst = 41,1 eða 41 klukkustund og 6 mínútur.

Rétt er að ítreka að þetta dæmi á sér ekki stoð í raunveruleikanum þar sem farþegavélar verða að millilenda til þess að taka eldsneyti. Til dæmis er meðalflugdrægi Boeing 757 eins og notuð er í þessu dæmi 3.215 sjómílur eða 5.954 km. Slík vél þyrfti því að millilenda að minnsta kosti 7 sinnum til að taka eldsneyti á þessari leið.

Eins eru breytur í dæminu mjög einfaldaðar og einungis notast við meðal flughæð og meðalhraða flugvélar. Þegar reikna á út hversu lengi flugvél er á milli staða í raunveruleikanum skiptir hraði flugvélar miðað við jörðu máli en hann er afleiðing af flughraða, flughæð og háloftavindum. Einnig hefur snúningur jarðar áhrif á niðurstöðuna.

Heimildir:

...