Sólin Sólin Rís 08:19 • sest 18:06 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:56 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:32 • Síðdegis: 16:49 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:44 • Síðdegis: 23:08 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 08:19 • sest 18:06 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:56 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:32 • Síðdegis: 16:49 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:44 • Síðdegis: 23:08 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvers vegna eru Nóbelsverðlaun ekki veitt í stærðfræði?

Rögnvaldur G. Möller

Stungið hefur verið upp á ýmsum skemmtilegum skýringum á því hvers vegna ekki eru Nóbelsverðlaun í stærðfræði.

Undir lok 19. aldarinnar var Svíinn Gösta Mittag-Leffler (1846-1927) einn af fremstu stærðfræðingum heims, og án efa þess verður að fá Nóbelsverðlaun í stærðfræði. Ástæðan fyrir því að ekki eru til Nóbelsverðlaun í stærðfræði er sögð persónuleg óvild Nóbels til Mittag-Lefflers. Lífseig skýring á þessari meintu óvild er að Mittag-Leffler hafi átt vingott við eiginkonu Nóbels. Ekki fær þessi skýring staðist bókstaflega, til dæmis má geta þess að Nóbel var piparsveinn. Reyndar bendir fátt til þess að Nóbel og Mittag-Leffler hafi átt nokkuð saman að sælda.

Líklegra er að Nóbel hafi aldrei leitt hugann að verðlaunum fyrir stærðfræðiafrek. Með verðlaununum í eðlisfræði, efnafræði og læknisfræði á að verðlauna þau vísindaafrek sem best þykja og líklegust til að verða mannkyni til hagsbóta. Þegar Nóbel hugleiddi hvaða vísindi gætu leitt til hvað mestra hagsbóta fyrir mannkynið hefur honum sjálfsagt ekki dottið stærðfræði í hug. Stærðfræðingar eru að sjálfsögðu ekki sammála þessu og benda á að stærðfræði er undirstöðugrein í öllum tækni- og raunvísindum.

Stærðfræðingar hafa bætt sér upp Nóbelsverðlaunaleysið með öðrum verðlaunum. Fieldsverðlaunin, sem eru nefnd eftir Kanadamanninum John Charles Fields (1864-1932) hafa lengi vel þótt vera mesti heiður sem hægt væri að hljóta fyrir stærðfræðiafrek. Fieldsverðlaunin eru veitt á fjögurra ára fresti á alþjóðaþingi stærðfræðinga. Síðustu ár hafa verðlaunahafarnir verið 2 til 4 í hvert skipti.

Sú hefð hefur myndast að Fieldsverðlaunin eru ekki veitt mönnum sem komnir eru yfir fertugt. Það er ekki kveðið beint á um þetta atriði í stofnskrá, en markmið Fields með verðlaununum var meðal annars að þau yrðu verðlaunahafanum hvatning til frekari dáða.

Norðmenn hafa stofnað verðlaun í minningu um norska stærðfærðinginn Niels Henrik Abel (1802-1829). Er þeim beinlínis ætlað að hljóta sama sess og Nóbelsverðlaunin. Verðlaunin voru fyrst veitt árið 2003.

Höfundur

Rögnvaldur G. Möller

prófessor í stærðfræði við HÍ

Útgáfudagur

2.2.2005

Spyrjandi

Krystian Sikora

Tilvísun

Rögnvaldur G. Möller. „Hvers vegna eru Nóbelsverðlaun ekki veitt í stærðfræði?“ Vísindavefurinn, 2. febrúar 2005, sótt 15. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=4738.

Rögnvaldur G. Möller. (2005, 2. febrúar). Hvers vegna eru Nóbelsverðlaun ekki veitt í stærðfræði? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=4738

Rögnvaldur G. Möller. „Hvers vegna eru Nóbelsverðlaun ekki veitt í stærðfræði?“ Vísindavefurinn. 2. feb. 2005. Vefsíða. 15. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=4738>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvers vegna eru Nóbelsverðlaun ekki veitt í stærðfræði?
Stungið hefur verið upp á ýmsum skemmtilegum skýringum á því hvers vegna ekki eru Nóbelsverðlaun í stærðfræði.

Undir lok 19. aldarinnar var Svíinn Gösta Mittag-Leffler (1846-1927) einn af fremstu stærðfræðingum heims, og án efa þess verður að fá Nóbelsverðlaun í stærðfræði. Ástæðan fyrir því að ekki eru til Nóbelsverðlaun í stærðfræði er sögð persónuleg óvild Nóbels til Mittag-Lefflers. Lífseig skýring á þessari meintu óvild er að Mittag-Leffler hafi átt vingott við eiginkonu Nóbels. Ekki fær þessi skýring staðist bókstaflega, til dæmis má geta þess að Nóbel var piparsveinn. Reyndar bendir fátt til þess að Nóbel og Mittag-Leffler hafi átt nokkuð saman að sælda.

Líklegra er að Nóbel hafi aldrei leitt hugann að verðlaunum fyrir stærðfræðiafrek. Með verðlaununum í eðlisfræði, efnafræði og læknisfræði á að verðlauna þau vísindaafrek sem best þykja og líklegust til að verða mannkyni til hagsbóta. Þegar Nóbel hugleiddi hvaða vísindi gætu leitt til hvað mestra hagsbóta fyrir mannkynið hefur honum sjálfsagt ekki dottið stærðfræði í hug. Stærðfræðingar eru að sjálfsögðu ekki sammála þessu og benda á að stærðfræði er undirstöðugrein í öllum tækni- og raunvísindum.

Stærðfræðingar hafa bætt sér upp Nóbelsverðlaunaleysið með öðrum verðlaunum. Fieldsverðlaunin, sem eru nefnd eftir Kanadamanninum John Charles Fields (1864-1932) hafa lengi vel þótt vera mesti heiður sem hægt væri að hljóta fyrir stærðfræðiafrek. Fieldsverðlaunin eru veitt á fjögurra ára fresti á alþjóðaþingi stærðfræðinga. Síðustu ár hafa verðlaunahafarnir verið 2 til 4 í hvert skipti.

Sú hefð hefur myndast að Fieldsverðlaunin eru ekki veitt mönnum sem komnir eru yfir fertugt. Það er ekki kveðið beint á um þetta atriði í stofnskrá, en markmið Fields með verðlaununum var meðal annars að þau yrðu verðlaunahafanum hvatning til frekari dáða.

Norðmenn hafa stofnað verðlaun í minningu um norska stærðfærðinginn Niels Henrik Abel (1802-1829). Er þeim beinlínis ætlað að hljóta sama sess og Nóbelsverðlaunin. Verðlaunin voru fyrst veitt árið 2003....